BBC er RÚV Bretlands

Kommunista hendiFurðleg tilhneiging er þetta hjá MBL.IS að lepja upp álit og fréttir BBC ómeltar, hvað þá um Bandaríkin eða Trump forseta. BBC hefur sannað sig ítrekað að fara nærri jafn vinstri- frjálslega með fréttir í túlkunum sínum eins og RÚV gerir alla daga.

Auk þess er BBC með sömu þráhyggju og RÚV með flóttafólk, þróunaraðstoð, ESB, kolefnismál og t.d. kynferðislega áreitni, en gegn Trump, Brexit, Evrópskum "popúlistum" (sem eru víst bara til hægri), bankafólki og tekjuháu fólki yfirleitt.

Bandaríkin um Bandaríkin

En af hverju ætti að leita til BBC um það hvernig róttækar skattkerfis- breytingar koma út fyrir Bandaríkin? Aðalfréttin er sú, að samkeppnishæfi bandarískra fyrirtækja stórbatnar við það að fyrirtækaskattar verði lækkaðir úr 35% í 20%, sem ætti að færa ýmis stórfyrirtæki heim til USA og vera mikill hvati fyrir smærri fyrirtæki. Svo verður allt að 68% hærri skattafrádráttur til miðstéttarinnar en nú er og líka t.d. til einstæðra mæðra. Ný ríkisstjórn Íslands mætti læra margt af þessu.

Ekki vitna í BBC

Vitrænna væri að kíkja á Wall Street Journal eða amk. andstæða póla þegar fjallað er um Bandaríkin. BBC ætti ekki að styrkja frekar en RÚV, það úrelta batterí sem enginn þorir að fara með í endurvinnslu.

 


mbl.is Meiriháttar skattkerfisbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ég sé að höfundur hefur heyrt það sama ég, þegar ég hlýddi á áægætar fréttir BBC af skattalækkunum, fyrirhuguðum í USA. 

Ég sé líka að hér er talað um meinta kosti lækkananna en lítið talað um hvaða áhrif þær kunna að hafa af tekjuöflun ríkisstjóða USA. Það eru þá stórkostlegar upphæðir, sem mun þá auka á afleita stöðu ríkissjóðs sem aftur leiða til lántaka. En auðvitað veit höfundur þetta, enda líklega með BS gráðu í viðskiptafræðum. Hvort téðar lækkanir séu hugsaðar fyrir einstæðar mæður veit ég ekki, enda þeir sem stýra USA nú um stundir ekki mikið gefnir fyrir samfélag, fátæka og efnaminni. Enda endalaus barátta sömu afla við að koma í veg fyrir að 22 milljónir manna hafi aðgang að gunnheilbrigðisþjónustu enn við lýði. 

Hvað varðar BBC, þá hef ég ekki staðið þá af hlutdrægum fréttaflutningi. Sé að höfundur vill spyrða saman RÚV við BBC og setja fram kenningar um "frjálslegan" fréttaflutning.

Enn þá undarlegra að sjá aðila með háskólagráðu gera lítið úr umræðunni um kolefni í andrúmslofti. En ju, það er tjáningafrelsi. 

Orð höfundar um "fréttir af kynferðisáreiti" dæma sig sjálf. 

Minni höfund á að samkvæmt síðustu mælingu sem til er [des 2016]nýtur Fréttastofa RÚV trausts 69% þjóðar. (Heimild: MMR).

Sigfús Ómar Höskuldsson, 3.12.2017 kl. 20:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Síðasti Samfylkingarmaðurinn Sigfús þeysist um bloggheima með vandlætingu sína úr mórölskum hæðum.

Honum dettur ekki í hug að Bandaríska ríkið muni hagnast á því að fá stórfyrirtæki heim og að iðnaður blómstri þar á bæ. Hann er sennilega með hagfræðigráðu frá Loga, sem skýrði fyrir landsmönnum með hangikjöti og grænum baunum að skattalækkanir væru óráð þar sem Jón með hundraðþúsundkallinn fengi minni lækkun í kronum talið en Gunna með milljónina.

Nóbelinn hlýtur að bíða ykkar á næsta ári.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.12.2017 kl. 21:43

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sæll Ívar! Satt að segja hélt ég að nú hefði fréttastofa RÚV. skipt um stjórn eins og ísl.ríkið. Fréttin hófst á því að Trumh hefði unnið stór sigur á Bandaríska þinginu,ég komst við og hugði allt væri orðið eins og fyrr. Það er of gott fyrir Íslendinga.

Helga Kristjánsdóttir, 3.12.2017 kl. 21:54

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigfús Ómar, fyrirtækjaskattur hefur verið alltof hár í Bandaríkjunum og lækkunin mun örugglega virka vel eins og hún gerði hér á landi, bætti atvinnustig og þar með skattgreiðslur. Stefna Trumps er að fólk fái vinnu og hætti þar með á bótum. Tekjulágir fá 100% hækkun skattafsláttar.

Þeir sem fá sínar fréttir jórtraðar frá RÚV og BBC telja að núverandi stjórn sé ekki fyrir tekjulágan almenning, sem er alrangt. Trump er bara ekki fyrir miðborgar- elítuna í New York, San Fransisco og Reykjavík. 

Ég hef reynt að nota tjáningarfrelsi mitt hér um kolefnislosun í 10 ár, farið ofan í smáa letrið í skýrslum UNFCCC og reynt að fá vitræna umræðu um það, en séð jafnan að strangtrúaðir eru ekki hrifnir af eigin staðreyndum, enda lesa fæstir þessar skýrslur SÞ af gagnrýni.

Ef Íslendingar yrðu spurðir hvort leggja eigi niður Fréttastofu RÚV og taka RÚV af auglýsingamarkaði, þá kæmi kannski áhugaverð niðurstaða.

Jón Steinar og Helga, takk fyrir athugasemdirnar.

Ívar Pálsson, 3.12.2017 kl. 22:56

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hlutdrægni og vinstriáherzlur fréttamanna BBC, sem leita öðru fremur til vinstri-fréttamannanna á The Guardian um sínar heimildir og stefnu, eru ekkert nýtt, þetta hefur verið svona síðustu áratugina.

Ánægjulegt er að sjá þig taka á þessu máli, Ívar, og að nefna hér líka kolefnis-síbyljuna (hjátrúna á manngerð áhrif á loftslagshlýnun), en það er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi að færa þau mál í tal á gagnrýninn hátt og upplýstan.

Þarfur ertu sem fyrr í umræðunni, Ívar, -- tek ofan fyrir þér.

Jón Valur Jensson, 4.12.2017 kl. 01:03

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þ:að er eins og að nefna snöru í hengds manns húsi að færa þau mál í tal við þá trúgjörnu (vinstri menn) á gagnrýninn hátt og upplýstan, vildi ég sagt hafa.

Jón Valur Jensson, 4.12.2017 kl. 01:07

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Jón Valur, en maður sér sína sæng uppreidda í þessari kolefnismála- baráttu þegar nýja ríkisstjórnin blæs samstillt í þessa Parísar- lúðra og fóstrar blekkinguna af endurnýjuðum krafti.

Ívar Pálsson, 4.12.2017 kl. 08:47

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, þau fara létt með að smíða nýjar álögur á landsmenn í krafti gervivísinda. Muna menn ekki eftir öðrum slíkum gervivísindum -- Marxismanum!

Jón Valur Jensson, 4.12.2017 kl. 18:28

9 Smámynd: Merry

Sæll Ívar 

Jú , það er rétt hjá þér um BBC. Þau hefur sýnt að það er ekki hægt að líta á þeim fyrir opartiskt fréttir - enda eru vinstri sinnaður.

Merry, 4.12.2017 kl. 19:55

10 Smámynd: Ívar Pálsson

MBL.is heldur áfram með BBC túlkun á atburðum tengdum Bandaríkunum, sbr. í dag varðandi Ísrael:  http://www.mbl.is/frettir/erlent/2017/12/05/trump_varadur_vid/

Skoðun BBC kemur þar skýrt fram, enda tengillinn birtur. Þar að auki ritaðist óvart Banaríkin í greininni!

Ívar Pálsson, 5.12.2017 kl. 08:32

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk fyrir allt þetta, Ívar. Ég á nýbirtan pistil um síðastnefnda málið hér:  

Jerúsalem er höfuðborg Ísraels

Jón Valur Jensson, 5.12.2017 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband