Nú genguð þið of langt!

Brot-i-murveggLanglundargeð hins almenna Sjálfstæðismanns, sem heldur enn að Landsfundur endurspegli ríkjandi skoðanir innan flokksins er nú þrotið. Vitað var að varaformaðurinn aðhylltist Brusselska hætti eins og löng hefð er fyrir í því embætti.

Krosstrén svigna

En nú kastar tólfunum, þegar Guðlaugur Þór utanríkisráðherra, sverð Íslands og skjöldur, gengur fyrir þingmannaliðinu í sérstakri herferð gegn grunnskoðunum sem Sjálfstæðisflokkurinn byggir á. Allar leiðir liggja til Rómar (-sáttmálans) og við "einangrunarsinnar" setjum EES- samninginn í hættu, með því að samþykkja ekki nýjan viðauka við hann. Síðan hvenær hefur það talist réttir viðskiptahættir? Að fylgja milliríkjasamningi í áratugi í góðri trú, en að honum sé hætt þegar mótaðilinn krefst þess að nýr verulega íþyngjandi viðauki verði samþykktur, annars fari allt í bál og brand!

Traustið brást

Þessi nýja Orkupakka- herferð virðist til þjónkunar ESB- hluta flokksins sem enn var eftir við hreinsunina yfir í ESB- Viðreisn. ESB- hópurinn sá að Sjálfstæðisflokkurinn myndi ekki samþykkja aðild að ánauðinni og færði því áherslur sínar alfarið yfir á EES- samninginn, með fjölgun í Brussel "til þess að hafa áhrif " á lagasetninguna o.s.frv., þar eð Alþingi var hvort eð er orðið valdalaust að þeirra mati. Fjöldinn í flokknum hefur horft áhyggjufullur á þessa þróun, en horfir nú upp á þetta sem orðinn hlut. 

Yfir strikið

En þegar forysta flokksins lýsir talsmönnum sínum nokkurn veginn sem einangrunarsinnum og talar þess í stað um "skjaldborg" um erlenda samvinnu, þá er amk. mér öllum lokið. Þá get ég ekki annað en rifjað upp bardaga okkar gegn flokksforystunni í Icesave, því að samlíkingin er alger. Þar gengu ráðandi öflin fram í skjaldborg sinni gegn flokksmönnum og þjóðinni að til skammar reyndist og þurfti að lokum rammkommúnískan Forseta Íslands til þess að skera okkur niður úr þeirri snöru, þökk sé honum.

Enginn til bjargar

Núverandi forseti mun ekki hrófla við þessu fullveldisafsali, það er ljóst, hvorki lagalega né er það vilji hans. Þriðja orkutilskipun ESB verður stimpluð af Alþingi sem lög á Íslandi af því að helstu hliðverðirnir kusu að ganga í lið með andstæðingunum og gleyma því hverjir kusu þá. Því miður svíður fleiri en þau sem undir míga í þetta skiptið, okkur öll!

 


mbl.is Varaði við „erlendri einangrunarhyggju“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Mikið rétt Ívar. Forusta Sjálfstæðisflokksins er að ganga frá flokknum dauðum. Ég er hættur að kjósa þennan flokk þó svo ég hafi verið dyggur stuðningsmaður hans frá unglingsaldri.

Tómas Ibsen Halldórsson, 25.4.2019 kl. 19:46

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ívari stendur ennþá til boða að taka við utanríkismálunum

hjá KRISTILEGA MIÐJUFLOKKNUM.

Það er eins gott að kjósa rétt.

Jón Þórhallsson, 25.4.2019 kl. 22:27

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Orð í tíma töluð Ívar. Þú lýsir vel skelfilegu ástandi, sem enginn sér fyrir endann á. Hvert geta menn flúið?

Júlíus Valsson, 25.4.2019 kl. 23:45

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

"Fram fram aldrei að víkja" 

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2019 kl. 05:04

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hárrétt greining Ívar. Öllu hefur verið snúið á hvolf í flokknum og syndajátningar þingmanna undanfarið benda til að menn séu að brenna allar brýr að baki sér. Þá vitum við það.

Ragnhildur Kolka, 26.4.2019 kl. 10:58

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir hvatningarorðin, öllsömul. En þessu flutningaskipi á fleygiferð verður ekki snúið við á punktinum. Frestur er eina vonin, eins og þetta er komið.

Ívar Pálsson, 26.4.2019 kl. 21:36

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Svo við líkjum þessu við umfjöllun Landsfunda XD um aðildarumsóknina að ESB:

1. Landsfundur eftir ESB umsókn: Einingis HLÉ á viðræðum.

2. Landsfundur eftir ESB umsókn: Einingis HÆTT skuli á viðræðum.

3. Landsfundur eftir ESB umsókn: Einingis SLITIÐ viðræðum.

En aðildarumsóknin fékkst aðdrei dregin til baka!

Ívar Pálsson, 26.4.2019 kl. 21:42

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Hætt skuli viðræðum átti þetta að vera.

Ívar Pálsson, 26.4.2019 kl. 21:43

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Einungis!!! (Copy- paste- draugur)

Ívar Pálsson, 26.4.2019 kl. 21:45

10 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég vona að þau í forystunni séu ekki þeir einfeldningar að átta sig ekki á því sem fram fer í flokknum þó ÞKRG sé sannfærð um að hún eigi að leiða skoðanir flokksmanna.

Má minna á  Icesave, Marrakesh, prófkjörið í Kraganum  og nú þetta í því sambandi?.

Hvað hugsar þessi vaska forystusveit um Sjálfstæðisflokkinn?

Hvaða fylgi á hann að fá í næstu kosningum?

Ég hef séð hvernig Áslaug Arna, Unnur Brá og Jónas Þórir fundarstjóri geta hugsað á góðum stundum á Landsfundi. Þau eru mun  stærri en samanlagður flokkurinn ef svo ber undir.

Nú bætast Gulli utanríkis og Björn Bjarna í lið Þorsteins Pálssonar og Þorgerðar Katrínar. Og Óli Björn og Brynjar þegja þunnu hljóði eða skrifa  málskrúð um einhverja  grunnheimspeki  að maður tali né ekki um einhverja aðra minni spámenn. 

Sigurður Sigurbjörnsson formaður i Kopavogi kann þetta alveg. Hann segir mönnum bara einfaldlega að þegja ef honum líkar ekki ræðan og tekur af þeim orðið .

Svona á að stjórna af ábyrgð og festu. .  

O tempora, O mores!.                 

En samt er hægt að spyrja í ljósi framansagðs : 

"How stupid can you get?

Halldór Jónsson, 6.5.2019 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband