Orkutilskipun tilgangslaus fyrir Ísland

Rafmagn fluttFurðulegt má þykja að ráðherra og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins verji þriðju orkutilskipun ESB, sem er tilgangslaust valdaframsal til þeirra sem gáfu hana út. Mér fallast hendur við það að sjá þessar stuðningsyfirlýsingar sjálfstæðisfólks við óverjandi málstað vinstri vængsins, sem er sá að þetta sjálfvirka framsal réttinda okkar allra sé í lagi á 100 ára afmæli fullveldisins. 

Látið er eins og um misskilning eða fávísi sé að ræða hjá andstæðingum þessa orkupakka. Öðru nær, flestir sem skoða þetta í þaula sjá að um framsal sé vissulega að ræða, enda er tilgangur Evrópusambandsins sá, að komast í orkuauðlindir landsins. EES- samningur sem gerður var árið 1992 var ekki á þá leið að hvað sem verði síðan til í Brussel á næstu áratugum verði sjálfkrafa samþykkt á Alþingi Íslendinga.

Af hverju? Til hvers? 

Við þurfum bara að spyrja okkur sjálf: af hverju að samþykkja þetta? Ekki: af hverju ekki? Fylgjendur hafa ekki sýnt fram á ábatann, á meðan áhættan á neikvæðri niðurstöðu er veruleg og varla afturkræf. Samkvæmt fræðingum yrði erlendum stórfyrirtækjum frjálst að leggja rafstreng hingað og gætu þá krafist jafnræðis, sem hækkar raforkuverð í landinu og eykur álag á kerfið hér. Einungis leiðnitap flutningsins yrði á við tvöfalda notkun heimilanna í landinu. Hvílík sóun á auðlindum.

Hættum að þrefa um einfalda hluti. Njótum þess að vera ekki í ESB, þar sem hver þjóð verður að samþykkja flaum vitlausra tilskipana. Þessi þriðja er einni of mikið.


mbl.is Er ekki afsal á forræði auðlindarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Sjálfur er ég ekki fylgjandi þessum  3 orkumlálapakka.

En það er rétt að hugsa málið til enda.

 

Hvað gerist ef þriðja orkupakkanum verður hafnað?

Óvíst er hvaða afleiðingar það myndi hafa í för með sér fyrir aðild Íslands að EES-samningnum. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í samtali við fréttastofu RÚV að það yrðu stórtíðindi í íslenskri pólitík ef þriðja orkupakkanum yrði hafnað á Alþingi því það gæti sett EES-samninginn í uppnám. Slíkt hafi aldrei gerst áður á Íslandi.

Jón Þórhallsson, 19.11.2018 kl. 13:13

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Við áttum aldrei að samþykkja orkupakka 2, en nú gefst okkur tækifæri til að leiðrétta það. Fáum undanþágu eða höfnum pakkanum. Ef engin önnur rök fyrir samþykkt þessa pakka en hótanir um refsingar þá ættum við bara að sleppa þessu. Aðeins þrælar þola hótanir.

Ragnhildur Kolka, 19.11.2018 kl. 13:21

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef að Ívar Pálson fengi 2 slæma valkosti;

hvorn kostinn myndi hann velja?

1.Að hafna 3 orkumálapakkanum

og að eiga það á hættu að vera rekin úr EES-klúbbnum.

2.Að samþykkja pakkann og að halda EES-samningnum.

Jón Þórhallsson, 19.11.2018 kl. 13:28

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Ívar, þakka þér fyrir skrif þín hér.

Mig hryllir við þeirri vegferð sem Sjálfstæðisflokkurinn er á. Eitt sinn var ég gallharður Sjálfstæðismaður, en frá því að núverandi forysta tók við flokknum hef ég horft á hann sökkva ofan í fen sjálfshyggju forystunnar og hvernig hann er kominn á sveif með vinstra liðinu sem stefnir að heimsyfirráðum undir Sameinuðu þjóðunum og þeim sem þar ráða bak við tjöldin.

Allt þetta, ESB, SÞ með sína loftslagsútópíu og þó víðar væri leitað er allt sett á fót til að hræða fólk og beina skoðunum þess inn á ákveðin farveg þar sem þeir geta náð að stjórna fjöldanum.

Sjáðu hvernig fyrrum ráðherra flokksins hamast á Sigmundi Davíð með síbylju um að hann hafi skipt um skoðun. Hvað hefur orðið um varfærni Björns Bjarnasonar og málefnalega stöðu hans þjóð okkar til varnar???

Það er orðið eitthvað meira en lítið að á heimili Sjálfstæðisflokksins. Ég hvet þig kæri Ívar til að gera eins og ég, hafið þú ekki þegar gert það, það er að segja þig úr flokknum.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.11.2018 kl. 13:38

5 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Hafna honum. Ekki spurning og ut ur

thessum klubb sem farin ad lykta ansi illa.

Sigurður Kristján Hjaltested, 19.11.2018 kl. 13:38

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mikið væri nú gott fyrir þessa umræðu ef þeir sem lýsa áhyggjum sínum yfir þessum orkupakka, gætu tekið sig til og bent á þær greinar í honum sem hin meinta hætta stafar af. Þá fyrst yrði hægt að taka þessa umræðu á grundvelli staðreynda málsins.

Sú aðferð reyndist okkur nefninlega vel í öðru stóru máli sem snerist um EES-reglur og kennt var við Icesave. Þá tókum við okkur einfaldlega til og lásum reglurnar, og komumst að því að þær bönnuðu hreinlega þá ríkisábyrgð sem reynt var að þröngva upp á okkur.

Ég get auðveldlega bent á hvar það stendur, nánar tiltekið í 3. lið 1. efnisgreinar 3. greinar tilskipunar 94/19/EB.

Þessi staðreynd skilaði okkur fullnaðarsigri í því máli.

Ef einhver gæti bent með sama hætti á þær greinar orkupakkans sem fela í sér það sem menn hafa fullyrt, svo sem afsal forræðis yfir orkuauðlindum, skyldu til að leggja sæstreng ef þess verður krafist o.s.frv., þá fyrst væri hægt að taka markvissa og gagnlega umræðu um kosti og galla orkupakkans.

Á meðan slíkar tilvísanir vantar, erum við því miður ekki að taka neina umræðu um orkupakkan sjálfan, heldur eingöngu um óljósar hugmyndir fólks um hann byggðar á tilfinningum, sem er engin leið að vita hvort eigi sér yfir höfuð stoð í sjálfu innihaldi orkupakkans.

Ef hann inniheldur eitthvað skaðlegt, þá er nauðsynlegt að benda á hvað það nákvæmlega er í honum sem er skaðlegt, rökstutt með tilvísunum í viðkomandi ákvæði viðkomandi tilskipana og reglugerða og helst með beinum tilvitnunum líka. Án þeirra er þetta hins vegar eins og að vaða hvern annan moðreyk, sem engu gagni skilar.

TILVÍSANIR ÓSKAST!

Guðmundur Ásgeirsson, 19.11.2018 kl. 14:05

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón, ef það er svo að EES- samningurinn í heild sinni fari jafnan í uppnám ef við erum ekki samþykk nýjum íþyngjandi viðbótum við hann, þá hlýtur hann að þarfnast endurskoðunar við.

Ragnhildur, orkupakki tvö var ekki nærri eins íþyngjandi og þessi þriðji hlunkur, þar sem við yrðum skyldug til þess að leggja orku til annarra ríkja við vissar aðstæður sem skapast. 

Tómas, ég tek undir flest sem þú segir hér, en vona enn að þingflokkurinn í heild sinni fari eftir Landsfundi og flokksönnum flestum, að skauta ekki svona út á þetta þunna svell. Björn Bjarnason kom mér á óvart þegar hann kallaði þetta öfgaafstöðu.

Sigurður Kristján: ESB lætur illa í dauðateygjunum. Við eigum alls ekki að sökkva dýpra í reglugerðafen þeirra.

Ívar Pálsson, 19.11.2018 kl. 14:12

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"...við yrðum skyldug til þess að leggja orku til annarra ríkja við vissar aðstæður sem skapast."

Hvar í orkupakkanum stendur þetta?

Það eru einmitt svona fullyrðingar sem þarfnast rökstuðnings með því að vísa í heimildir. Án þeirra eru þetta bara órökstuddar fullyrðingar sem gera umræðunni ekki gagn heldur þvert á móti ógagn.

TILVÍSANIR ÓSKAST!

Guðmundur Ásgeirsson, 19.11.2018 kl. 14:17

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Guðmundur, staðreyndirnar liggja fyrir. Þeim verður komið fyrir fljótlega á vefsíðu, ef það hefur ekki verið gert nú þegar. Það er ekkert frekar tilfinningatengt að tala með pakkanum eða á móti honum. Þér er frjálst að leggjast yfir reglugerðarverkið, eins og nokkrir hafa gert og haldið fyrirlestra þar um, s.s. norski prófessorinn Peter nokkur, hér fyrir stuttu, þar sem þessar greinar og staðreyndir komu fram.

Þar að auki sér hver sem er að þessi viðbótartilskipun (nr. 3) er ekki gerð fyrir Ísland, heldur fyrir ESB. Því er lágmarkskrafa að spyrja þann sem gefur hana út, hví ættum við að samþykkja þetta fargan? Nefnt hefur verið neytendavernd og umhverfisvernd, en hvorttveggja er fjarstæða. Neytendur fá hærra verð og missa yfirráðin en umhverfið lætur á sjá þar sem virkja þarf í botn. Þetta er vernd ESB- neytenda og umhverfis.

Ívar Pálsson, 19.11.2018 kl. 14:25

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Guðmundur, ég hef ekki tíma til þess að mata þig af upplýsingum til þess að reyna að sannfæra þig, sem tækist hvort eð er ekki. Ég vitnaði einungis í þær niðurstöður sem komið hafa fram. Aðallega að í orkupakka tvö var ríkjum frjálst að aðstoða önnur ríki að þessu leyti en þau gerðu það ekki, þannigað nú verður þeim skylt að gera það.

Ívar Pálsson, 19.11.2018 kl. 14:29

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Guðmundur. Hvernig væri að snúa þessu við, hver er ávinningur Íslands við innleiðingu hans?

Fyrir mína parta, sporin hræða.

- Landhelgisdeilan

- Hryðjuverkalög

- Hótun um viðskiptabann vegna makríls

- Icesave málaferlin

- Viðskiptabann á Rússa, bitnaði hvað harðast á Íslendingu

- og svo framvegis

Fyrir mína parta vil ég eiga eins lítið undir samskiptum við ESB eins og kostur er.

Sumir eru á öðrum stað. Við þá segi ég.  Þangað leitar klárinn sem hann er kvaldastur.

Benedikt V. Warén, 19.11.2018 kl. 15:26

12 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Ef Islenskir stjórnmálamenn hafa ekki sama vit í hausnum og Færeyingar sem segja NEI þegar rugl er í gangi- munu þessir fáraðar sem her ráða verða skúringakallar í Brussel eftir nokkur ár- því ÍSLAND ER SELT MEÐ MANNI OG MÚS  !ÞRÆLAR RÁÐA ENGU  !

Erla Magna Alexandersdóttir, 19.11.2018 kl. 19:36

13 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Ég tek undir orð Guðmundar hér að ofan, það vantar algerlega rök með umræðunni. Auðvitað er öllum frjálst að hafa skoðun og viðra hana en á meðan er slíkt skoðun, ekki staðreynd, sem vantar hér algerlega með upphafsblogginu.

Ekki ætla ég mér að falla í þá umræðu að taka "ef og hefði", sem menn nota bæði hér sem með og á móti. 

Hitt stendur eftir sem staðreynd, að 3 orkupakkinn mun ekki hafa nein áhrif hér á landi á meðan við erum ekki tengd með sæstreng, sem er ekki á leiðinni , þar sem tæknilegt vandamál [mikið launafl]kemur í veg fyrir það og hitt að ACER mun ekki geta tekið stjórnskipulega ákvarðanir umfram það sem kjörið Ríkisvald landsins vill gera.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 19.11.2018 kl. 20:14

14 Smámynd: Haukur Árnason

Hilmar Gunnlaugsson í bændablaðinu

"Flest eigum við auðvelt með að sætta okkur við þá tilhugsun að orkuauðlindin verði í eigu ríkisins. Að orkufyrirtækin greiði leigu fyrir afnot þeirra réttinda óháð eignarhaldi á orkufyrirtækjum. Þriðji orkupakkinn hefur engin áhrif á slíka tilhögun"  Hann, Hilmar verður með fyrirlestur í Naurhól 27 nóv. kl. 8.30 -  Hann segir ekki beinum hætti í greininni í B.B að Landsvirkju verði að seljast, en er hægt að skylja það öðruvísi ?

Haukur Árnason, 19.11.2018 kl. 21:10

15 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Guðmundur og Sigfús, haldið þið virkilega að ESB knýi á að við verðum með í orkupakkanum af engri ástæðu????? eru þið virkilega blindir á það hvernig ESB starfar????? Þeir linna ekki látum fyrr en þeir fá sínu framgengt.

ESB lætur líta svo út að lýðræðið ráði för og eru þeir sáttir ef vilji almennings fellur að þeirra vilja. Fari svo að vilji almennings fellur ekki að þeirra vilja er "lýðræðið" ítrekað látið ráða þar til þeir ná sínu fram. ESB vill ekki orkupakkann í gegn hér á landi uppá punt, það liggur alltaf eitthvað undir þó óljóst sé í fyrstu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.11.2018 kl. 21:46

16 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Ólafur Þ. Harðarson segir að ef þriðja orkupakka Evrópusambandsins yrði hafnað á íslandi, þá gæti það sett EES samninginn í uppnám,  Það getur velverið rétt hjá honum og teldi ég gott að fá vita hvort svo sé.  Því að ef þetta er rétt, þá vitum við að það er ekki hentugt að vera í of nánu sambandi við nauðunga sambönd.     

Hrólfur Þ Hraundal, 19.11.2018 kl. 22:34

17 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hárrétt Hrólfur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.11.2018 kl. 22:47

18 Smámynd: Ívar Pálsson

Hér eru nokkrar nánari útlistanir á reglunum fyrir Guðmund ofl.: 

https://heimssyn.blog.is/blog/heimssyn/entry/2225953/

Ívar Pálsson, 20.11.2018 kl. 00:00

19 Smámynd: Ívar Pálsson

Bjarni Jónsson rafmagnsverkfræðingur fer vel yfir þessi mál hér: 

https://bjarnijonsson.blog.is/blog/bjarnijonsson/entry/2225837/

Ívar Pálsson, 20.11.2018 kl. 09:23

20 Smámynd: Benedikt V. Warén

Halló...!?.  Hvar er Guðundur Ásgeirsson með öll svörin???

Benedikt V. Warén, 20.11.2018 kl. 11:26

21 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ef menn (konur) óttast að ef þriðja orkupakka ESB yrði hafnað á íslandi og að það gæti sett EES samninginn í uppnám, er ekki um samning hjá EES að ræða, - heldur tilskipun. 

Slík vinnubrögð eigum við ekki að líða, þegar stöðugt er verið að hamra á samvinnu og samkomulagi, sem eru innantóm orð að hálfu ESB.  Þetta ber allt að sama brunninum, ESB er með stöðugan yfirgang og hótanir, sem eru gjörsamlega óþolandi. 

Gefum frat í slík vinnubrögð og höfnum þeim.

Benedikt V. Warén, 20.11.2018 kl. 11:32

22 Smámynd: Helgi Rúnar Jónsson

Ekkert er um einkavæðingu orkufyrirtækja í 3. orkupakkanum frekar en þar er ekki orð um skyldu Íslendinga til að leggja eða taka á móti sæstreng.

Umræðurnar um 3. orkupakkann taka sífellt á sig nýjan svip. Nú stendur það framarlega að með honum sé lagður grunnur að einkavæðingu Landsvirkjunar.

Ekkert er um einkavæðingu orkufyrirtækja í 3. orkupakkanum frekar en þar er ekki orð um skyldu Íslendinga til að leggja eða taka á móti sæstreng.

Björn Bjarnason

Helgi Rúnar Jónsson, 20.11.2018 kl. 13:51

23 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ef orkupakkinn hefur ekkert að segja fyrir okkur, engar kvaðir og né heldur að hafa nokkurn tilgang fyrir okkur, af hverju er þá þetta offors?? af hverju þessi þýstingur á að taka upp þennan ólánspakka????

Það liggur greinilega eitthvað undir sem ekki má koma í ljós fyrr en um seinan fyrir okkur.

Tómas Ibsen Halldórsson, 20.11.2018 kl. 16:22

24 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Helgi Rúnar, Þótt ekkert standi um einkavæðingu orkufyrirtækja í 3.orku pakkanum,frekar en skyldur Íslendinga að leggja eða taka á móti sæstreng,-fylgir það af augljósum ástæöum ekki þessari þunnu "spægipylsusneið"; Ennþá er eftir af henni því tilgangur ESB er að innbyrða hana upp til agna. Yfirþjóðlega valdið bíður síns tíma og upplýsir í næstu tilskipun að sú þunna sé einskis virði án annarar og gerir Íslendinga ábyrga fyrir því.

"Hvað hélduð þið bjálfar að við sendum jóla pakka með engu í? 

Guði sé lof að við eigum skarpgáfaða þjóðholla vakandi menn sem láta sig allt varða sem kemur frá Esb,þar eiga Norðmenn líka hlut að máli að vara okkur viö. 
 

 

Helga Kristjánsdóttir, 21.11.2018 kl. 02:42

25 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Acer er Svarti- Péturinn sem bíður í bakgrunninum. 

Ragnhildur Kolka, 21.11.2018 kl. 09:21

26 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er engu líkara en að menn átti sig ekki á því, að Íslandi ber á engan hátt skyldu til að innleiða þriðju orkutilskipun ESB hér á landi. Við erum í fullum rétt til að hafna þeirri tilskipun líkt og Norðmenn gerðu er þeir höfnuðu innleiðingu þriðju pósttilskipunar ESB skv. EES samningnum árið 2013 eins og kemur skýrt fram í frumvapi Alþingis til nýrra póstlaga. Þeir settu þá stjórnskipulegan fyrirvar við málið sem og Íslendingar og hafði það engin áhrif á EES samninginn.
sjá nánar hér:
https://samradsgatt.island.is/Skrar/$Cases/GetCaseFile/?id=%7B3bc2c447-326a-e811-9445-005056850474%7D

Júlíus Valsson, 21.11.2018 kl. 15:17

27 Smámynd: Merry

Nei - það skal ekki gerast. Að eiga við ESB í hvað sem er mun aðeins verða slæmt fyrir Íslendinga. Þeir vilja bara hluti af verðmæti - eins og kraftur og fiskur.

Merry, 21.11.2018 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband