Að bæta heiminn en klúðra málunum heima

Vatnsdropi i vatnEndurtekin mengunarmistök borgaryfirvalda halda áfram, sérstaklega klóakið sem flæðir enn í Skerjafjörð. Fólk heldur að því sé lokið, en öðru nær, allt fram streymir endalaust. Við bætast síðan annars konar mistök borgarinnar, nú varðandi fyrirbyggjandi eftirlit með neysluvatni og tilkynningar um frávik.

Markvissar aðgerðir

Þar ætti að bregðast við um leið og eitthvað er að, láta vita um hvaða gerla er að ræða og í hvaða magni. Tilkynningar um þetta koma seint og síðar meir, eru villandi og aðgerðirnar ómarkvissar. Fullvissan um hreint vatn er verulega skert og ímyndin sködduð vegna tómlætis. Enn vitum við ekki um hvaða gerla er að ræða og í hvaða magni í sýnunum. Það skiptir reginmáli varðandi mótaðgerðir, ef einhverra er þörf.

Klóakið flæðir

En klóaksmálið er ekki bara eitthvert slys. Það er uppsafnað ástand, jafnvel árum saman, en nær svo hátindi þegar dæla bilar. Þótt fimm til sex flutningaskip séu ekki látin fljóta í Skerjafjörð í einu í dag eins og þá daga, þá flýtur augsýnilega vel út í fjörðinn nær daglega. Það nær kannski að halda rottufaraldrinum við, hver veit? Allavega líkar 300 mávum það ágætlega.

Borgarstjórinn er bara upptekinn við að kæla loftslag heimsins.

 


mbl.is Engin vísbending um E-coli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband