Villandi fyrirsögn um fleiri flóttamenn

Flottafolk BBCÍslendingar vilja hjálpa flóttafólki en ekki endilega fá fleiri flóttamenn. Fyrirsögn mbl.is er einmitt villandi, þar sem spurt var í skoðanakönnun fyrir Amnesty og niðurstaðan var: Tæplega 74% aðspurðra voru sammála þeirri fullyrðingu að íslensk stjórnvöld ættu að gera meira til að hjálpa þeim sem eru á flótta undan stríði eða ofsóknum.

Um hvað er spurt?

Það er reginmunur á ofangreindu og í fyrirsögn mbl.is: Flestir vilja fleiri flóttamenn. Ekki var spurt um það. Margir vilja aðstoða flóttafólk þar sem það er statt núna, yfirleitt í flóttamannabúðum, ss. í Líbanon. Enda ef t.d. Bandaríkin og Rússland semja um Sýrland og í andstöðunni gegn ISIS, þá er vænlegast að hjálpa fólki í búðunum þar til það getur snúið aftur heim, sem margir vilja, frekar en til Íslands. 

Ótakmarkað?

Ef spurt væri t.d.: vilt þú takmarka flæði flóttamanna til Íslands, þá segði meirihlutinn hugsanlega já, enda er ótakmarkaður straumur enn vitlausari en í Þýskalandi og Svíþjóð á síðasta ári áður en það varð takmarkað aftur.

Við viljum eflaust flest að ákveðnum fjölda á ári verði hleypt hingað inn og að íslenskir ráðamenn ákveði það, ekki ESB. Vandræði Schengen- svæðisins gera ekkert nema að aukast. Ísland úr Schengen strax.


mbl.is Flestir vilja fleiri flóttamenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Tek undir þetta.  Nákvæmlega hverjar voru spurningarnar; það kemur ekki fram í þessari frétt.  Bara túlkun á viðbrögðunum.

Kolbrún Hilmars, 5.9.2016 kl. 14:04

2 Smámynd: Aztec

Það gæti allt eins verið Maskína, frekar en mbl. sem hefur breytt niðurstöðunum. En á vef þeirra, maskina.is eru engar upplýsingar um niðurstöður einstakra kannanna, svo að það þyrfti að hafa samband við annað hvort þá eða mbl. um þetta. Því að þetta er eins og pólítisk fölsun.

Aztec, 5.9.2016 kl. 16:56

3 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Sæll

 

„Mikill meirihluti Íslendinga telur að íslensk stjórnvöld ættu að gera meira til þess að hjálpa þeim sem eru á flótta undan stríði eða ofsóknum.“ - Mogginn er genginn í björg eins og glöggt má sjá. Þarna er látið að því liggja að flóttamenn séu á flótta undan stríði eða ofsóknum þegar staðreyndin er að það eru um 20% þeirra. Ekkert er þarna fjallað um skoðun á bakgrunni o.s.frv. Milli þekkingar og spurninganna fólksins er reginhaf.

Brandarinn er auðvitað að tæp 13% eru í orði tilbúin að bjóða flóttafólk velkomið á heimili sitt. Þau lesa greinilega aldrei neitt þegar húsnæði vantar. Væri landssöfnun ekki góð hugmynd? Þá gæti þetta fólk sýnt hug sinn í verki.

 

 

Kv.

Einar

Einar Sveinn Hálfdánarson, 5.9.2016 kl. 20:10

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta sýnir að Amnesty er partur af New World Order. Það er undarlegt að þeir koma með þessar spurningar. Ég vil þjóðaratkvæðagreiðslu út af þessu máli en þetta eru allt lygar ofan á lygar. Fólk vill hjálpa en ekki lenda í krísu út af flóttamönnum. 

Valdimar Samúelsson, 5.9.2016 kl. 20:13

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Blaðamenn Morgunblaðsins ættu að halda sig við staðreyndir í fréttum sínum, ekki taka þátt í hlutdrægum spuna, þótt vinsæll sé meðal hinna mörgu vinstrisinnuðu á hinum fjölmiðlunum.

Jón Valur Jensson, 6.9.2016 kl. 12:47

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það var nýleg frétt um að flóttamenn í Þýskalandi,færu heim til sín og dveldu þar um mislangan tíma,eftir að komast á fastar mánaðarlegar greiðslur (man ekki hvað það kallast).  

Helga Kristjánsdóttir, 14.9.2016 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband