Veiran er lokakafli Schengen

LandamaeriTyrklandsLoksins kom að því: þáttaka Íslands í Schengen- samstarfinu opinberast sem algjör tímaskekkja, þar sem ákvarðanir okkar um landamærin á krísutímum verða að byggjast á fullveldi þjóðarinnar. Ítrekað reynir á sjálfstæði okkar, þegar Evrópusambandið reynir að bjarga við glataða draumnum um frjálst flæði fólks um Evrópu með miðstýringu og ólýðræðislegum ákvörðunum, sem miðast alls ekkert við þarfir íslensku þjóðarinnar.

Landamæri endurvakin

Lönd ESB hafa þurft að styrkja landamæri sín hvert af öðru síðustu árin vegna ótæps flæðis hælisleitenda. Leiðtogar hafa látið eins og þetta verði tímabundið, þar sem ákvörðunin samræmist ekki reglum ESB, en ljóst er að girðingarnar verða ekki teknar niður, þar sem ærin ástæða er til þess að hafa almennilega stjórn á hverjum landamærum fyrir sig, eigi þjóðin að geta ráðið öllum sínum málum. ESB beitir sum þau lönd refsingum sem styrkja landamæri sín, eins og Ungverjaland. Löngu er orðið ljóst að Ísland (í Schengen) á ekki að hafa landamæri sín við strönd Norður- Afríku eða að Tyrklandi, sem hleypti allt að 25 þúsund manns á dag inn á Schengen svæðið nýlega, með beinan aðgang til Íslands ef vill. Það bætist við þau 100 þúsund manns sem talið er að komist ólöglega inn á svæðið á ári. Milljónir manna bíða í suður- og austurjaðri Evrópu að komast inn í dýrðina.

Veiran krefst aðgerða

Svo kom Covid-19 veiran, sem sýnir enn betur að við Schengen verður ekki lengur búið hér á landi. Hver þjóð lokar sínum landamærum, ESB er ósátt við það og vill okkur inni í þeirra sjálfskapaða fangelsi. Sem betur fer samþykkjum við ekki þá aðgerð, en fulltæpt er að treysta því að hver stjórn standi í lappirnar með hverjum Schengen- yfirganginum af öðrum. Staða okkar er einstök hér í Atlantshafinu og við eigum að njóta hennar eins og Feneyjar í veraldarsögunni forðum, með samskipti og viðskipti á fullu, sem viðhalda flæði og friði.

Suður- Evrópa riðlast

Ítalskt samfélag riðar til falls vegna veirunnar, bankakerfisins, atvinnuleysis og innflæðis hælisleitenda á ferð. Óeirðir á Ítalíu, Grikklandi og í Frakklandi verða æ  líklegri innan 2-3 mánaða vegna aðstæðnanna sem skapast hafa. Best er að koma sér út úr Schengen strax, til þess að gæta þjóðarinnar og nýta hver þau tækifæri sem komið gætu upp í samskiptum við allar þjóðir heimsins, ekki einungis ESB- klúbbsins, sem liðast nú í sundur.


mbl.is Fýsilegasti kosturinn fyrir okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Spurning hvort við getum gert okkar eigin áhættumat án þess að fá það vacumpakkað frá ESB.

þórólfur sgir að þetta gangi sér til húðar þegar 60% landsmanna hafa gengið í gegnum þetta. 180.000-. Undan því er víst ekki flúið. Setja landið á hausinn því 0.001% þjóðarinnar er á spítala vegna flensunnar, worst case scenario. 80% fá litil sem engin einkenni svo talan er tæplega ógnvekjandi. Samkvæmt núverandi hlutfalli (2%) þeirra sem þurfa innlögn þá þurfa 3.500 læknishjálp ef illa fer. Ef þetta gerðis allt á einni viku í stað áætlaðra 9 mánaða, þá þyrftu 3.500 manns læknishjálp. Það er metið svo óyfirstíganlegt að rétt þykir að bera eld að efnahagslifi þjóðarinnar.

spurning hvort aðgerðirnar drepi fleiri og rústi lífi fleiri en sóttin svakalega.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.3.2020 kl. 18:14

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó ívar fyrir þessi glöggu orð

 Best er að koma sér út úr Schengen strax, til þess að gæta þjóðarinnar og nýta hver þau tækifæri sem komið gætu upp í samskiptum við allar þjóðir heimsins, ekki einungis ESB- klúbbsins, sem liðast nú í sundur.

Halldór Jónsson, 18.3.2020 kl. 18:33

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Jón Steinar, engin spurning að við sem þjóð erum fullfær um að meta eigin áhættu og ákveða aðgerðir í framhaldi af því. Kári sýnir að 1% er með þetta núna (fyrir utan þá sem eru með einkenni og mega því ekki fara til hans). Ef hægt er að halda þeirri tölu svo lágri fram á sumar, þá er björninn hálf- unninn, þar sem lausnir verða æ líklegri með tímanum. 

Dóttir mín (25) hefur veiruna og virðist vera í þeim 15% sem fá þetta illa. Sú upplifun er ekki auðveld og við hjónin í sóttkví vildum gjarnan forðast að fá veiruna, þótt manni hafi þótt lógískara fyrst að fá hana sem fyrst. En á meðan tölurnar eru þetta lágar borgar sig að hefta hana. Þó finnst mér fáránlegt að loka fyrir allt streymi, það gengur ekki upp.

Takk, Halldór, við verðum að koma okkur út úr Schengen áður en það gengur af okkur dauðum. Nú liggur lífið við.

Ívar Pálsson, 19.3.2020 kl. 01:01

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Flensan að sögn er óhjákvæmileg og hittir fólk misjafnlega en þessar aðgerðir fækka ekki þeim sem fá hana heldur hægir á smithraða. Svo er spurningin hvort menn eru að lækka kúrvuna eða fletja og fresta henni. Algert lockdown getur þessvegna verið skaðlegt og dregið þessi ósköp óþarflega á langinn. Þetta er eins og að sé betra að fá flensuna á morgun í stað þess að fá hana í dag. 

Eftir þessar hörðu aðgerðir í Kína eru þeir búnir að gefa þá hugmynd að þeir hafi komist fyrir þetta. Það mun valda því að það verður sprenging í þessu síðar með óstjórnanlegum hætti. Gef því mánuð. 60% a enn eftir að fa þetta til þess að þetta gangi sér til húðar og fjöldinn nái ónæmi. Þ.e. Ef bólusetning verður ekki skyndilega í boði strax á morgun.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2020 kl. 01:47

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Skrifað af FB en ég á von á að verða settur í tukthúsin af Árna Matt sem verst að svara hversvegna hann rak mig af mbl.is.  Gaman að fá svona góðar greinar og sjá kunnugleg nöfn frá langtíma blogg vinum og væri skemmtilegt ef menn sendi kópíu á FB. Ég er hundrað prósent sammála Ívari með Shengen og einmitt núna er mesta hættan að flóttamenn noti sér opin landamæri landamæri og jafnvel MoBorder fólkið okkar smali saman í Leiguflugvél beint frá Miðjarðahafinu.Það er vitað að þessir flóttamenn hafa sumir pening á bakvið sig og jafnvel Soros sjálfur sem er sjálfsagt útibú frá the Bilderbergs en þetta er það eins í stöðunni fyrir flóttamenn núna. Ég vona að þeg hafi rangt fyrir mér......       

Valdimar Samúelsson, 21.3.2020 kl. 19:15

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Afsaka aulavillurnar. 

Valdimar Samúelsson, 21.3.2020 kl. 19:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband