86% fleiri vilja flugvöllinn í friði

RVK flugvollur 2019Ný könnun Zenter fyrir Fréttablaðið sýnir afgerandi stuðning fólks við áframhaldandi starfsemi Reykjavíkurflugvallar. Af þeim sem tóku afstöðu eru 65,1% andvígir "flutningi" hans en 34,9% með því að hann fari. Því eru rúm 86% fleiri hlynntir veru flugvallarins en þeir sem vilja leggja hann niður. 

Skýrum niðurstöðum snúið við

Halda mætti að erfitt sé að snúa út úr þessum einföldu niðurstöðum. Þó tekst Fréttablaðinu það í dag með dæmigerðri falsfrétt á forsíðu blaðsins, þar sem skífurit sýnir gagnstæða niðurstöðu. Síðan er talað við Gísla Martein um furðukenningar hans um skipulagsmál og hann nefnir að yngsti hópurinn vilji völlinn burt, þegar raunin er að þeim einum sem hópi er alveg sama: innan skekkjumarka, þriðjungur með, um þriðjungur á móti og sá síðasti er hlutlaus.

Fólk vill ekki völlinn burt

Þrátt fyrir að þessi stuðningur við veru Reykjavíkurflugvallar sé ítrekaður í hverri könnuninni af annarri árum saman er tíma og peningum okkar sóað án afláts í rannsóknir og eilífðarumræður, í stað þess að laga aðalskipulag Reykjavíkur strax að þeirri staðreynd að völlurinn er kominn til þess að vera, sama hvað Samfylkingarfólki í miðbænum finnst um það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins. cool

20.3.2001:

kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

Þorsteinn Briem, 1.7.2019 kl. 09:45

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar Ragnarsson segir að ekkert sé að marka kosningarnar í mars 2001 um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu, þar sem þessar kosningar séu ekki nýlegar.

Skipulag á flugvallarsvæðinu er að sjálfsögðu gert til langs tíma en ekki til nokkurra ára og fimm borgarstjórnarkosningar hafa farið fram hér í Reykjavík á þessu tímabili. cool

Meirihluti borgarfulltrúa hefur allan tímann viljað að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu og þetta mál er stærsta málið í öllum  þessum borgarstjórnarkosningum. cool

Þar af leiðandi hefur að sjálfsögðu verið kosið um flugvallarmálið í öllum kosningunum.

Sumir skoðanabræðra Ómars Ragnarssonar í þessu máli hafa reynt að tefja það að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu með löngum málaferlum, sem þeir hafa tapað en vilja að sjálfsögðu ekki sætta sig við það.

Og þá kemur að sjálfsögðu söngur þeirra um að langt sé liðið frá kosningunum um flugvöllinn.

Því meira sem þeir tefji málið því betra að þeirra dómi, því þá sé lengra liðið frá sérstökum kosningum um málið.

Þorsteinn Briem, 1.7.2019 kl. 09:48

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki ætti að vera til betri skoðanakönnun um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu en þessi undirskriftasöfnun með öllum sínum auglýsingum: cool

Undirskriftir á öllu landinu árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá í alþingiskosningunum árið 2009. cool

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins." cool

Þorsteinn Briem, 1.7.2019 kl. 09:50

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.10.2013:

"Í framhaldi af undirritun meðfylgjandi samkomulags milli ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group munu ríki og Reykjavíkurborg vinna í samræmi við áður undirritaða samninga. cool

Undirbúningur eftirfarandi verkefna mun þegar hefjast:"

"... ii) Aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir flugvallarsvæðið og tilkynnt verði um lokun NA/SV-brautarinnar samhliða auglýsingu þess, síðar á þessu ári [2013]. ..."

"iii) ... Óháð öðrum verkþáttum sem í samkomulaginu felast munu innanríkisráðuneytið og Isavia hafa forgöngu um að kennslu- og einkaflugi verði fundinn nýr staður í nágrenni borgarinnar í samræmi við áður gefin fyrirheit vegna endurbyggingar vallarins um síðustu aldamót og skal stefnt að því að framkvæmdir verði hafnar eins fljótt og verða má."

Samkomulag ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group um sameiginlega athugun á flugvallarkostum (svokölluð Rögnunefnd)

Þorsteinn Briem, 1.7.2019 kl. 09:51

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti Vatnsmýrarsvæðisins er í eigu Reykjavíkurborgar og einkaaðila, til að mynda nær allt landið undir norður-suður flugbrautinni. cool

Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

Og eignarnám ríkisins á þessu landi hefði enga þýðingu fyrir ríkið, þar sem Reykjavíkurborg fer með skipulagsvaldið í Reykjavík en ekki ríkið. cool

Harla einkennilegt að heimta þjóðaratkvæðagreiðslu um hvað eigi að vera á landi Reykjavíkurborgar.

Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar yrðu reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Einnig hvort skógur yrði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

En að sjálfsögðu þykjast öfgahægrikarlar í Kópavogi geta ráðið því hvað gert er í Reykjavík. cool

Þorsteinn Briem, 1.7.2019 kl. 09:53

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Þorsteinn, þessi átján ára rafræna kosning sem þú vitnar í sýnir álit smáprósentu Íslendinga og það fyrir löngu. Á þeim árum voru meir að segja margir sem voru hlynntir ESB- "samningum". Álit fólks í dag er skýrt, horfist í augu við það.

Ívar Pálsson, 1.7.2019 kl. 09:58

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið um 80% verðbólga hér á Íslandi. cool

Þorsteinn Briem, 1.7.2019 kl. 10:03

8 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

slóð

Reykjavíkurflugvöllur, upprifjun

10.11.2014 | 07:28

 

Reykjavíkurflugvöllur

Upprifjun.

Mikill minnihluti Reykvíkinga samþykkti að flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni.

ooo

Það mættu aðeins 18,35 %,      það er 14.913     kjósendur,

sem vildu flugvöllinn burt, af 81.258  kjósendum. 

 

ooo

Einnig mættu aðeins, 14.529 af þeim sem vildu hafa Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýrinni.

ooo

„Það munaði aðeins 384 atkvæðum“

 

ooo

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti fyrir kosningar,

að þær yrðu ekki bindandi nema,

að þrír fjórðu á kjörskrá í Reykjavík

greiddu atkvæði.

 

ooo

Þetta leiddi til þess að upp kom sú hugmynd að best væri að hunsa kosninguna,

en þegar í ljós kom,

að borgarstjórnin fór ekki eftir þessari samþykkt,

var ljóst,

það að kjósa ekki,

voru mikil mistök.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1310267/

Egilsstaðir, 02.07.2019  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 2.7.2019 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband