Framlengja misheppnað 10 ára tilraunaverkefni?

StraetoKradakEitt mesta sóunarklúður síðasta áratugar rann sitt skeið núna með nákvæmlega engum árangri, eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Tíu milljörðum króna var kastað á glæ, samt tapaði strætó ár eftir ár og sama hlutfall strætóferða árs af heildinni er meitlað í stein, 4 prósent.

Ekkert lært

Hvað lærðu ráðamenn í borginni svo af þessari rándýru og bitru reynslu? Ekkert og ræða svo núna um að framlengja fáránleikann um tólf ár! Þetta bætist við 100 milljarða króna moksturinn framundan í Borgarlínu, sömu 4% og hér að ofan. Þvílík misnotkun á umboði til athafna. Enginn vandi er að finna ódýrar lausnir á ferðaþörf fjögur prósentanna fyrir brotabrot af þessum fjáraustri. 

Bætum umferðarflæði og skrúfum fyrir skuldaaukningu borgarinnar. Við verðum öll ánægðari fyrir vikið.


mbl.is Tíu ára áætlunin til endurskoðunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á heimasíðu Strætó bs., sem er byggðasamlag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu:

"Fjöldi farþega Strætó á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu jókst um 35% frá 2011 til 2018 en bílaumferð á hvern íbúa um 26%." cool


"Árið 2009 fór hver íbúi að meðaltali 37 sinnum með strætisvagni en 54 sinnum árið 2019."

"Fastnotendur Strætó voru 17.525 árið 2019, sem er 250% aukning frá 2011, þegar þeir voru 5.043." cool

"Um 41% íbúa höfuðborgarsvæðisins töldust notendur Strætó árið 2019 en 21% árið 2011." cool

"Þar að auki nýta 15% erlendra ferðamanna sér Strætó."

Þróun samgangna - Mannvit

Þorsteinn Briem, 11.3.2022 kl. 00:06

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Áriö 1970 bjuggu 109,238 manns á höfuðborgarsvæðinu.

Flestir ef ekki allir komust sinna ferða án strætós.

Árip 2019 bjuggu 228,213 manns á höfuðborgarsvæðinu.

Árið 2019 voru 17,525 sem notuðu strætó, eða nákvæmlega

innan við 8% íbúa.

Restinni skal gert að ganga eða hjóla fyrir þennan

gríðarlega meirihluta sem notar strætó.

Meirihlutinn skal víkja fyrir minnihlutanum.

Enda búum við í lýðræðisríki þar sem meirihlutinn

er látinn gjalda fyrir minnihlutann.

Reykjavíkurlýðræðið í hnotskurn.

Sigurður Kristján Hjaltested, 11.3.2022 kl. 01:34

3 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Rökin sem Dagur og félagar hafna eru veruleikinn sjálfur, og því minnir framferði hans á Pútíns Rússlandsforseta sem fær sitt fram með valdbeitingu. Vigdís Hauks, Miðflokkurinn, Eyþór Arnalds og aðrir sjálfstæðismenn sem tala gegn borgarlínunni segja að ekki sé hægt að neyða fólk til að taka strætó. Auðvitað er það málið, en Dagur vill ekki skilja þetta. 

Það er fyrirsjáanlegt að þetta borgarlínudæmi verði eitt rosalegasta tapverkefnið hans Dags, en samt er reynt að halda áfram með þetta. Eins og raunsætt og skynsamt fólk hefur bent á, þá er verið að troða erlendum fyrirmyndum inní íslenzkan veruleika og aðstæður sem eru ekki eins, með borgarlínunni. 

Ef Dagur heldur áfram og borgarlínan, þá er verið að taka kolranga stefnu. Auk þess má búast við að nágrannasveitafélögin tapi á þessu líka. Ef fáir taka strætó afhverju ættu þá allir eða flestir að nota borgarlínuna? 

Ingólfur Sigurðsson, 11.3.2022 kl. 07:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband