Kjósum andstæðinga Borgarlínu

Bill-BorgarlinaÖllu máli skiptir að stuðningsfólk Borgarlínu verði ekki kosið til áhrifa í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins til Alþingis núna, því að annars verða hörmungaráformin geirnegld næstu áratugina. Ríkið ræður miklu um þessa skuldasúpu og umferðarteppu. Mikil vonbrigði voru að sjá að frambjóðendur staðfestu stuðning sinn við Borgarlína, sem yfir helmingur Reykvíkinga segist aldrei eða nær aldrei (1x/mán.) ætla að nota.

Ef þið kusuð samt sem áður þessa frambjóðendur, reynið að koma vitinu fyrir þau með að hætta við ósköpin á meðan einhver von er til þess.


mbl.is 40% leist vel á Borgarlínuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Kjartan, Ingibjörg og Birgir Örn Steingrímsson eru harðir andstæðingar Borgarlínu og eins orkupakka ESB. 

Júlíus Valsson, 4.6.2021 kl. 18:43

2 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Höfundur er augljóslegar fastur í fortíð.

Skilur ekki framtíðina og fyrirséðar framþróun.

Það er hans.

Höfundur kýs meira malbik, fleiri akreinar og heykist á kenningum um loftlagsstaðreyndir.

Á meðan hópast framsæknir flokksfélagar höfundar í Hafnarfirði, Kópavogi, á Nesinu, í Garðabæ og í Mosfellsbæ á pakkann. Sjá lausnir í stað fortíðarþrár.

Höfundur ætti að komast nær nútímanum , hætta að hamast á valdhöfum Borgarinnar og snúa tuðinu að sínum flokksfélögum á næsta landsfundi, ef hann verður haldinnn.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 4.6.2021 kl. 21:36

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigfús Ómar, 79% ferðast á bíl til og frá námi og vinnu. Mörg þeirra eru á nýorkubílum. Þetta er engin fortíðarþrá. 55% þeirra sem afstöðu taka ætla sér aldrei að taka Borgarlínu, eða einu sinni í mánuði. Við setjum ekki 100-200 milljarða króna í nokkrar manneskjur og stíflum vegina í leiðinni. Það er bara bilun.

Ívar Pálsson, 6.6.2021 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband