Bjarni seldi seint, ekki snemma

9araAfmaeliHver sá sem veit um eða kynnir sér ástandið á fjármálamörkuðum í september 2008, hlýtur að sjá að áhættusamt var að halda peningum í sjóðunum. Vitneskja um það var almenn og sést t.d. á Moggabloggi mínu allt árið 2008. Bjarni Benediktsson dró fulllengi að selja, en það er ekki vítavert.

Nú er verið að tína þetta til eins og frétt, á 9 ára afmæli Hrunsins. Mikil er örvænting andstæðinganna.


mbl.is Seldi í Sjóði 9 dagana fyrir hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Guirdian segir Bjarna saklausan af ávirðingunum, ítrekar reyndar líka að Sigmundur hafi verið hafður að rangri sök.

Hélt að öll þessi mál væru til lyktar leidd fyrir löngu og engu leynt.

Össur Skarpi seldi sín bréf í Spron, kortéri fyrir hrun á 30 millur. Vangaveltur þá um innherjasvik, enda var hann ráðherra. Bjarni óbreyttur þingmaður.

Brask Össurar komst náttúrlega aldrei í nein hámæli, enda stýrði rauð hönd öllum helstu fjölmiðlum og vinstristjórnin hreina gerði náttúrlega ekkert veður út af þessu.

Hér er fréttin um Össur.

http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/ossur-seldi-i-spron-og-hagnadist-um-30-milljonir-bjo-ekki-yfir-neinum-innherjaupplysingum

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 11:09

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Jón Steinar. Þetta fer að vera einhver Groundhog Day með hrunið! Að selja í SPRON var heldur ekki ámælisvert, enda sáu flestir að um ofmat á því var að ræða fyrir hlutafjárútboðið. Ég seldi restina af mínum SPRON bréfum þá á því fáránlega háa verði, sem byggði allt á afkomu Exista með allt niður um sig.

Mánuðina fyrir hrun voru margir að reyna að losa sig út úr þessum ofmetnu sjóðum og bönkum. Það var eins eðlilegt og hugsast gat.

Ívar Pálsson, 6.10.2017 kl. 12:48

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einmitt, enda stigu samfylkingarmenn á stokk og vörðu þetta sem eðlilegt og löglegt, sem það var. Þetta sýnir bara hræsnina og double standardinn hjá þessu liði og rétt að núa þeim aðein uppúr því.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.10.2017 kl. 13:10

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Leyfi mér að miðla þessari færslu áfram. Segir allt sem segja þarf, EF menn kjósa að hlusta!

Flosi Kristjánsson, 6.10.2017 kl. 14:23

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég bendi á færslu mína 15.september 2008: 

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/643066/

Ívar Pálsson, 6.10.2017 kl. 14:23

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Flosi. Endilega koma þessu áfram.

Ívar Pálsson, 6.10.2017 kl. 14:36

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Má ég eins og Fosi?

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2017 kl. 15:06

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Fyrirgefið Flosi!

Helga Kristjánsdóttir, 6.10.2017 kl. 15:06

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Stundin reynir að gera mikið mál úr fundi sem Bjarni sat með bankamönnum 29. Sept. Þeir tilgreina þó aldrei dagsetninguna því hún sýnir að Bjarni seldi 4 dögum síðar. Dagsetningin sýnir nefnilega spuna Stundarinnar í kringum "innherjaviðskipti."

Ragnhildur Kolka, 6.10.2017 kl. 17:01

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Bjarni Ben hefur greint nákvæmlega frá þessum málum sem blásin eru upp. Núna er tekið Shanghæ á þetta hjá fjölmiðlunum.

Ívar Pálsson, 6.10.2017 kl. 17:07

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Helga, miðlum alltaf að vild, til þess er þetta gert.

Ívar Pálsson, 6.10.2017 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband