Hægrið er hljótt, vinstrið er dreift

EkkiHaegriSnuPattstaða stjórnmálanna veldur því, að borgar- og ríkisvæðing er á fullu, þar sem forsætisráðherra vinstri flokks með 7,5% fylgi leiðir það haftaplan. Einkageirinn er á hverfanda hveli, á meðan hlutfall ríkis og borgar gegn honum rýkur upp í rammsósíalískum vexti. Hver ætti svo sem að geta stöðvað það, miðað við hug kjósenda núna? Þrír hægri flokkar með 41,7% fylgi saman, en 6 vinstri flokkar með 55,9% fylgi. Sama afarstaðan og í síðustu kosningum.

Ekki tekið á málum

Fyrir vikið er ekki hreyft við RÚV, Schengen, tugmilljarða álögum vegna loftslagsfárs, EES- innleiðingum, hælisleitenda- kostnaði, reglugerðafargani, Borgarlínu, ofvexti opinbera geirans ofl. ofl.

En innleiða skal hörmung eins og Íslandsþjóðgarð í höftum eða að fjarlægja Reykjavíkurflugvöll og enn gælt við að rústa stjórnarskránni, í stað þess að þróa hana áfram eða að láta hana í friði.

Hvernig var hægt að glutra svona miklu niður á svona skömmum tíma?

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.11.2020:

"Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarps að nýrri stjórnarskrá. cool

Þá kváðust ríflega fjórir af hverjum fimm vilja sjá ákvæði um að náttúruauðlindir verði lýstar þjóðareign, aukið persónukjör til Alþingis og rétt þjóðarinnar krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu í nýrri stjórnarskrá.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var dagana 23.-28. október 2020. cool

Alls kváðu 66% svarenda að þeir vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, sem er óbreytt frá könnun MMR sem framkvæmd var í apríl 2012, hálfu ári áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur stjórnlagaráðs fór fram.

Til samanburðar má geta þess að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunnar sjálfrar var að 67% þeirra sem tóku afstöðu kusu með tillögum stjórnlagaráðs en 33% á móti." cool

Tveir þriðju Íslendinga vilja nýja stjórnarskrá á grundvelli tillagna stjórnlagaráðs

Þorsteinn Briem, 8.12.2020 kl. 08:33

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.3.2014:

"Skoðanakönnun Capacent Gallup hefur sýnt fram á  víðtækan stuðning við stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. cool

Um 56% aðspurðra voru því hlynnt, einungis 17,8% andvíg og 26,2% tóku ekki afstöðu.

Hugmyndin átti vísan stuðning meðal kjósenda allra stjórnmálaflokka
, meðal allra aldurshópa og um allt land." cool

Þorsteinn Briem, 8.12.2020 kl. 08:36

3 Smámynd: Kristinn Bjarnason

Ég get ekki séð hvað stjórnaskráin kemur þessum stærstu vandamálum þjóðarinnar við. Þetta eru gífurlega stór vandamál sem þú nefnir Ívar sem vinstri menn halda að hverfi ef við tölum um eitthvað annað.

Það er glæpsamlegt að taka ekki á þessum málum. Hversu galið er að flytja inn fólk sem hefur það á stefnuskránni að drepa okkur. Ríkissjónvarpið er samsæri gegn þjóðinni, vekur ekki athygli á því sem virkilega er þörf á  heldur ræðst á fólk og fyrirtæki og fær greitt úr ríkissjóði sem nemur öllum veiðileyfagjöldum.

Reykjavíkurborg hefur komist upp með svo mikið sukk í skjóli RÚV og fjölmiðla að það er orðið hættulegt fyrir þjóðina. Það má þakka fyrir ef einhver með viti treystir sér til að taka við rekstri borgarinnar.

Kristinn Bjarnason, 8.12.2020 kl. 09:54

4 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Er hægt að kalla sig til hægri á sama tíma og staðið er í vegi fyrir að fiskur veiddur í íslenskri lögsögu fari á uppboðs markað?

Tryggvi L. Skjaldarson, 8.12.2020 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband