Botnlangi Dags fjórföldun Skerjafjarðar

JardytaSkuldaævintýraæði Dags & Co í Reykjavíkurborg færist nú á nýtt stig, þar sem til stendur að troða 3000 manna byggð í aflokaðan flugvallarkrikann. Sá Ísafjörður ídealistanna, með allt sitt bílastæðaleysi, þröngar götur og fimm hæða skuggavarpsblokkir á að rísa í óþökk þeirrar byggðar sem fyrir er og bætir við fjórfalt fjölmennari borgarhluta en notar sömu götuna inn og út úr Skerjafirði, með margföldun umferðar.

Níðst á landi og íbúum

Landsvæðið sem undir byggðina færi þykir Degi ekki nógu stórt til þess að standa undir þjónustustiginu og því ætlar gengi hans að urða ströndina og leirurnar langt út í Skerjafjörð til þess að nema nýtt land. Olíuborinn jarðveg skal hreinsa með ærnum kostnaði og aka í gegn um borgina í Álfsnes. Vegur suður fyrir völl verður byggður fyrir trukkana sem bætast við stíflaða umferð Háskólans í Reykjavík og víðar um bæinn.

Ævintýri á okkar kostnað

Þessi kostnaðarsama ævintýramennska, þar sem níðst er á náttúrunni og íbúum heilla hverfa, á síðan að verða greidd af Reykvíkingum öllum í auknum álögum. Afsökunin fyrir aðgerðinni var jafnan sú, að borgin fengi mikið úr sölu dýrra lóða. Sú skýring heldur ekki vatni, enda er drjúgur hluti svæðisins ætlaður fyrir félagslegar íbúðir og stúdenta. Borgin hefur fælt frá sér flesta sem eiga og nota bifreið, en það eru víst enn um 80% fólksins.

Þetta ævintýri kostar okkur öll eins og heilt hverfi af hálfs- milljarðs- bröggum. Stöðvum þetta skipulags- og umhverfisslys strax.


mbl.is Umdeild áform um byggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Vatnsmýrarsvæðinu verður ekki flugvöllur í framtíðinni, þar sem nýr flugvöllur verður lagður í Hvassahrauni fyrir höfuðborgarsvæðið. cool

Landið undir norður-suður flugbraut Reykjavíkurflugvallar er í eigu Reykjavíkurborgar.

Eignarrétturinn er friðhelgur samkvæmt stjórnarskránni og Reykjavíkurborg getur því krafist þess að ríkið afhendi henni það land sem borgin á núna á Vatnsmýrarsvæðinu.

"Eignarréttur er réttur einstaklings, fyrirtækis eða annars lögaðila til að nota hlut, selja eða ráðstafa á annan hátt og meina öðrum að nota hann."

Og ein flugbraut hefur ekki verið talin nægjanleg á Vatnsmýrarsvæðinu.

Ríkið getur hins vegar selt landið undir austur-vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar til að fjármagna flugvöll í Hvassahrauni.

Í ársbyrjun 2006 var markaðsvirði byggingaréttar á 123 hekturum á Vatnsmýrarsvæðinu 74,5 milljarðar króna án gatnagerðargjalda, rúmlega 600 milljónir króna á hektara, og um 37 þúsund krónum hærra á fermetra en í útjaðri borgarinnar.

Og frá þeim tíma hefur verið um 80% verðbólga hér á Íslandi.

Reykjavíkurborg ræður því einnig hvort fyrirferðarmikil aðflugsljós á stálbitum fyrir austur-vestur braut Reykjavíkurflugvallar verða reist á útivistarsvæði Reykvíkinga vestan Suðurgötu.

Einnig hvort skógur verði felldur vegna flugbrautarinnar við austurenda hennar í Öskjuhlíð, sem einnig er útivistarsvæði Reykvíkinga.

Þar að auki er svæðið við suðurenda norður-suður brautar flugvallarins einnig útivistarsvæði Reykvíkinga.

Í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar er byggðin mun þéttari en austan Elliðaáa en þar eru samt stór opin svæði, til að mynda Hljómskálagarðurinn, Klambratún, Öskjuhlíð, Nauthólsvík og Ægisíða. cool

Þorsteinn Briem, 4.6.2020 kl. 11:09

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Kosning um Reykjavíkurflugvöll fór fram og spurt var hvort flugvöllurinn ætti að fara af Vatnsmýrarsvæðinu eftir árið 2016 og eftir því hefur verið unnið og samningar gerðir á milli Reykjavíkurborgar og ríkisins.

20.3.2001:

"Í kosningunni, sem var rafræn, var hægt að kjósa á milli þriggja kosta.

Í fyrsta lagi að flugvöllur yrði áfram í Vatnsmýri eftir 2016.

Í öðru lagi að flugvöllur færi úr Vatnsmýri eftir árið 2016 og í þriðja lagi var hægt að skila auðu."

Meirihlutinn vill flugvöllinn burt í kosningum um framtíð Vatnsmýrarsvæðisins og staðsetningu flugvallarins

Skipulag á flugvallarsvæðinu er að sjálfsögðu gert til langs tíma en ekki til nokkurra ára og fimm borgarstjórnarkosningar hafa farið fram hér í Reykjavík á þessu tímabili.

Meirihluti borgarfulltrúa hefur allan tímann viljað að flugvöllurinn fari af Vatnsmýrarsvæðinu. cool

Og að sjálfsögðu hefur verið kosið um flugvallarmálið í öllum þessum kosningum.

Ekki ætti að vera til betri skoðanakönnun um flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu en þessi undirskriftasöfnun með öllum sínum auglýsingum:

Undirskriftir árið 2013 um Reykjavíkurflugvöll voru um 29% af þeim sem voru á kjörskrá á landinu öllu í næstliðnum alþingiskosningum.

20.9.2013:

"Rétt rúmlega 20 þúsund Reykvíkingar skrifuðu undir á síðuna lending.is.

Að sögn Njáls Trausta Friðbertssonar, formanns undirskriftarsöfnunarinnar höfðu 20.626 Reykvíkingar skrifað undir en um tvö prósent þeirra eru yngri en 18 ára og hafa því ekki náð löglegum kosningaaldri.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands voru tæplega 88 þúsund manns á kjörskrá í Reykjavík árið 2009, engar nýrri tölur er að finna á síðunni.

En ef miðað er við þær tölur má ætla að tæplega 23% kosningabærra Reykvíkinga hafi skrifað undir til þess að mótmæla flutningi flugvallarins." cool

Þorsteinn Briem, 4.6.2020 kl. 11:28

3 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Merkilegt með hann Steina, að á annari bloggsíðu þá vitnar hann svo:

Það á sem sagt ekki að gera það sem mikill meirihluti þjóðarinnar vill.

En sumir eru á móti lýðræði. cool

Þorsteinn Briem, 2.6.2020 kl. 11:10

 

Í mörg ár hefur meirihluti landmanna og Reykvíkinga undantekningarlaust

í skoðanakönnunum lýst því yfir að halda skuli flugvellinum í vatnsmýrinni.

Óskað hefur verið eftir annari kosnngu vegna þess en þessi kosning 2001 var

algjörlega ómarktæk þar sem fjöldi kjósenda kunni ekki einu sinni að kjósa

rafrænt og vegna þess var lítill áhugi að taka þátt í þessari kosingu.

Enda bara smá brot sem kaus.

Þrátt fyrir að meirihluti vilja halda í völlinn, þá á ekki að fara

eftir þeim vilja.

En sumir eru bara á móti lýðræði og hefur borgarstjórn Rvík

svo sannarlega sýnt það í öllum sínum gjörðum.

Sigurður Kristján Hjaltested, 5.6.2020 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband