Þriðji orkupakkinn er þriðja ríkið

XD orkupakkinn 30 08 2018aFundur Sjálfstæðisfélaganna í Valhöll um Þriðja orkupakka ESB var með afbrigðum góður. Þrumandi ræða Styrmis Gunnarssonar um missi sjálfstæðis landsins við samþykki þessara ólaga opnaði hug fólks og aðrir frummælendur studdu einnig þá skoðun með gögnum og ígrundaðri umfjöllun.

Auðlindin til ESB

Það gefur auga leið að yfirstjórn raforkumála í Evrópu drægi taum meginlandsins í orkukrísu, ef rafstrengur yrði tengdur til Íslands. Afarskilmálarnir í tilskipun ESB, sem Stefán Már Stefánsson lagaprófessor í HÍ fór yfir í fyrirlestri sínum eru slíkir, að jafnvel leikmönnum og almenningi hlýtur að blöskra við lesturinn, ef þau kynna sér þetta frumvarp. 

Ábyrga fulltrúa

Alþingismenn, sem kosnir eru af Íslendingum til þess að gæta hags okkar þegnanna, geta ekki verið svo skyni skroppnir að samþykkja sjálfviljugir þetta afsal sjálfstæðis. Fáum hvern og einn þeirra til þess að opinbera skýra skoðun sína strax, áður en það verður of seint og helsta auðlind Íslands er afhent Hinum óþekkta embættismanni í Brussel til sjálfdæmis.


mbl.is Flokkurinn hafni orkupakkanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ef þessi fundur opnar ekki augu þingmanna, er þeim hreinlega ekki viðbjargandi.......

Jóhann Elíasson, 31.8.2018 kl. 12:21

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Líklega er ekki seinna vænna en að draga það út úr þingmönnum strax,því ef við sleppum þeim án þess, er Landsreglarinn tekinn til að stjórna raforkumálum hér án þess við fáum rönd við reist.

Helga Kristjánsdóttir, 31.8.2018 kl. 17:35

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Líklega eru margir Sjálfsstæðismenn og konur að fara nú fram úr sér.

Ekki liggur fyrir hvort Ísland muni fara í sölu á orku um jarðstreng, enda er nú þegar takmörkuð orka til í landinu og ekki stendur til að virkja meira, þá að þvi marki að það skipti máli fyrir orkufrekan iðnað.

Þvi eru margir einangrunainnar innan FLokksins, með aðstoð fóstursystkina sinna í Miðflokknum að gera mjög mikið úr engu, að mínu mati.

Öll umræðan er því byggð á einu stóru EF. Ef þetta, ef hitt.

Tilgangslaus umræða ef ég væri spurður. Svo er ekki búið að sýna fram á þessi "orkupakki" muni hafa stjórnarskrána undir. Um það atriði eru þeir til gerðir sérfræðingar alls ekki sammála. Þeir sérfræðingar eru ekki að tjá sig hér.

Svo ég taki þátt í EF-umræðunni, þá má kannski halda því fram að EF Ísland væri í ESB, þá gætum við haft áhrif á umræðuna , því okkar framdkvæmdastjóri, sem myndi, EF við værum í ESB, gæti haft áhrif á málið og mögulega komið í veg fyrir að málið fengist samþykkt, EF, það truflaði stjórnarskrá. 

Auðvitað er það svo stórt EF, líkt og umræðan öll.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 31.8.2018 kl. 18:30

4 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

VILJA ÍSLENDINGAR STJÓRNA LANDINU SJÁLFIR- EÐA VERÐA AFTUR UNDIROKAÐIR LEIGUTAKAR Í EGIN LANDI ? 

 Styrmir veit hvað hann segir- og nú loks fær fólk smá traust á Sjálfstæðisflokknum !

Erla Magna Alexandersdóttir, 31.8.2018 kl. 19:37

5 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er blekking, að "Þriðji orkupakkinn" breyti engu fyrir Íslendinga, á meðan þeir eru ótengdir við raforkukerfi erlendis.  Þeir, sem éta þessa vitleysu upp eftir ráðuneytisfólki og einstaka meðmælendum orkupakkans á borð við kennara einn við Lagadeild HR, Kristínu Haraldsdóttur, sem tjáði sig í hádegisfréttum RÚV í dag, skauta léttilega framhjá aðalatriði málsins, Landsreglaranum, sem verður ríki í ríkinu og mun beita áhrifum sínum til, að raforka til almennings fari á uppboðsmarkað.  Þar með er komin upp alveg ný staða, og ESA getur gert harða hríð að stjórnvöldum um að skipta Landsvirkjun upp vegna mjög skakkrar samkeppnisstöðu á innlendum raforkumarkaði. Hver vill smjaðra fyrir hugmyndafræði ESB um, að raforkan sé vara, sem fara eigi til hæstbjóðanda ?  Gegn þessu teflum við hefðbundnum íslenzkum og norskum viðhorfum um, að raforkan sé afurð úr náttúruauðlindum þjóðanna, sem nýta eigi til að styrkja samkeppnisstöðu allra atvinnugreina í öllum byggðum landsins.

Bjarni Jónsson, 31.8.2018 kl. 20:34

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Meðan landeigendur og sveitarfélög fá svo skarðan hlut úr orkuframleiðslunni, er ekki um neitt að ræða.  Óþolandi að megnið af tekjum vegna orkuvinnslunnar skuli renna beint inn í hít Landsvirkjunar en þeir sem skaffa efnið í afurðina setja hjá og fá lítið sem ekkert fyrir sinn snúð. Á meðan ekki er hægt að laga þennan halla, er ekki um neitt að semja.

Þetta er þó lítilræði hjá því að missa tökin á auðlindinni og láta þau í hendur sauðblindra Evrópusinna, sem trúa öllm loforðum sem frá Brussel koma, eins og nýju neti. 

Þurfi Evrópubúar á okkar orku að halda, fyrir rekstur fyrirtækja sinna, má alveg skoða að leggja þeim til landskika gegn sanngjörnu endurgjaldi, sem aukheldur skaffar einhverja atvinnu í skiptum fyrir aðgang að orkunni okkar.

Samfylkingasúpan talar af lítilsvirðingu um allt sem innlent er, og þar er þeim matvælaöryggi sérstaklega léttvægt.  Nýustu atburðir í Evrópu um þurrka og uppskerubrest er öðrum en Samfylkingunni áhyggjuefni.  Flestir aðrir sjá að ef eitthvað ábjátar heimafyrir, selja ríkisstjórnir þeirra landa ekki afurðir sínar öðrum fyrr en búið er að metta heimamarkaðinn.

Með öðrum orðum, slálfstæði kostar heilmikið og það er heimska að halda því fram, að Ísland fengi einhverja sérstaka meðhöndlun þjóða, sem lentu í stríði, náttúruhamförum eða uppskerubresti.  Þá gildir það eitt, hver er sjálfum sér næstur.

Benedikt V. Warén, 31.8.2018 kl. 21:28

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigfús Ómar: vafinn um yfirgang ESB í þess umáli (sem öðrum) er hverfandi. Það er deginum ljósara hver ræður ef ólögin eru samþykkt, það er ESB. Staðfesting reglugerðanna er forsenda þess að strengurinn verði lagður, alveg eins og breyting á stjórnarskrá er fersenda þess að ganga í ESB. Þess vegna ganga ESB- sinnar svo fram í þessum málum, svo að hægt sé að koma stýringunni til Brussel. 

Það vekur furðu að ESB- málaliðar haldi því enn fram að við hefðum "áhrif á umræðuna" ef við værum í grýtupotti þeirra, núna eftir rúman áratug af þeirr bábilju. Ef orkuna vantar og þeir ráða yfir henni, þá taka þeir hana, sama hver staða lónanna eða erfiðleikar Íslands eru. Ekkert EF með það!

Ívar Pálsson, 1.9.2018 kl. 11:05

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Forsenda átti þetta nú að vera!

Ívar Pálsson, 1.9.2018 kl. 11:07

9 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er óhætt að segja, Ívar, að innleiðing Þriðja orkupakkans í EES-samninginn ryður brautina fyrir sæstrengsfjárfesta, því að íslenzk yfirvöld munu engum vörnum fá við komið, ef sæstrengsfjárfestir sækir um tengingarleyfi hér og uppfyllir öll skilyrði Landsreglarans, þá hefur leyfisveitandinn, Orkustofnun, ekki vald til að hafna umsókninni.  Þetta kemur fram í raforkumarkaðstilskipun 2009/72/EB.  Það er þess vegna alveg öruggt mál, að slíkir fjárfestar eru eindregnir stuðningsmenn þess, að Alþingi samþykki Þriðja orkumarkaðslagabálk ESB.  

Bjarni Jónsson, 1.9.2018 kl. 20:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband