Amnesty vegna ESB- Tyrkjasamnings: Sykurhúðuð blásýrutafla

ESB Tyrkir semjaAfarsamningur sem ESB gerði í gær við Tyrki fyrir Íslands hönd sem Schengen- ríkis er stórhættulegt mannréttindabrot að mati Amnesty og annarra félaga sem annt er um mannréttindi farandfólks og flóttamanna. Evrópustjóri Amnesti segir þetta „...eins og sykurhúðun blásýrutöflu sem flóttamannavernd í Evrópu hefur nú verið neydd til þess að gleypa“.

Hliðargrein samningsins

Fangabúðir í Grikklandi og skipti á Sýrlendingum 1 fyrir 1 er hluti af þessum ógeðfellda samningi, þar sem flóttafólk er orðið gjaldmiðill í stórpólitík ESB við Tyrki. Nær enga athygli hlýtur því eðlilega hliðarsamningurinn, að 78 milljónir Tyrkja fái áritanalaust aðgengi að Schengen- svæðinu og þar með Íslandi eftir þrjá mánuði, ef fjöldi skilyrða er uppfylltur. Auk þess verður nýr kraftur settur í aðild Tyrkja að ESB.

Schengen er firra

Á meðan er Ísland enn aðili að Schengen- svæðinu og enn finnast einhverjir miðstýringarsinnar sem halda að við ættum að gerast aðilar að ESB. Maður þarf að vera með bundið fyrir augun og með tappa í eyrunum til þess að halda áfram þeirri firru. Gerum nú gangskör að því að fá ráðamenn til þess að segja Ísland strax úr Schengen og að draga ESB- umsóknina formlega til baka, svo að forða megi okkur frá fári þungu.

Ráðamenn ESB spyrja hvort eð er aldrei Íslendinga að neinu áður en þeir ákveða eitthvað sem máli skiptir.

 

 


mbl.is Taka við 72 þúsund Sýrlendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það er ekki seinna vænna að vinda sér í björgun Íslands úr klóm þessa ósvífna sambands.

Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2016 kl. 12:34

2 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Þjóðar morð, genocide, segir Bandaríska þingið, fulltrúadeildin.

Þjóðarmorð segir Kerry, það er Bandaríska stjórnsýslan.

Það var máll til komið.

Tyrkir sprengja og eyðileggja eins og þeir geta í byggðum Kúrda.

Það búa 15 miljónir Kúrda í Tyrklandi, og þeir eru undirokaðir af Tyrkjum.

Svo reka þeir Kúrdana og aðra, það er sem flesta Múslima til Evrópu.

Þetta eru samantekin ráð Súníta og yfir stjórnar Evrópu, yfir stjórnar Nató, og yfir stjórnar Bandaríkjanna, Obamastjórnarinnar.

Aðgerðir ISIS í Iraq og Sýrlandi þjóðarmorð, segir Kerry, Stjórnsýslan USA og The House, fulltrúadeildin í USA.

18.3.2016 | 00:02

Fyrst var talað um að Tyrkir tækju flóttamennina til baka og sendu þá áfram til Evrópu.

Einnig var talað um að opna á Shengensamstarf, það er að opna landamærin til að Tyrkir gætu sennt endalausan straum af flóttamönnum til Evrópu.

Þeir sem eru á launum við að fela þessa árás á Evrópu reyna að vinna fyrir kaupinu sínu.

En þeir sem geta ættu að kynna þessa arás af fremst megni.

Það er best að hætta þessari innrás og leita lausna.

Það er einnig farsælast fyrir innrásarmenn, ekki síst fyrir yfirstjórnina.

Egilsstaðir.19.03.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 19.3.2016 kl. 13:08

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Sammála þér, Ívar.  Sjálf fer ég nú orðið aldrei svo úr landi (eða til landsins) að ekki sé þuklað á mér við eftirlitshlið.  Er þó þokkalega við aldur, hef fullgilt vegabréf og ferðapappíra.  Á þetta fyrirkomulag þó að heita FERÐAFRELSI í boði "Schengen".  Þvílíkt rangnefni!
 

Kolbrún Hilmars, 19.3.2016 kl. 17:04

4 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það er skelfilegt að fylgjast með umræðunni um flóttafólk á þrælaplani heimsveldisins. Það er talað um flóttafólk eins og dauða hluti á skiptibókamarkaði!

Öfga-femínistar ættu að rifja upp söguna um Soffíu Hansen, og dætur hennar, sem hún fékk ekki að hitta eftir að barnsfaðir hennar rændi þeim til Tyrklands og ráðstafaði þeim eins og búfénaði á markaði karla-skepnuveldisins í Tyrklandi! Ungt fólk í dag veit ekki einu sinni af þessum harmleik, sem gerðist á Íslandi fyrir fáum áratugum síðan. Konur á vesturlöndum temja ekki karlaveldið frá Tyrklandi. Svo mikið er ég viss um, vegna staðreynda sem ég hef sjálf upplifað á vinnumarkaði.

Öfga-femínistakonur eru að missa glóruna hér á framagræðgibraut á vesturlöndum villimennskubankaránanna.

Og Páfa-heimskarla-veldið ætlar að kenna Angelu Merkel um allt sem misjafnt er í Evrópu? Karlarnir í ESB-ráðhústurninum þykjast vera alveg saklausir?

Fólk verður að vakna til vitundar um raunveruleikann. Engin réttindi fást án baráttu. Shengen hefur aldrei virkað. Það er orðið alveg greinilegt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2016 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband