Ekki viðræður frekar en við ESB

DSC_7938Vinstri græn vilja mörg hver leiða viðræður um stjórnarmyndun gerólíkra flokka, þar sem myndun vinstri stjórnar tókst ekki. En eðlilegast er að rétturinn til stjórnarmyndunar sé færður formanni Sjálfstæðisflokksins vegna útkomu kosninganna. Undanfærslur Forseta Íslands frá því að afhenda Bjarna Benediktssyni umboðið eru orðnar hjákátlegar og sýna vel hvernig vinstri hallinn er kominn á Bessastaði. 

Tilgangslausar viðræður

Maður talar ekkert andstæð sjónarmið á málefni saman í stjórnarmyndun, frekar en að Ísland verði talað inn í ESB með viðræðum, þrátt fyrir andstöðu kjósendanna við þær. Beinast liggur fyrir að mynda stjórn um borgaraleg málefni, þar sem Sjálfstæðisflokkur, Miðflokkur og Framsóknarflokkur stilla sína strengi saman og Flokkur fólksins styður þá stjórn með ákveðnum skilyrðum, það yrði farsælast. En til þess þarf að afhenda Bjarna Ben umboðið, annars verður ekkert nema innantómt hjal og einhver hjaðningavíg.

Vinstri græn hlutu ekki réttinn til þess að prófa vinstri, svo áttavillt og svo eitthvað kókómalt. Látum meirihluta kjósenda úr Alþingiskosningum ráða, ekki úr kosningum til Forseta Íslands.

PS: Myndin mín hér (tekin 7. nóv. 2017) sýnir Íslands- Tetris yfir Bessastöðum. Smellið aftur á hana til stækkunar.

 


mbl.is Þrjár ástæður til að hefja viðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ágæt grein. Sé þó ekki téðan "vinstri" halla. 

Líkt og Forsetinn sagði, þá ríkja ekki hefðir, reglur eða annað um þessi mál.

Getur verið að Forsetinn hafi vitað meira en ég og þú og tekið ákvörðun út frá því ? 

Ansi djúpt í árina tekið að nefna "vinstri halla" af því að einn stjórnmálaflokkur, sem jú tapaði 1/6 af þingstyrk sínum og hlutfallsfylgi, fær ekki sínu framgengt. 

Ekki man ég eftir þvi að menn hafi hópast að Forseta þegar Viðreisn fékk ekki fyrst umboðið í fyrr, þá með augljóslega stærsta sigurinn.

Snýst þetta ekki um stjórntæki þeirra flokka sem eru með þingmenn á Alþingi ? Ljóst má vera að Sjallar eru umdeildir, BB er umdeildur án þess að ég sé að taka afstöðu til hans mála hér. 

Menn mega ekki láta snjóinn alveg blinda sig. :)

Sigfús Ómar Höskuldsson, 13.11.2017 kl. 11:08

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Sigfús Ómar. Ég vona að ég sé ekki alveg blindaður á raunsæið í trúnni. Fylgnin við Guðna forseta var langmest hjá Samfylkingu og VG, þannig að vinstri hallinn kom honum amk. inn. 

Ég deili í raun á þessa "nýju" afstöðu forseta, að hvetja til þess að allir ræði saman út í eitt eins og allt sé mögulegt, þegar er deginum ljósara að valmöguleikarnir eru fáir og skýrir. Forsetinn fékk sinn séns að láta Katrínu Jakobsdóttur reyna, þrátt fyrir kosningaúrslitin og nú er ekki stætt á öðru en að rétta Barna Ben keflið.

Ívar Pálsson, 13.11.2017 kl. 14:11

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Miðið ekki nógu nákvæmt ef tilgangurinn var að bíma forsetann upp.

Ragnhildur Kolka, 13.11.2017 kl. 14:22

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið ritvilluna, þetta átti að vera Bjarna Benediktssyni hjá mér!

Ívar Pálsson, 13.11.2017 kl. 14:59

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Ragnhildur, ég skil ekki hvað þú átt við.

Ívar Pálsson, 13.11.2017 kl. 15:00

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er bara að vísa í þessa flottu mynd sem þú settir þarna inn. Hafi geimverurnar ætlað að bíma forsetann upp þá hafa þær skráð hnitin rangt.

Ragnhildur Kolka, 13.11.2017 kl. 15:44

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Ragnhildur, fyrir lýsinguna á myndinni. Forsetinn verður eflaust bímaður upp þegar hlutverki hans er lokið, að koma Grýtupotta- stjórninni á!

Ívar Pálsson, 13.11.2017 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband