Eldgos á svörtu

DSC01903 eldgos gasKolefnisbókhald er byggt á falsi, en við erum skattlögð fram og til baka byggt á þeirri lygi. Eldgosið nýja er gott dæmi, mun ekki finnast í rassvasabókhaldinu og var ekki í neinum áætlunum, enda ekki til í 870 ár þar til nú. Losun koltvísýrings (CO2) þaðan er um 10.000 tonn á dag (10 milljón kíló), auk annarra mun öflugri  gastegunda. Eldfjallið losar því jafnt á einni viku og allir fólksbílar Íslands á einu ári! Um fimmtíu sinnum meira en fólksbílarnir á hverju ári. 

Losunartrúarmenn neita algerlega að taka eldgosin inn í bókhaldið fína, jafnvel þótt þeir telji að eldgosin verði algengari með léttari jöklum osfrv. Þannig sýndu rannsóknir við Kötlu árin 2016 - 2017 að tífalda ætti fyrra mat á kolefnislosun eldstöðva á Íslandi, enda losar Katla allt að 24.000 tonn á dag alla daga án þess að gjósa, þar sem gasið kreistist úr kvikunni er ofar kemur. 

Þannig að ef við leggjum Kötlu og Geldingadali saman, þá er losun þeirra 34.000 tonn hvern einasta dag, eða amk. 12 milljónir tonna. Síðan þegar Katla gýs fara allar tölur út úr korti og bókhaldið á haugana.

Skattar, álög, glötuð samkeppnisfærni og sá aðþrengdi lífsstíll sem þessi kolefnislosunartrú manna veldur á Íslandi verða að hætta. Tugþúsundir manna horfa á eldgosin og verða vitni af losuninni, en halda áfram að kjósa flokka sem njóta þess að banna, deila og drottna.


mbl.is Borgarbúar fylgist með gasmengun á sunnudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.11.2014:

"Nú er áætlað að heildarútblástur allra eldfjalla á jörðu sé um 300 milljón tonn af CO2 á ári (0,3 gígatonn). Gosið í Holuhrauni er því búið að losa meir en eitt prósent af árlegum skammti eldfjallanna. cool

Þá má velta fyrir sér hvort þetta sé mikið magn í samhengi við losun mannkyns af koltvíildi vegna bruna á olíu, kolum og jarðgasi.

Mannkynið losar um 35 gígatonn af CO2 á hverju ári. Til samanburðar losa eldfjöllin aðeins um eitt prósent af losun mannsins á ári hverju. cool

Þetta er vel þekkt staðreynd, en samt sem áður koma stjórnmálamenn og sumir fjölmiðlar oft fram með alvitlausar staðhæfingar um að eldgos dæli út miklu meira magni af koldíildi en mannkynið." cool

Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur - Vísindavefurinn

Þorsteinn Briem, 16.4.2021 kl. 16:08

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 16.4.2021 kl. 16:20

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Þorsteinn, þú getur haldið áfram að moka tölum og samantekt út um mannkynið, en hér er á hreinu að losun fólksbíla á Íslandi er hverfandi lítil og að nýtt eldfjall losar margfalt á við þá. Þetta er hvorttveggja við bæjardyrnar.

Ívar Pálsson, 16.4.2021 kl. 16:40

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Með röksemdum pistilsins getur hvaða 400 þúsund manna samfélag á jörðinni sagt, að það eigi að vera stikkfrí, því að það muni svo lítið um framlag þess.  Jarðarbúar eru nefnilega 20.000 sinnum fleiri en Íslendingar. 

Ómar Ragnarsson, 17.4.2021 kl. 15:33

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, raunar finnst mér það skipta máli að fólksbílaeign okkar skipti tölfræðilega ekki máli vegna smæðar sinnar. Hitt er öllu veigameira, að nýtt eldfjall opinberist sem er með 50 sinnum meiri losun en allir bílarnir (plús aðrar gastegundir), en ekkert verði mark á því tekið. Þetta er allt sama losunin, en aðeins aðgerðir manna eru færðar til bókar.

Ívar Pálsson, 17.4.2021 kl. 22:24

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Tek undir mwð þér Ívar "Skattar álög,glötuð samkeppnisfærni og sá aðþrengdi lífsstíll" og þessi kolefnislosunartrú,verður að hætta. Gæti skrifað langloku íslenska orðsins hætta! Það brennur svo á langflestum Íslendingum þetta alheimsleikrit sem við borgum fyrir nauðug og horfum á leikendur tæta af okkur naunnnnn

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2021 kl. 22:26

8 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Afsakaðu Ívar, í hvert skipti sem ég skil tölvuna eftir og ókláraða setningu og fer að sinna öðru verður henni ekki haggað í áframhald;giska á að framhaldið hafi átt að vera rífa niður virð

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2021 kl. 23:09

9 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Klára þetta bara með okkar helgustu!

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2021 kl. 23:10

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Vé,voðalega gaman hjá kommunum að gera at í gamalmönnum.

Helga Kristjánsdóttir, 17.4.2021 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband