Suðaustan þvæla

Frá ESB í Brussel berst reglulega tormelt þvæla, með orðalagi og tilvísunum vísvitandi í hring, sem aldrei yrði samþykkt sem lög á Íslandi ef skýrt væri að orðum kveðið. Þessi texti ESB- tilskipunar yrði t.d. aldrei samþykktur hér:

Viraflaekja1.gr. ESB fer með yfirstjórn orkumála á ESB/EES- svæðinu í gegn um stofnanir sínar. 2. gr. Orkuverð á EES/ESB svæðinu öllu skal vera samræmt og refsingum beitt ef því er ekki fylgt. 3.gr. Dómstólar ESB/EES hafa úrskurðarvaldið í orkumálefnum svæðisins. 

Ofangreindur texti kemst ekki á blað í ESB af því að hann er skýr og afdráttarlaus. Þess í stað er Ragnar Reykás fenginn í að semja texta sem segir það sama, en þvælir málefninu svo algerlega að öruggt er að Pírati á Alþingi eigi aldrei möguleika á því að skilja efnið, jafnvel þótt hann læsi það til enda.

Samþykkt og upptaka Þriðju orkutilskipunar ESB á Alþingi opnar greiða leið að auðlind okkar með hreinum þvælingi.

 


mbl.is Vill vísa orkupakkanum til þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þakka þér Ívar. Þetta kallast að skilja hismið frá kjarnanum. Píratar ættu að gera þig að heiðursfélaga.

Ragnhildur Kolka, 26.3.2019 kl. 12:11

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Minni á ályktun Landsfundar Sjálfstæðisflokksins frá mars 2018, sem samþykkt var einróma:

"Sjálfstæðisflokkurinn hafnar frekara framsali á yfirráðum yfir íslenskum orkumarkaði til stofnana Evrópusambandsins."

Nú reyna ráðamenn að deila og drottna. Mun það takast?

https://xd.is/malefnin/atvinnuvegir/

Júlíus Valsson, 26.3.2019 kl. 14:05

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Góður Ivar!Táknræn myndin af ljósaperunni sem víraflækjan flytur orkuna til,eða þannig les ég það. Iðnaðarráðherra skilur ekkert í því sem Inga Sæland spyr um,þegar hún leggur til að þjóðin verði spurð hvort hún vilji tengjast orkumálamarkaði ESB...Man ráðherra ekki eftir einróma Samþykkt Landsfundar Sjálfstæðisflokksins 2018. 

Helga Kristjánsdóttir, 26.3.2019 kl. 20:27

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Tveir af þremur flokkum, í núverandi ríkisstjórn, hafa á síðustu landsfundum sínum ályktað sem svo að ekki skuli gefin tomma eftir í sjálfsákvörðunarrétti Íslensku þjóðarinnar um meðferð orku sinnar. Orku sem beisluð hefur verið með skattfé og gjöldum á hvert mannsbarn, nú hartnær sem nemur mannsaldri. Þrír af þremur flokkum núverandi ríkisstjórnar gefa skít í grasrót sína, landsfundi og hvað nú sem í helvítis helvíti þetta heitir nú allt saman og beygja af leið, Íslandi til ævarandi skaða. Hvað þessu pakki ( afsakaðu orðbragðið Ívar) gengur til með hegðun sinni, er með öllu óskiljanlegt. Það er engu líkara en þetta fólk hafi lent í einhverskonar þeytivindu, sem stýrt er frá brussel, með dyggri aðstoð hrægamma hérlendra, sem sjá í hyllingum hagnað af áframhaldandi ánýðslu á samborgurum sínum. Kata gefur "high five" og er slummuð á kjammann út í hafsauga í brussel og allt í einu er fullveldisafsalið talið "piece of cake" hjá vinstri grænum.

 Kata smælar, bjarni b setur upp lonníettur, gulli jafnlaunatrúður þeytist um evrópu þvera og endilanga og dælir út fréttatilkynningum um mál sem lítið vægi hafa og kornung algerlega reynslulaus kona, með svo mörg nöfn að kjörtímabilið nægir ekki til að leggja þau á minnið, er gerð að allsherjarráðherra. WOW fullkomnar síðan "skúbbið" og orkupakkinn flýgur gegnum Alþingi, sem ALGERT hryðjuverk ríkisstjórnar, sem treystir á atkvæði stjórnarandstöðunnar! 

 Er hægt að leggjast neðar í pólitík og eiginhagsmunabrölti?

 Afsakaðu langlokuna Ívar, en góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 27.3.2019 kl. 02:26

5 Smámynd: Ívar Pálsson

 Takk, Ragnhildur. Einfaldleikinn er leiðin til sigurs í þessum graut.

Já, Júlíus, minna verður á landsfundarsamþykktina.

Takk, Helga. Iðnaðarráðherra ætti sannarlega að kíkja á samþykktina.

Sóma- langloka, Halldór Egill. Vekur til umhugsunar.

Enn hefur enginn sýnt fram á megintilganginn með þessu Þriðja orkutilskipunar- brölti. Enginn hagur fyrir Ísland, bara áhætta.

Ívar Pálsson, 27.3.2019 kl. 09:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband