Veitur til vandræða

Kalt merkiHitaveitan í Reykjavík, sem er undir Veitum, er til vandræða og bregst núna er síst skyldi hjá þúsundum manna, sem hírast heima að verjast heimsplágu. Útihitastig við Reykjavíkurflugvöll er undir frostmarki, svo að búast má við verulegum vandræðum eftir þessa löngu nótt. 

Veitur eru búnar að vera slys, sem bíður eftir að eiga sér stað í þó nokkurn tíma. Við fengum forsmekk af þessu fyrir sl. jól, þegar uppsöfnuð vandræði Veitna komu vel í ljós. Sjá hér og hér. Ekki virðist það hafa dugað til þess að fyrirtækið kæmi með neyðarúrbætur og nú er því krísuástand. Hitinn er ekki kominn á þegar þetta er ritað að morgni. 

Kuldinn hjálpar veirunni. Nú hlýtur að verða tekið til hjá Veitum. VedurRvkFlugv2020-03-26

Við þetta bætist að dæling frárennslis hefur brugðist oft, með umhverfisslysum síðastliðin ár, af allskyns ástæðum. Núna eru þær blautklútar.


mbl.is Heitavatnslaust í Vesturbænum fram á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband