Vandræði breytast í krísu

Perlan-YoutubeNú reynir á Plan B hjá Veitum vegna heita vatnsins, sem þegar var í lágri stöðu vegna vandræðagangs, áður en óhappið átti sér stað. Afleiðingarnar eru því líkega verri en ella hefði orðið.

Þetta minnir á þá staðreynd, að flest flugslys verða vegna þess að viðvarandi slakt ástand er látið halda áfram, en síðan kemur óhapp sem verður að slysi fyrir vikið.

Hvert fer arðurinn?

Veitum er ekki vorkunn að standa í þessu núna. Viss heppni er að frostið skuli vera vægt. Hugurinn leitar til þess, hvert hagnaður af rekstri hitaveitu í Reykjavík hefur farið og þess til hvaða ráðstafana hefur verið gripið í varúðarskyni. Skiptir máli að tönkunum í Öskjuhlíð var breytt í ýmiss söfn? Var fjárfest í nægum dælustöðvum til þess að mæta aukinni notkun, uppbyggingu og þrýstingsfalli? Mig grunar ekki og að Dagur & Co hafi notað hagnaðinn í að fegra óendanlega skuldasöfnun þeirra í Reykjavíkurborg. 

En sjáum til hver sannleikurinn er um hvíta sykurinn.


mbl.is Heitavatnslaust í Vesturbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Og gleymum svo ekki að nú þarf að byggja aftur dýrasta skrifstofuhúsnæði landsins vegna leka. Og það aðeins 15 árum eftir að það var byggt síðast. Þessir lekar eru okkur skattgreiðendum dýrir.

Ragnhildur Kolka, 21.12.2019 kl. 20:00

2 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Tæring í röri, Degi að kenna?

Tryggvi L. Skjaldarson, 22.12.2019 kl. 08:39

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Tæring í röri er óhappið, en mikil truflun er afleiðing ástandsins, sem ég lýsti áður en óhappið átti sér stað. Nú kom síðan í ljós, að fjárfestingum hafði verið frestað.

Ívar Pálsson, 22.12.2019 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband