Berum enga ábyrgð á þeim

eyja figdigNú rignir yfir Ísland hælisleitendum á röngum forsendum, þar sem t.d. 2/3 hluti þeirra í september var frá Albaníu og Makedóníu. Ekki eru það stríðshrjáð sýrlensk börn. Fullhraustir ungir menn frá þessum og öðrum löndum taka sénsinn á því að koma hingað og nýta sér upplausnarástandið sem skópst fyrir botni Miðjarðarhafs, en á okkar kostnað og með okkar fyrirhöfn.

Snúum við strax

Auðvelt er að komast hingað eftir að búið er að lauma sér inn á Schengen- svæðið. Ef eitthvert vit á að vera í kerfinu hér, þá verður að snúa þeim umsvifalaust við sem ekki uppfylla einföld skilyrði eins og það að vera frá stríðshrjáðu landi til þess að umsóknin verði tekin til greina. Ekki á að taka mark á hælisumsókn frá þegnum landa sem eru í lagi, þótt erfitt sé að búa þar. Auðvitað er sósíalisminn ýmsum erfiður, en við getum ekki tekið á þeim mistökum annarra, nógu erfitt er slíkt hér á landi.

Milljón á mann?

Íslendingar gera sér fæstir grein fyrir því hvað þessi efnahags- ferðalög ungu mannanna kosta okkur. Hver og einn sem fær þessa flugu í höfuðið að sækja um á rokbitna eldfjallaskerinu (til þess gjarnan að koma sér síðan annað) er verulega íþyngjandi fyrir kerfin hér og væri næstum borgandi fyrir það að koma honum strax á braut annað, ef það ylli ekki meiri ásókn, sem það myndi að vísu gera.

En heilu stjórmálaflokkarnir hampa nú þessum hælisleitendum án þess að horfa neitt til staðreyndanna. Höfum þetta eins og Bretar, ekki í Schengen, enda er það barn síns Evrópusinnaða tíma.

 


mbl.is Þarf kannski að herða reglur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Skýringuna á þessum flóttamönnum, sem rignir yfir okkur frá Albaníu og Makedóníu, er fyrst og fremst að finna í því að úrvinnsla hælisumsókna var tekin úr faglegu ferli og sett í hendurnar á grenjuskjóðunum á DV, Vísi, Facebook og öllum þessum vinstrisinnuðu netmiðlum. Í hendurnar á fólkinu sem ætlar að frelsa allan heiminn, með því að bjóða þeim hingað í frítt fæði og húsnæði.

Þessir mannkynsfrelsarar skilja það ekki, að þegar það er auðveldlega hægt að gráta sig inn á velferðarkerfið í fjölmiðlum, þá fréttist það fljótt út í hinn stóra heim. Skilja ekki að internetið nær út fyrir 200 mílurnar. Þetta fólk heldur síðan að það sé hægt að kveikja og slökkva á flóttamannastreyminu, jafn auðveldlega og á sjónvarpinu heima hjá þeim.

Theódór Norðkvist, 5.10.2016 kl. 23:22

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Því miður er þetta rétt hjá þér, Theódór. Merkel opnaði faðminn og fékk milljón manns á einu ári. Svíar sögðu alla velkomna, sem drekkti þeim þar til Danir lokuðu hjá sér. Metfjöldi fer inn til Bretlands núna því að nýjar hömlur verða settar á. Fjölmiðlarnir ráða þessu síðan með einstaka mál.

Ívar Pálsson, 5.10.2016 kl. 23:29

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Voru ekki ýmsir No Border aðdáendur búnir að bjóðast til að hýsa, fæða og klæða hælisleitendur?  Hversu margir ætli séu nú á heimilum þessa fólks???

Tómas Ibsen Halldórsson, 6.10.2016 kl. 10:30

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Bretar yfirgáfu brennandi húsið ESB, til að geta haft stjórn á eigin landamærum. Ef niðurstaðan verður að hleypa enn fleirum í gegn, þá virkar hálfpartinn tilgangslaust að hafa sagt sig úr ESB.

Theódór Norðkvist, 6.10.2016 kl. 11:19

5 Smámynd: Ívar Pálsson

No border fólk þröngvar þeirri hugsjón sinni upp á saklausan almenning (ss. í flugi) að algjört ferðafrelsi ríki, þar sem ábyrgðarlaust og takmarkalaust er hleypt inn fólki í það sáralitla samfélag sem Ísland er. Sá sem stendur gegn þeim anarkisma er víst rasisti samkvæmt No Border, þótt þetta komi ekki kynþáttum við (t.d. Albanir og Makedóníumenn, hver er að tala um þá tengt rasisma?).

No border styður tilfinningalausan fasisma í að troða stefnu sinni upp á ferðalanga sem vilja bara komast í fríið sitt eða til vinnu sinnar.

Ívar Pálsson, 6.10.2016 kl. 20:04

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Theódór, Bretar eru að fínpússa stefnu sína, sem verður líklegast þannig að þeir hæfu einstaklingar sem hafa eitthvað fram að færa sýni fram á að þeir bæti breskt samfélag og eiga þá góðar líkur á landvist. En enn eru Bretar bundnir af ESB og því lýkur senn. Þá hafa Bretar fulla stjórn aftur, enda eru þeir ekki í Schengen.

Ívar Pálsson, 6.10.2016 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband