Veruleg vinstri slagsíða

Skip vinstri halli strandVinstri hallinn á þjóðinni er orðinn slíkur, að erfitt verður að sigla skipi þess skammlaust, nema fleiri kjósendur hugsi alvarlega sinn gang fyrir þessar kosningar 28. október 2017. Hvert atkvæði greitt vinstri vængnum núna er í raun greitt Vinstri grænum vegna sterkrar stöðu Katrínar Jakobsdóttur í skoðanakönnunum. Þar með yrði stefna þess flokks ríkjandi næstu fjögur ár og það er þegnskylda okkar að kynna sér stefnu þess flokks, nýlegrar sögu hans og aðallega afrek þöglu deildarinnar, Steingríms J. og Svandísar Svavarsdóttur, sem fengju að leika sér ærlega í dótakassanum.

Miðjan í vandræðum

Hægri kratar og miðjan öll á í vandræðum með sig þessa dagana. Gömlu ESB- draumarnir munu ekki rætast og hún fæst ekki opinberlega til þess að styðja Sjálfstæðisflokkinn, sem hefur samt stýrt málum í rétta átt fyrir þá kjósendur og aðra. Hvort á að sveiflast með tilfinningunum í hverju Lúkasarmáli af öðru sem blásið er upp af fjölmiðlum eða að horfa á staðreyndirnar, hvernig staðan er? 

Skýrir valkostir

Hvort er Sjálfstæðisflokkurinn eða Vinstri græn líklegri til þess að viðhalda jákvæðri stöðu íslenska þjóðfélagsins? Flest vitum við svarið og kjósum XD í leynilegri kosningunni.

PS: Haldið þið að það sé tilviljun að hægri er stjórnborði og að vinstri er bakborði?

 


mbl.is X-S er hástökkvari vikunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Gjorspillta ihaldið skelfur á beinunum og beitir linnulausum hræðsluaroðri sem fólk sér auðveldlega i gegnum. Þjoðin hefur fengið nóg af spilltum Engeyingum sem stela gegndarlaust og solsa undir sig eignir almennings. Þegar þetta skitapakk er lika farið að hjálpa barnaniðingun þá er bara nog komið. Það þarf að senda sjalfstæðisflokkinn i langt frí, mjog langt.

Óskar, 14.10.2017 kl. 09:47

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Óskar, það er einmitt svona lygaflaumur og soraskrif eins og hjá þér hérna sem við er að eiga þegar reynt er að skapa vitræna umræðu. Haltu þig á þinni stíu en ekki hér á mínu bloggi.

Ívar Pálsson, 14.10.2017 kl. 10:35

3 Smámynd: Óskar

Hver er lygin? Borgun? Afskriftir Glitnislana? Meðmælabref með barnanyðingum? Nakvæmlega hvað af þessu er lygi? Eg skal svara þvi: EKKERT!

Óskar, 14.10.2017 kl. 14:31

4 Smámynd: Elle_

Haltu þig í þinni stíu . . . Já það passaði honum. 

Elle_, 14.10.2017 kl. 18:12

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Auðvitað er vinstri slagsíða!  Það er nefnilega enginn flokkur lengur hægra megin, nema þá rétt við miðjuna sem vegur ekkert.  Svarti Pétur á vegasaltinu er kominn á atvinnuleysisbótaskrá.

Kolbrún Hilmars, 14.10.2017 kl. 20:46

6 Smámynd: Elle_

Nei það er nefnilega enginn flokkur alveg hægra megin. Það er eins og flokkar viti ekki lengur hvað þeir eru og hvað þeir voru.

Elle_, 14.10.2017 kl. 23:10

7 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ljóst er lítill "Hægri" kvartett tekur undir þessa "miklu" grein sem hér er skrifuð.

Höfundur vill greinilega einn hlut og einn hlut aðeins, óbreytta stöðu, pólitíska stöðnun, íhaldssemi og að "réttu" aðilarnir hafi völdin.

Breytingar eru til óþurftar.

Höfundur gleymir alveg , þ.e vilji hann ræða málið sanngjarnt að skoða hvers vegna færri og færri vilja þá flokka sem skilgreina sig til "hægri" 

Ólikt mörgum öðrum löndum, þá er hér tilhneigin til að losna við þann flokk sem hefur verið í 70% af öllum ríkisstjórnum á lýðveldisstímanum. Enda stendur sá flokkur, augljóslega, fyrir hagsmuni minnihluta þjóðar, á kostnað meirihlutans. Við höfum sambærilegt ástand á lítilli eyju suður af Ítalíuskaganum.  Sú eyja heitir Sikiley.

Margir af þeim sem vilja ekki téðan hægri flokk, þurfa einmitt alls ekki að vera hluti af "vinstri slagsíðunni" heldur einungis fólk sem búið að átta sig á stöðunni, stöðnuninnni og lýðræðishallanunm sem jú Sjálfsstæðisflokkur kýs að halda við. 

Íslandi tókst að losa sig undan oki Dana,Norðmanna og Hanzakaupmanna. 

Eðillegt að þjóðin,þ.e ríflega 70% kjósenda, vilji gera það sama gagnvart Sjálfsstæðisflokknum.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 15.10.2017 kl. 09:12

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Það er rétt að enginn flokkanna er almennilega til hægri, en XD heldur sig sem betur fer þar í grunnstefnunni í frelsi og sjálfstæði einstaklingsins. Eltingaleikurinn á miðjunni er eins og að elta skottið á sjálfum sér, leiðir ekki til niðurstöðu. 

Sigfús Ómar: Þetta er bara örstutt blogg, ekki mikil grein. Vissulega vil ég nær óbreytta stöðu (þótt gengi IKR sé alltof sterkt fyrir útflutning), þar sem íslenska hagkerfið er í sterkum vexti og flest sem er mælanlegt er í ágætisstöðu. Maður ruggar ekki báti sem siglir vel, enda enginn tilgangur í því, öðru nær. 

Lýðræðishalli, ef einhver er, er sannarlega mestur hjá vinstri vængnum, þar sem ríkið gengur freklegast á rétt einstaklinganna. Skýrasta dæmið um það var einræði Steingríms J. í 2009-2013 hörmunginni, þar sem vilji almennings komst sannarlega ekki til skila. Umræður um kerfi glæpasamtaka eru út í hött.

Sjálfstæðisflokkurinn er á jörðinni, ekki korktappi úti á rúmsjó eins og vinsælt er þessi dægrin.

Ívar Pálsson, 16.10.2017 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband