84.000 ma. fall á korteri

Fall markadaKína, sem er næststærsti hlutabréfamarkaður í heimi féll um 7% og veldur lækkun um heiminn sem var t.d. 640 milljarðar USD á 15 mínútum sl.nótt. Soros ofurfjárfestir telur krísu vera þegar hafna, sem er í ætt við 2008 hrunið. Olían stefnir hratt á USD 30 dollarana og hrávörur eru enn í falli. N-Kórea sprengdi kjarnorkusprengju og ásókn þegna annarra þjóða í Evrópu heldur áfram. Eitt er nokkuð víst að flökt á mörkuðum verður hátt.

Á meðan þetta gengur á er þingið og ríkisstjórn Íslands í einhvers konar sjálfbyrgins- sápukúlu þar sem hagsmunir þjóðarinnar eru hundsaðir en hjóminu er hampað. Vonandi gerast kraftaverkin, að ríkisstjórnin öll taki utanríkismálin alvarlega í sínar hendur, ella fer enn verr en orðið er.


mbl.is Kauphöllum lokað vegna verðfalls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Ívar

Krísan sem nú virðist vera að hefjast verður mun dýpri en sú sem varð 2008. Þetta snýst ekki bara um fall hlutabréfa eða lækkun á olíu og öðrum hrávörum, heldur veldur atvinnuleysi sem fyrir er, lækkandi kaupmáttur og þar af leiðandi samdráttur í vöruviðskiptum meir áhrifum á þróun kreppunnar sem framundan er. Kreppan á eftir að hafa ófyrirséðar afleiðingar um heim allan.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.1.2016 kl. 09:08

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Meira vesenið á þeim gulu!

Best væri ef að kína tæki að sér að sprengja þessar kjarnorkusstöðvar í    N-Koreu í eitt skiptið fyrir öll.

Þó að framkv.stj. sameinuðuþjóðanna segi stundum skamm;

þá er það bara eins og að pissa upp í vindinn=það breytir engu til eða frá.

Jón Þórhallsson, 7.1.2016 kl. 11:15

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Íslenski ör og ruglhlutabréfamarkadurinn velti innan vid sex hundrud milljördum á öllu sídasta ári, en samt gera menn sig breida og hyggjast gera betur á thví naesta. Sárgraetilegt dramb í stóra samhengi hlutanna, úti í heimi.

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan. 

Halldór Egill Guðnason, 7.1.2016 kl. 22:26

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ætti að koma upp skilti,með málshættinum; "Dramb er falli næst."

Helga Kristjánsdóttir, 8.1.2016 kl. 00:44

5 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hjómið hefur haft yfirhöndina síðustu 10 ár eða svo. Það eru bara hamrar sem notaðir eru á líkkistunagla sem virka á þann partinn.

Kínamaðurinn er í slæmum málum, þeir fóru of hratt af hrísgrjónaökrunum. Samlíkingin er ágæt út frá moldarkofum, til að hafa samanburðinn á hreinu.

Sindri Karl Sigurðsson, 8.1.2016 kl. 01:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband