Valdníðsla í þéttingu byggðar

Langir skuggarYfirgangur Dags & Co í þéttingu byggðar er með ólíkindum, þar sem íbúar hverfanna ráða engu. Nú er Eikjuvogur rakið dæmi, þar sem vilji íbúanna er hundsaður að vanda og Borgarráð treður stórri byggingu beint sunnan við nágrannann, svo að sólar nýtur lítið mestallt árið og daginn, sem veldur depurð. Að auki er bílastæðavandamáli bætt við.

Réttur til birtu

Það er lágmarkskrafa að skipulagsyfirvöld virði rétt fólks til þess að njóta birtu í húsum sínum, sem byggð voru hér á norðurhjara með ákveðnum forsendum í skipulagi, enda eru skuggar langir. Vinstri meirihlutinn býr viljandi til stórvandræði á þennan hátt og tekur nákvæmlega ekkert tillit til vilja þeirra sem hverfið byggja.

Við búum á 64° norður

Nógu vitlaust er að hanna heilu nýju hverfin eins og þau séu á breiddargráðu Kaupmannahafnar, en að troðast inn í gróin hverfi með þennan yfirgang er ekki í lagi og á ekki að líðast. Borgin skapar sér skaðabótaskyldu með valdbeitingu sinni, sem við sem heild þurfum að eiga við í réttarsölum síðar, algerlega að nauðsynjalausu. Byggingar á auðum lóðum eiga að fylgja nákvæmlega sömu forsendum og aðrar í nágrenninu.

Íbúarnir kusu þennan yfirgang yfir sig, en hafa tækifæri til þess að breyta því í vor.


mbl.is Borgarráð samþykkir umdeildar byggingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband