BDMF í burðarliðnum?

Fjorar sulurFramsóknarflokkurinn sá skýrt þegar á reyndi að Pírötum væri ekki treystandi. Þar að auki voru óþægilegu málin ekki útrædd strax. Hvernig er hægt að semja við Pírata sem vilja gjörbylta stjórnarskránni og jafnvel ganga í ESB?

Stríðsöxin grafin

Nú liggur beint við að framsóknarflokkarnir Framsóknarflokkur og Miðflokkur grafi stríðsöxina, enda stefna þeir samsíða með Sjálfstæðisflokki að mjög mörgu leyti. Flokkur fólksins fær sitt fram að mestu, en þó er gott að þau yrðu flest umfram-þingmenn, þar sem óvissan er líkast til meiri varðandi þau hvert um sig heldur en hjá BDM flokkunum.

Gangið nú hreint til verks, BDMF flokkar og ræðið í þaula hvernig taka skuli á hverju stóru málanna. Þetta verður að halda.


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum slitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Góður pistill, Ívar, eins og mæltur út úr mínum munni!

Jón Valur Jensson, 6.11.2017 kl. 13:32

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Jón Valur. Þetta þarf að vinnast af vandvirkni til að halda.

Ívar Pálsson, 6.11.2017 kl. 13:44

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

BDFM - er stafrófsröð þessarra fjögurra bókstafa.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2017 kl. 15:01

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Margir vilja halda því fram, að með þessum "gerviviðræðum" hafi Sigurður Ingi verið að styrkja stöðu sína gagnvart Bjarna Benediktssyni og Sigmundi Davíð, varðandi forsætisráðherraembættið......

Jóhann Elíasson, 6.11.2017 kl. 15:02

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Guðmundur, hafa skal það sem betur hljómar. Kannski á þetta að vera DMBF eftir styrk eða hvað hver velur. 

Jóhann, það getur vel verið. En hugsanlega afleikur að tala svona stjórn niður eins og Sigurður Ingi gerði áðan. Hann sér bara að hann yrði aldrei forsætisráðherra í þannig stjórn.

Ívar Pálsson, 6.11.2017 kl. 16:09

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gott að Að er ekki BDSM. :)

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2017 kl. 17:06

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er ekki bara hyggilegast að Sjálfstæðisflokkurinn myndi stjórn með framsókn og VG? Mér heyrðist Katrín ekkert útiloka það samstarf. Þó það sé kannski himinn og haf milli sjálfstæðismanna og VG þá hlýtur að vera hægt að sætta ólík sjónarmið. Kosturinn væri " Breið" stjórn með lágmarks fjölda flokka og styrkur meirihluti.

Jósef Smári Ásmundsson, 6.11.2017 kl. 19:12

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Jón Steinar, þannig stjórn yrði líklega haftastjórn.

Jósef Smári, ég leyfi mér að efast um það að ýmsir aðrir en Katrín innan VG yrðu samstarfsfúsir við Sjálfstæðismenn í DB-VG stjórn. Svandís Svavarsdóttir sem umhverfisráðherra gæti tæpast unnið með þeim. Steingrímur J. yrði samt til friðs ef hann verður Forseti Alþingis og endar metlangan ferilinn á toppnum.

Ívar Pálsson, 6.11.2017 kl. 20:20

9 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Framsókn er ekki að fara í stjórn með hinum óstýrilega og óútreiknanlega SDG. 

Sjallar fara helst ekki í stjórn með SDG, af fyrri biturri reynslu.

Frammarar vilja ekki Viðreisn.

Píratar vilja ekki Sjalla.

Sjallar vilja helst ekki Samfó, nema að það verði síðasti strætóinn og hagmunaðilar(útgerð, ferðamannabransinn og álið) vilji vera við borðið.

Þetta verður VG, Samfó,FF, Píratar og Viðreisn á kantinum. 

Þetta útspil Framsóknar kann að verða þeim dýrt.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 7.11.2017 kl. 10:38

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Óskhyggjan hefur náð yfirhöndinni hjá þér núna Sigfús Ómar....wink

Jóhann Elíasson, 7.11.2017 kl. 12:36

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigfús Ómar, ef VG, Samfó,FF, Píratar og Viðreisn ná saman eitt augnablik og að setja til hliðar ESB-umsókn með stórbreytingum á stjórnarskrá, þá yrði sú stjórn skilgreining fullkomins óstöðugleika. Almennur skattgreiðandi sem á að halda þessu uppi hlýtur að átta sig fljótt á hvílík mistök þessar kosningar voru.

Ívar Pálsson, 7.11.2017 kl. 20:08

12 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Hér skrifa menn um "pólitískan óstöðugleika" og nefna svo Sjalla sem frelsara okkar allra í sömu andrá.

Ef hér á að verða stöðugleiki, þá þurfa sömu Sjallar að vera á bekknum um stund að mínu mati. Ekki aðeins, þar sem fylgi þeirra er á stöðugri leið, þá hefur sá flokkur, að minu mati, sýnt fram á, ítrekað, að hann vinnur ekki fyrir þjóð sína heldur ákveðin hagsmunaröfl. Þeir sem leiða flokkinn hafa ítrekað sýnt fram á ljóta hegðan (Hanna Birna, BB, Sigríður Andersen), vija ekki kannast við eigin vinnubrögð þegar málin hitna (skattahækkanir í nýboðuðu fjárlagafrumvarpi).

Ekki ætla ég mér að skrifa undir allt sem "vinstri" flokkarnir eiga að vilja og munu mögulega gera en ljóst er að hér þarf breytingar, ef reiðin, vantraustið á að sefast.

Mögulega hefði ekki verið farið í nýafstaðnar kosningar ef e-r áhrifamaður hjá Sjöllum hefði sagt af sér. 

Það er ekki hægt að skjóta þá sem fá nóg. Gerendur bera ábygrgð líka.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 8.11.2017 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband