Borg gegn byltingu

MBL Nyorkubilar nyskraningar2020Helsti andstæðingur jákvæðrar byltingar í notkun nýorkubíla á Íslandi er borgarstjórnar- meirihlutinn í Reykjavík, Dagur & Co. Nú þegar þannig bílar seljast æ betur, setja andstæðingarnir fulla orku í það að taka vegina undir annað næstu áratugina og láta okkur öll þar að auki borga ótrúlega blóðpeninga fyrir þau 4-5% fólksins sem nýta munu strætókerfið mikla, svokallaða Borgarlínu.

Nýorkubíla takk

Nú, árið 2020 fóru nýskráningar nýorkubíla yfir 50% allra fólksbíla í fyrsta sinn í Íslandssögunni og stefna hærra. En sá vöxtur fær snöggan endi um leið og framkvæmdir við Borgarlínu hefjast, enda standa nýju nýorkubílarnir jafnkyrrir og gamlir dísiljálkar í hundraða bíla röð á einu akreininni sem eftir verður við hliðina á tómu strætólínunni. Það væri við hæfi að Dagur borgarstjóri og ídealista- elítan hans fengi að aka á Borgarlínu- rásinni með sérmerki eins og ráðamenn í Sovét forðum, svo að við almenningur í biðröðunum gæti séð hver ræður þessari dæmalausu vitleysu.

Stöðvum þetta

Hvað þarf til, svo að fólk neiti að verða meðvirkt í Borgarlínu- ruglinu? Segið því stjórnmálafólki sem þið ætlið að kjósa að þetta gangi ekki upp. Fáið skýr svör frá hverjum og einum, sem skýla sér bak við óskýrar nefndir og flokka. Hreint út, styður þú Borgarlínuna eða ekki? Þar dugir ekkert Þorgerðar- Katrínar Reykás- svar, já-nei-jú-en-þó-ekki-já-alveg. 

ReykjavikFaekkunBilaFyrir mitt leyti segi ég afgerandi NEI við Borgarlínunni en JÁ við nýorkubíla- byltingunni!


mbl.is Nýorkubílar í meirihluta 2020
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumir hafa greinilega fengið borgarstjórann í Reykjavík á heilann. cool

Meirihluti sveitarstjórnarmanna í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og nær allt Alþingi styður Borgarlínuna og að sjálfsögðu sættir Óli Björn Kárason sig ekki við lýðræðið, enda þótt hann eigi sæti á Alþingi. cool

Byggð verður þétt við Borgarlínuna, til að mynda á Vatnsmýrarsvæðinu og Reykjavíkurflugvöllur fer af svæðinu, enda er nú verið að þétta byggð á öllu höfuðborgarsvæðinu og íbúum svæðisins mun fjölga um tugi þúsunda næstu áratugina.

Í Reykjavík einni hefur til að mynda heil Akureyri bæst við íbúafjöldann síðastliðna tvo áratugi. cool

14.8.2020:

Meirihlutinn í Reykjavík fengi þrjá borgarfulltrúa til viðbótar

Þorsteinn Briem, 17.11.2020 kl. 10:57

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Höfundur má auðvitað hafa sínar pólitískar meiningar gagnvart þeim flokkum sem sitja í Borgarstjórn, það er fínt.

En að slá fram þessum rakalausum lýsingum um "svokallaða Borgarlínu", segir meir um höfundinn, að pólitískar línur ráði umfram gagnsemisumræðu um málefnið.

Höfundur vill beina umræðunni að fjölgun bíla sem nota annan orkugjafa en jarðneytisorku.

Sanngirni er er margir þekkja, alls ekki sumir. Sérstaklega þegar kemur að umræðu, aftur, um pólitísk mál.

Auðvitað veit höfundur að á árunum 2000-15 þá fjölgaði íbúum á höfuðborgasvæðinu um 24% en bifreiðum um 68%. 

Það þýðir það er minna pláss á þeim götum/vegum sem Ríki og Borg reka.

Sumir vilja svo meira malbik og fleiri akreinar, aðrir ekki. Svo veit höfundur sem stuðningsmaður Sjálfstæðisflokks, sem kvartar mikið yfir ryki á vegum/götum sem Ríki og Borg reka, er þá vaxandi, bensín eða rafmagn.

Höfundur virðist svo ekki átta sig á því að fleiri og fleiri kjósa bílausa tilveru og nota hjólreiðar eða almennar samgöngunr. Gott að benda á að yngri kynslóðir höfuðbogarsvæðisins velja þetta frekar en þeir sem eldri eru.

Auðvitað á ekki að stöðva neitt sem heitir Borgarlínu. Borgaralína tryggir höfundi og hans slekti meiri pláss á vegum/götum sem Ríki og Borg reka. 

Höfundur hlýtur að fagna því um leið og hann nýtur þess að menga andrúmsloftið á sínum rafmagnsfáki.

Ég lít því til framtíðar og fleiri en sjálfs míns, því styð ég við enn öflugri uppbyggingu almenningssamgangna.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 17.11.2020 kl. 13:54

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og fylginautar hans fá réttilega á sig gagnrýni vegna stefnu þeirra gegn notkun bifreiða, sem 80% fólks hér vilja. Persónurnar sjálfar eru ekki til umræðu.

Um það er ekki deilt að nýorkubílar henti vel á Íslandi. Því er óskiljanlegt að þrengt skuli að þeim á götum af mjög þröngum hópi fólks, en með mikil áhrif. 

Bifreiðum metfjölgaði síðustu ár, sem þýðir að þær eru eyðslugrennri, hagkvæmar og verða notaðar áfram. Rykið á götum Reykjavíkur kemur að langmestu leyti frá heiðunum að austan, aska og jarðvegur, skv. Umhverfisstofnun. Strætó og flutningabílar slíta malbiki margfalt á við fólksbíla. Hreinsun gatna ber að stunda betur en gert er, þetta hringsólar allan daginn. 

Reiknilíkan um meiri notkun vegna Strætó er og hefur verið rammskakkt í 10 ár sbr. milljarð kr. á ári í þann tíma, þar sem þessi sömu 4% áttu að fara upp í 12% en héldust í 4%. Ekkert að marka þessi plön. Íslendingum utan 101 líkar notkun bíla og ættu ekki að láta þá pólitíkusa sem þeir kjósa til þess að þjóna sér, ráða yfir sér með kenningar og bábiljur að leiðarljósi.

Ívar Pálsson, 17.11.2020 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband