Stóra skrefið afturábak

RaudurHnuturFrosti Sigurjónsson bendir réttilega á fáránleika Borgarlínunnar. Ekki sé ég glóru í því að amk. 80% vegfarenda fórni fé og tíma í það að 5% fjöldans nái tvöföldun, sem kosti 100 milljarða króna og tap í viðbót á hverju ári eftir það. Augljós hugsanavilla felst líka í því að nokkrar mínútur líði á milli vagna, þar sem fjöldi notenda þyrfti að vera verulegur svo að sæmileg nýting fengist, en sú eftirsóknar- sprengja er ekkert á leiðinni. 

Allt fyrir hugsjón Dags

Dagur Bergþóruson Eggertsson borgarstjóri ætlar að ná hugsjóna- markmiðum sínum með því að þvinga bíleigendur inn í strætó á leið frá A til B, í stað þess að laga vegi fyrir umhverfismilda bíla, sem fara skjótt á milli staðar A, B, C og að sjálfsögðu D! Þessum svimandi upphæðum Borgarlínunnar yrði betur varið í að bæta flæði og öryggi vegakerfisins, sem gefur þá líka færi á því að stuðla að hagkvæmum ferðum almenningsvagna, ekki í einhverju aflóga dínósórakerfi.

Vonast er til að fólk fari að skera á þessa Borgarlínu, áður en hún breytist í hengingaról.


mbl.is Ekki á leið í pólitík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hjartanlega sammála!

Annars yrði snyrtilegasta leiðin til að bæta nýtingu vegakerfisins sú að leggja niður eitthvað af bíla- og eldsneytisgjöldunum og koma í staðinn á tollahliðum þar sem aðgengið yrði verðlagt eftir eftirspurn. Slíkt yrði efnahagslegur hvati til að fá fólk til að keyra saman í bíl. Einkaaðilum mætti líka hleypa inn til að reka hópferðabifreiðar, t.d. svokallaða "flexbus" sem sækja fólk upp að dyrum og keyra að dyrum í vinnunni, öllu stýrt með snjallsímum og tölvum sem kortleggja hagkvæmar akstursleiðir. 

En það þýddi að yfirvöld þurftu að gefa eftir spón úr aski sínum.

Geir Ágústsson, 9.1.2018 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband