Augljós eftirgjöf fyrir regluveldinu

UndirThrystingiIllt er að horfa upp á hvert vígi Íslands af öðru falla gagnvart Evrópusambandinu, einmitt þegar þörf er á því að standa í sjálfstæðar lappirnar. Það er þó ekki reynt að láta ákvörðun um ferðabann og lokun lands líta út sem ákvarðanir íslensku ráðherrana, heldur viðurkennt:

MBL.is: "...við eig­um óhægt um vik að skor­ast und­an því,“ seg­ir Áslaug Arna í sam­tali við mbl.is og bæt­ir við sam­starf Evr­ópu­ríkja sé mik­il­vægt.

"...höf­um því beðið um að sér­stakt til­lit verði tekið til okk­ar þegar við sjá­um fyr­ir að við vilj­um fara aflétta þess­ari lok­un“.

Þannig að ESB ákveður bæði hvenær landinu verður lokað og opnað aftur. Þetta komu sem "tilmæli" ESB til Íslands, þannig að okkur var í lófa lagið að ákveða annað út af sérstöðu okkar. Þessi staða er orðin aumkunarverð.

Segjum okkur strax úr Schengen!


mbl.is Ísland tekur þátt í ferðabanni ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Undirlægjuhátturinn gagnvart ESB er algjörlega með ólíkindum og sýnir okkur að það er löngu kominn tími til að segja upp EES-samningnum og Schengen og losa okkur endanlega undan ánauð ESB......

Jóhann Elíasson, 20.3.2020 kl. 17:18

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Hvað er betra en alheimsfaraldur, til að hylja undirlægjuna? Undir þeim faraldri ætti almenningur að fylgjast virkilega vel með gjörðum pólitíkusanna og þeirra, sem mest eiga fjármagnið og eignast nú hvert fyrirtækið af öðru í kaosinu og fallandi gengi á fáránlegum fjármálamörkuðum, sem engu hafa skilað mannkyni öðru en eymd og volæði gegnum tíðina. Nú er lag að leggja niður kauphallir, en svo mun sennilega aldrei verða.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 20.3.2020 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband