Notum Janssen strax á miðaldra karla

Janssen-vaccinationCardVið ættum að nota Janssen bóluefnið strax á miðaldra karla. Ekkert neikvætt hefur komið upp og aðeins þarf að bólusetja einu sinni. Þar með erum við tuðararnir orðnir frjálsir menn og getum látið okkur hverfa af sósíalista- landinu um tíma, á meðan samninga- Svandís finnur upp fleiri leiðir til þess að hefta eðlilegt frelsi landans.

Yngri konur í USA hafa líkurnar ein á móti milljón til þess að fá blóðtappa vegna Janssen bólusetningar. Öllu meiri líkur hafa þær á vandræðum með að fá Covid-19, með ofþyngd og undirliggjandi sykursýki, háþrýsting, hjartveiki osfrv. En lagaumhverfið fyrir framleiðandann er erfitt þar í landi og engin áhætta tekin, þó að sannað sé að það bjargi mannslífum.

Allavega er ég til í að samþykkja að fá strax bólusetningu með Janssen og eiga þá sumarið sem frjáls maður og tef ekki bólusetningarprógramm góðu ungu kvennanna.

 


mbl.is Bíða með bóluefnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Þú ert með þetta Ívar.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 14.4.2021 kl. 12:46

2 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

" Nota Janssen á gamla kalla" Hverskonar illgirni er þetta í þér gagnvart okkur gömlu köllunum?yell

Jósef Smári Ásmundsson, 14.4.2021 kl. 13:47

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Ómar. Jósef Smári, gamlir kallar eru þegar bólusettir, en svona miðaldra karlar eins og við ættum að fá Janssen bóluefnið, kannski með flösku af Johnson&Johnson baby oil í kaupbæti til fegurðarauka!

Ívar Pálsson, 14.4.2021 kl. 14:32

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður vissi ekki að ofþyngd, sykursýki, háþrýstingur og hjartveiki væri fátíð hjá mörlenskum miðaldra körlum. cool

"
Íslendingar eru feitastir Norðurlandaþjóða.

Offita fullorðinna er rúmlega tvisvar sinnum algengari hér á Íslandi en í Noregi. cool

Þetta kemur fram í skýrslu sem kom út á síðasta ári og inniheldur fyrstu niðurstöður úr gagnaöflun um mataræði, hreyfingu og holdafar á Norðurlöndunum."

"
Það er sannarlega áhyggjuefni hversu miklu algengari ofþyngd og offita eru hér á landi en annars staðar á Norðurlöndunum.

Offitu fylgir aukin tíðni á sykursýki og hjarta- og æðasjúkdómum. cool

Jafnframt eykur offita líkurnar á mörgum öðrum langvinnum heilsufarsvandamálum."

"
Það sem helst skilur okkur frá hinum Norðurlandaþjóðunum í könnuninni er minni brauðneysla, meiri fiskneysla, meiri sykurneysla og minni hreyfing." cool

Af hverju eru Íslendingar feitastir? - Hjartalíf

Sykursýki algengari hér á Íslandi en áður - Stjórnarráð Íslands

"Háþrýstingur er einn af aðaláhættuþáttunum fyrir þróun kransæðasjúkdóms. Algengi háþrýstings er 30-45% hjá einstaklingum eldri en 18 ára og hlutfallið eykst með hækkandi aldri." cool

Blóðþrýstingur - Hjartalíf

Það er því um að gera að berjast gegn því að Mörlendingar gangi eða hjóli til að mynda á milli heimilis og vinnustaðar og skæla sig í svefn yfir því að geta ekki lengur graðgað í sig Cocoa Puffs.

"Cocoa Puffs are loaded with sugar: a whopping 9g for every serving of 3/4 cup (27 g). So 1/3 of the weight you put into your bowl is sugar." cool

Þorsteinn Briem, 14.4.2021 kl. 15:08

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir heilsufars- upplýsingarnar, Þorsteinn. Við karlarnir höfum auðvitað áhættuþætti, en ég benti á þessa þætti vegna útkomu rannsóknanna í BNA hjá þarlendum ungum konum, en ekki vandræði með karlana.

Ívar Pálsson, 14.4.2021 kl. 19:10

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég myndi allteins glaður taka við Astra- Zeneka sprautum, svo að þær skemmist ekki. Karlar yfir 55 ára ættu að vera í fína. En þá mást víst ekki skipta upp í hópa eftir kyni, þó að áhættan sé skýr öðrum megin!

Ívar Pálsson, 14.4.2021 kl. 19:14

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Þegar er búið að greiða fyrir bóluefnin og við látum þau ekki fara til spillis út af pólitík og stjórnunarflækjum.

Ívar Pálsson, 14.4.2021 kl. 19:16

8 Smámynd: FORNLEIFUR

Breyttu nafni þínu Ívar. þá getur þú notað skírteinið hennar Anítu á myndinni. En þú verður þá að breyta nafninu með tilheyrandi aðgerð í Aníta Ívarófa. Annars er það nú minnst út af pólitík að það eru vandamál vegna bóluefnisins. Svo er Steini Breim með þetta allt á hreinu. Stundum verður maður að vera 100% sammála honum. Eins og útlenzki læknirinn sagði við konuna fyrir austan um árið: "feita kona, borða minna".

FORNLEIFUR, 15.4.2021 kl. 07:52

9 Smámynd: Stefán Örn Valdimarsson

Afhverju ekki að leyfa fólki sjálfu að ákveða hvort það vilji fá spreutu frá þessum framleiðendum  - Astra- Zeneka og Jensen.  Ég myndi glaður bjóða mig fram og svo er nafnið Jensen eitthvað svo vinalegt - svona eins og kaffibolli eftir kvöldmatinn.

Stefán Örn Valdimarsson, 15.4.2021 kl. 10:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband