Borgarlínuskuldir á börnin

SovietStraeto"Allt fyrir komandi kynslóðir" segir loftslagskynslóðin sem ræður borginni. En tæpast hugsar hún um hag afkomenda þegar hún bætir skuldaböggum á þessi fáu grey sem til verða hjá þessum egótíska skuldasöfnunarhópi. Hokin barnabörnin eiga að bera þá bagga sem hnýttir voru á þau hjá Degi & Co vegna úrelts strætókerfis fyrir 4% fólksins, strætóelítuna, á meðan 80 prósentin, almenningur var kyrrsettur í rafmagnsbílunum sínum á einbreiðum vegum og fann engin bílastæði, en borgaði fyrir öll herlegheitin, sem kölluðust Borgarlína.

Glötuð sýn

Þessi ömurlega framtíðarsýn blasir við þeim sem horfa á Sovét- batteríið Borgarlínu, enda segir nafnið allt, að færa fólk frá A til B, en ekki í nútíma nethugsun, þar sem allir fara út um allt á sama tíma. 

Arfleifðin

Blessuð börnin erfa ofþanið borgar- og ríkiskerfi sem verður stöðugt að auka skattlagningu til viðhalds síns sjálfs. Einkafyrirtæki og frjáls markaður hafa látið í minni pokann fyrir ofþenslu ofríkisins. Sveitarfélög eru þegar í þeirri stöðu, að ef glittir í eyri, þá ber að bjarga heiminum með honum og bjóða honum hingað í fullt uppihald sveitarfélagsins. Ekkert virðist geta stöðvað þessa skriðu. 

Aðgerðir!

Við gerum ekki næstu kynslóðum þann óleik að leyfa þessu fólki að eyðileggja tækifæri framtíðar til vaxtar og betra lífs með skuldaskapandi ídealisma núverandi borgarmeirihluta. Á skal að ósi stemma, stöðvum Borgarlínuna á meðan hægt er og hleypum tæknibyltingunni á vegina, án álags fyrir barnabarnabörnin okkar.

 


mbl.is Borgarlína leysir ekki vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 24.9.2020 kl. 09:48

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna og að sjálfsögðu sættir Óli Björn Kárason sig ekki við lýðræðið, enda þótt hann eigi sæti á Alþingi. cool

Byggð verður þétt við Borgarlínuna, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu og Reykjavíkurflugvöllur fer af svæðinu, enda er nú verið að þétta byggð á öllu höfuðborgarsvæðinu og íbúum svæðisins mun fjölga um tugi þúsunda næstu áratugina.

Í Reykjavík einni hefur til að mynda heil Akureyri bæst við íbúafjöldann síðastliðna tvo áratugi. cool

Þorsteinn Briem, 24.9.2020 kl. 09:51

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Með lögheimili á Seltjarnarnesi, samkvæmt Hagstofu Íslands:

Árið 2001: 4.673,

árið 2020: 4.726.

Þeim sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi, þar sem Óli Björn Kárason býr, hefur því fjölgað um 53 síðastliðna tvo áratugi, eða 0,01%. cool

Með lögheimili í Reykjavík:

Árið 2001: 111.544,

árið 2020: 131.136.

Þeim sem eiga lögheimili í Reykjavík hefur því fjölgað um 19.592 síðastliðna tvo áratugi, eða 17,6%, rúmlega fjórum sinnum fleiri en þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi, og færri eiga lögheimili á Akureyri, eða 19.025 um síðustu áramót. cool

Ef þeir sem eiga lögheimili á Seltjarnarnesi ættu lögheimili í Reykjavík væru þeir einungis 3,6% þeirra sem þar ættu lögheimili.

Og nú vill þessi fámenni hópur ráða því hvað er í miðbæ Reykjavíkur. cool

Þorsteinn Briem, 24.9.2020 kl. 09:53

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Þorsteinn, ég bið þig að dæla ekki orðaflaumi inn á athugasemdasvæði bloggs míns. Það hefur ekkert að gera með skoðanir, er bara illþolanlegt að níðast svona á kerfinu. Takmarkaðu þig eða þér verður lokað.

Ívar Pálsson, 24.9.2020 kl. 09:54

6 Smámynd: Emil Þór Emilsson

þetta fellur vonandi um sjálft sig, Borgarstjóri vill ekki sæbraut og hún verður ekki byggð og þá segir Bjarni nei og Borgarlínan verður ekki byggð. 

Mér finnst að Reykjavík eigi að vera minkuð niður í 101 og þá er hægt að ganga og hjóla í Reyjavík. Rest verður sameinuð við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu í eitt sveitarfélag sem nennir að gera vegi.

Svo verður málið leyst með uber eða einhverri nútima tækni.

Emil Þór Emilsson, 24.9.2020 kl. 10:08

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Til þess að borgarlínan virki verður að þvinga fólk til að búa á tilteknum stöðum. Til að það gangi þarf að kosta ákaflega miklu til. Hingað til hefur tilgangur samgöngumannvirkja verið að koma fólki milli þeirra staða sem það velur sjálft að ferðast á milli. En hér er hugsunin sú að fyrst komi mannvirkið, og fólk skuli þá bara gera svo vel fara á milli þeirra staða sem mannvirkið býður upp á en vera ekki að þvælast neitt annað.

Þetta er vægast sagt ákaflega einkennileg hugsun og að vekur furðu að Sjálfstæðisflokkurinn skuli styðja þessa framkvæmd af þeirri einurð sem hann gerir, bæði í bæjarstjórnum og landsmálapólitík.

Þorsteinn Siglaugsson, 24.9.2020 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband