Schengen verður ekki afgerandi varið

ESBfarand2015 WikipediaAugljóst er að ytri landamæri Schengen- svæðisins verða ekki tryggð á afgerandi hátt, það staðfestist á þessum ágæta fundi í dag. Frontex landamæraeftirlitið er ekki með eigið fólk eða búnað á landamærunum, heldur metur stöðuna hverju sinni og fær fólk frá aðildarlöndum til þess að fara á "heita reiti" sem Frontex greinir á þessum 597 flugvöllum, 12.500km landamærum á landi en 69.342km á sjó, með yfir 3000 eyjum! Um þetta fara 675 milljón farþegar á ári. En hvert ríki á ytri landamærunum á að sjá um þau.

Gatasigti áfram

Þessi aðferð við að gæta landamæra okkar hlýtur að teljast umdeilanleg, enda komust líklega um 100.000 manns óskráðir inn á svæðið í fyrra skv. öðrum tölum. Ríkin enduðu flest með að gæta sinna landamæra náið, þótt fyrirlesara þætti það draga úr styrk ytri landamæranna. 

Strax úr Schengen

Nýjustu tölur sýna að farandflóðið er á fullu. Því fyrr sem við yfirgefum Schengen- samstarfið, því betra, þar sem kunnuglegt ESB- tal um nýja yfirstjórn, nýja stofnun og meiri völd og fé þangað þýðir minni skilvirkni fjárins hjá okkur, enda kaldur reitur.

 IMG_3598[1]

 


mbl.is Efast um endurreisn innri landamæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það var ekki beint traustvekjandi að heyra að af þessari milljón+, sem flæddu inn á Schengen svæðið á síðasta ári, þá voru aðeins 3565 sendir til baka. Talandi um krækiber....

Ragnhildur Kolka, 4.2.2016 kl. 16:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband