Jafnræði Svandísar útilokar ýmsa

CovidShot-GettyAllir fullorðnir hafa rétt á bólusetningu, skyldi maður halda, en þá kemur Animal Farm- jafnræði Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í ljós: Fólki sem hafði veikst af Covid-19 er nú neitað um bólusetningu. Allir geta mætt og fengið sprautu nema þau! Mismununin er alger.

Þrautaganga

Þrautir þess hóps sem fékk verulega að finna fyrir Covid- árinu eru miklar og þjáist sumt enn vegna þrálátra einkenna. Þar að auki eru mörg þeirra ekki með mótefni við þessum vírus og fá ekki mótefnavottorð. Vonin til þess að mynda mótefni er tekin af þessu fólki.

Fær neitun

Beðið var eftir bólusetningu, en hún fæst ekki núna, þau njóta ekki réttinda á við annað fólk. Ef þau fá ekki bólusetningu (fyrr en kannski seint og síðar meir), þá komast þau ekki til Ameríku eða annað, þar sem bólusetningarvottorðs er krafist. Sum lönd boða að veikindi fyrir ári síðan séu ekki nóg til aðgangs þangað. Heilum árgöngum er boðið, en ekki því fólki sem veiktist. En aðallega, þessi hópur á sama rétt og aðrir þegnar íslenska ríkisins.

Bjóðið þeim bólusetningu strax!

 


mbl.is „Við erum ekki alveg í stresskasti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Fólk sem hefur fengið kóvít hefur enga þörf fyrir neina bólusetningu. Það hefur þegar mótefni í sér og rannsóknir sýna glöggt að þetta mótefni endist.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.6.2021 kl. 22:39

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

En meinar Ívar ekki ný svokölluð afbrigði,? Annars þyrftu þeir ekki að panta fleiri skammta fyrir hina.

Helga Kristjánsdóttir, 16.6.2021 kl. 17:09

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Þorsteinn, fjöldi þeirra sem fengu Covid-19 mynduðu ekki mótefni, sbr. dóttir mín. Nú sættist ríkið á það að bólusetja þau svo að þau yrðu jafnsett öðrum þegnum og með sterkari og endingarbetri mótefni. Þannig voru því sonur minn og dóttir bólusett af Janssen í dag og fá vottorð til frelsis eftir viku. Réttlætinu fullnægt.

Ívar Pálsson, 22.6.2021 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband