Búa til nýja náttúru í Skerjafirði

JardytaStorNáttúruvernd VG í borginni virðist fara eftir hentugleika: ekki er staðið gegn urðun viðkvæmrar náttúru í Skerjafirði, fjöru og strandar, þar sem meirihlutinn í borginni hyggst reisa byggingar í voginum. Spáið í svör eina borgarfulltrúa VG þegar hún var spurð um þetta atriði á visir.is

Standa víða vörð um náttúruleg kerfi

Eini borgar­full­trúi Vinstri grænna segist hafa fullan skilning á þessum sjónar­miðum. „Þetta eru stóru við­fangs­efnin okkar, það eru lofts­lags­breytingar af manna­völdum og þá þurfum við að standa vörð um náttúru­kerfi svo sannar­lega. Og það erum við að gera á mörgum öðrum stöðum í borginni,“ segir Líf Magneu­dóttir, borgar­full­trúi Vinstri grænna.

Ef land­fyllingin verður að raun­veru­leika verður þar reynt að koma á svipaðri strand­lengju til að líf­kerfið nái sér aftur með tíð og tíma. „Og ég er sann­færð um að við getum látið þetta spila allt saman; náttúru­vernd, um­hverfis­mál, borg sem stækkar og sjálf­bær hverfi,“ segir Líf, sem telur flokkinn sannar­lega ekki hafa tapað gildum sínum í borginni. Hann hafi meðal annars staðið fyrir gríðar­miklum frið­lýsingum á ýmsum ó­snertum svæðum á síðustu misserum.

Náttúruverndin felst semsagt í uppfyllingu, en búa svo til nýja náttúru! Flest er gert til þess að fá að vera með í borgarstjórnar- meirihlutanum. Flokksmenn Vinstri Grænna þurfa aðeins að skerpa línurnar hjá fulltrúa sínum og standa gegn þessum óþarfa uppfyllingum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Vinstrimenn hafa ekkert að athuga við náttúruspjöll innan borgarmarka. Þar er allt leyfilegt svo fremi sem hugmyndin kemur frá þeim. Það er aðeins þegar aðrir njóta ávaxtanna,þá verður allt vitlaust. 

Ragnhildur Kolka, 26.1.2022 kl. 15:05

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það hefur hvergi komið fram til hvers gera á þarna landfyllingu. Samkvæmt skipulagi á ekki að byggja á henni. Til hvers þá?!

Gunnar Heiðarsson, 27.1.2022 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband