Stjórnin sveik kjósendur sína

Orkupakki3-flokkarHví fóstrar ríkisstjórnin andstæðinga sína, en svíkur vilja kjósenda sinna í orkupakkamálinu, sem viðhorfskönnun MMR í byrjun maí sýnir skýra andstöðu þeirra við málið?

Kjósendur VG og Framsóknarflokksins standa amk. tveir á móti einum gegn samþykkt Þriðju orkutilskipunar ESB. Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru að sama skapi 90% fleiri á móti heldur en fylgjandi orkupakkanum.

Samfylkingarnar, Samfylking og Viðreisn fylgja ESB- orkupakkanum alla leið til Brussel: Kjósendur Samfylkingar yfir 4 á móti einum og Viðreisnar 2,5 á móti einum. Meira afgerandi getur það varla verið. Því er óskiljanlegt af hverju ríkisstjórnin fóstrar þessa nöðru við brjóst sér eins og Róm gerði forðum.

Hver og einn kjósandi Miðflokksins (100%) stendur gegn Orkupakkanum skv. þessum niðurstöðum MMR.

Sjálfstæðisflokkurinn hunsaði ekki aðeins vilja kjósenda sinna, heldur réðst að grasrót sinni með offorsi, á meðan formaðurinn dró sig algerlega úr þeim bardaga vegna fyrri yfirlýsinga um andstöðu við orkupakkann. Þar að auki er látið eins og aldur kjósendanna hafi einhvert með þetta að gera, en svo er ekki: jafnvel niðurstaðan yfir allt (þmt. Samfó- flokkarnir) er sú að 18-29 ára eru 47% fleiri á móti Orkupakkanum en fylgjandi honum.

Ef stjórnarflokkarnir eru ákveðnir í að fylgja þessu Hara-Kiri áfram allt til loka, þá verða þeir að horfast í augu við afleiðingar þess. En undirliggjandi ástæða þessarar aðgerðar er flestum hulin og lýsi ég hér með eftir henni.

 

 

 

 


mbl.is Menn hafi hugsað sinn gang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ef grípa á í hálmstráið þá er eins gott að það haldi. Unga fólkið lætur ekki nota sig til slíks.

Ragnhildur Kolka, 11.6.2019 kl. 11:27

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

MMR, 10.5.2019:

Tæplega helmingur (49%) stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna þriggja (Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna) kvaðst andvígur þriðja orkupakkanum. cool

En af stuðningsfólki stjórnarandstöðuflokkanna Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar kváðust 59% fylgjandi orkupakkanum.

Tæplega helmingur (49%) er minnihluti en ekki meirihluti. cool

Miðflokkurinn er þrátt fyrir nafnið öfgahægriflokkur sem enginn stjórnmálaflokkur á Alþingi vill mynda ríkisstjórn með, ekki einu sinni Flokkur fólksins, sem fáir styðja núna og mun að öllum líkindum ekki fá mann kjörinn í næstu alþingiskosningum.

Og á Alþingi eru einungis Miðflokkurinn og Flokkur fólksins á móti orkupakkanum. cool

Þorsteinn Briem, 11.6.2019 kl. 12:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.8.2015:

"Samkvæmt skoðanakönnun Gallup er helmingur landsmanna, 50,1%, andvígur aðild Íslands að Evrópusambandinu. cool

Fylgjendur aðildar eru 34,2% en 15,6% segjast hvorki vera fylgjandi né andvígir inngöngu í sambandið."

Skoðanakannanir um aðild Íslands að Evrópusambandinu eru lítils virði þegar samningur um aðildina liggur ekki fyrir.

Tugþúsundir Íslendinga hafa ekki tekið afstöðu til aðildarinnar og aðrar tugþúsundir geta að sjálfsögðu skipt um skoðun í málinu.

Fólk tekur afstöðu til aðildarinnar fyrst og fremst út frá eigin hagsmunum, til að mynda afnámi verðtryggingar, mun lægri vöxtum og lækkuðu verði á mat- og drykkjarvörum með afnámi allra tolla á vörum frá Evrópusambandsríkjunum.

Og harla ólíklegt að meirihluti Íslendinga láti taka frá sér allar þessar kjarabætur. cool

Þorsteinn Briem, 11.6.2019 kl. 12:22

5 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Það er vægast sagt mjög  villandi, Steini Briem,  hvernig  þú matreiiðir upplýsingarnar úr viðhorfskönnuninni (25.05.2019) sem þú vísar til  með því að sleppa seinnihluta setningar.

Þú skrifar:

Tæplega helmingur (49%) stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna þriggja (Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna) kvaðst andvígur þriðja orkupakkanum.

 

En þú hefðir átt að bæta við:  en 27% fylgjandi.

 

Setningin lítur þá svona út:

Tæplega helmingur (49%) stuðningsmanna ríkisstjórnarflokkanna þriggja (Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna) kvaðst andvígur þriðja orkupakkanum en 27% fylgjandi.

 

Sjjá nánar:

https://mmr.is/frettir/birtar-nieurstoeeur/767

Daníel Sigurðsson, 11.6.2019 kl. 17:34

6 Smámynd: Daníel Sigurðsson

Viðhorfskönnuninni frá 10.05.2019 en ekki 25.05.2019 átti þetta að vera hjá mér 

Daníel Sigurðsson, 11.6.2019 kl. 17:42

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Gaukshreiður er sennilega réttnefni á núverandi ríkisstjórnarsamstarfi. Hvers egg reynist eitrað, allt of stórt og óalandi kemur fljótt í ljós. Mjög fljótt.

 Furðulegt er að lesa skrif þeirra sem sjá vilja hér allt komið undir ægivaldi erlendra afla. Jafnvel rústa flestöllum atvinnuvegum þjóðarinnar, því þá verði mjólkin ódýrari í Bónus, eða lánin ekki eins erfið. Aumingjavæl fullveldisafsalssinna gegnsýrir umræðuna. Vonandi hafa þeir betur sem brjótast vilja undan þessu oki og halda okkar stöðu, sem fullvalda þjóðar.

 Ráðandi öllum okkar málum, en ekki stjórnað og ofurseld viðbjóðslegri embættismannaelítu, sem enginn kaus. Elítu sem hugnast allt að þúsund reglugerðum á dag! Reglugerðum sem hafa þann tilgang einan að erfiða lífsbaráttu venjulegs fólks, en jafnframt tryggja að embættismennirnir haldi velli um ókomin ár.

 Stjórnin hefur svikið kjósendur sína. Um það ætti enginn að velkjast í vafa um. Sem Sjálfstæðismaðu, fyrirlít ég forystu hans í dag. Þar fara eymingjar með veggjum, í aumkunnarverðri undirlægju við erlend öfl og hagsmuni sjálfra sín.

 Þakka góðan pistil.

 Goðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.6.2019 kl. 23:02

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Þorsteinn Briem, þú reynir vísvitandi að villa um fyrir fólki með þessum prósentutölum, eins og Daníel bendir hér á. Með og á móti er það sem máli skiptir. Þinn flokkur, Samfylkingin er alfarið með inngöngu í ESB og orkupakkinn er draumurinn. Smellti á myndina sem fylgir til þess að fá tölurnar.

Ívar Pálsson, 12.6.2019 kl. 00:13

9 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já, já. þar sem þú ert hámenntaður viðskiptafræðingur sem grúskar í flestu, þá ættir þú að vita að sá sem hefur þann fókus, afkastar hann yfirleitt litlu og hugsunin verður grunn. Eins og að þú veist eru stjórnarflokkarnir þrír og nokkuð ólíkir og með mismunandi stefnu. Þeir sem flokkar taka oft ákvörðun um mál, í ljósi skoðana þingmanna þar sem ákvarðanir er teknar. Hver einstaklingur tekur síðan ákvörðun oft byggðar á þeim upplýsingum sem viðkomandi hefur. Margir eru nú ekki að velta ákveðnum málum mikið fyrir sér og taka bara ákvörðun út frá vilja flokksforystunnar. Aðrir taka ákvörðun út frá vel íhuguðu máli. Þá eru menn oft að hluta til sammála einhverri niðurstöðu og að hluta til ekki. Þetta er því ekki auðvelt að setja upp í excel töflu, ég byrjaði reyndar á multiplan, sem var forveri exel. Við sem vinnum með slík tæki þurfum að átta okkur á því að exel getur hugsanlega leyst að hluta málefni sem við notum vinstra heilahvel okkar til ná lausn á. Til þess að leggja saman ákveðnar tölur til þess að fá fram ákveðna niðurstöðu. Ef hins vegar hægra heilahvelið er virkt, sem er hjá stórum hluta þjóðarinnar tekur tilfinningaþátturinn við. Menn skyldu ekki vanmeta hann. Þá verður þetta allt saman miklu flóknara. Þannig að þegar kemur að því að útskýra fyrir börnum þínum dæmin um býfluguna og blómin, þá er excel taflan afar óhentugt tæki. Börnin þín gætu misst allt álit á þér ef þú notar excel töfluna í því tilfelli. Þar sem háskólar landsins hafa útskrifað mikinn fjölda viðskiptafræðinga sem flestir eru að einbeita sér að verkefnum sem þeir ráða við út frá hæfileikum sínum, en eru ekki að gutla í öllu, þá gætu þeir orðið miður sín þegar kollegi þeirra ætlar að nota excel töltu til þess að fá út hvernig alþingismenn meta hvort þeir styðji þriðja orkupakkann eða ekki. Það er alveg nóg að sumt fólk heldur því fram að viðskiptafræðingar séu frekar illa gefnir, þó að einstaka menn eins og þú, fari ekki að nota svona tæki á svið sem tækin eiga ekki við. Það bætir bara á niðurlæginguna og gefur almenningi tilefni að draga þá ályktun að a.m.k. sumir viðskiptafræðingar séu afskaplega grunnhyggnir.

Sigurður Þorsteinsson, 12.6.2019 kl. 10:44

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Glóbalistinn og kaldastríðshaukurinn Björn Bjarnason ræður greinilega öllu á þessum bæ og hefur tekist að breyta honum í krataflokk.

Ég hef sagt mig úr þessum flokki. Maður kýs varla flokk þar sem nafnið er í algerri þversögn við markmið og stefnu. R.I.P. Þú flokkur sem ég hef fylgt í fjörutíu ár. Það er orðið fátt um fína drætti í Íslenskri pólitík, þar sem fátt eða ekkert er í samræmi við vilja fólksins. Eiginlega sama "lýræði" og hjá ESB.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.6.2019 kl. 16:00

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakaðu, Sigurður, þessi 366 orð þín fóru inn og út um minn grunnhyggna koll. Ég notaði nú bara vasareikni og kollinn til þess að sjá með/á móti niðurstöður MMR, ekki Multiplan eins og forðum. Hvernig er hægt að tilfinningavæða það skil ég ekki.  Efnisatriðin eru skýr: Þeir kjósendur stjórnarflokkanna sem taka afstöðu eru afgerandi á móti Þriðja orkupakkanum, hvað þá aðild að ESB. En Viðreisn og Samfylking eru alveg í hina áttina.

Halldór Guðni og Jón Steinar, því miður er ég sammála, þetta eru mikil vonbrigði.

Ívar Pálsson, 12.6.2019 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband