XD= 80% gegn Borgarlínu

BorgarlinaFrettabladid2022Ný skoðanakönnun Prósents um Borgarlínu og þéttingu byggðar í Reykjavík sýnir hvellskýra andstöðu kjósenda Sjálfstæðisflokks (XD) og Miðflokks við hvort tveggja. Af þeim sem tóku afstöðu, þá eru 80% af XD andvíg Borgarlínu og 73% gegn þéttingu byggðar. Miðflokkurinn er ennþá meira afgerandi þarna megin.

Kjósendur Samfylkingar eru hins vegar nær algerlega fylgjandi hvoru tveggja, af þeim sem afstöðu tóku, 98% Borgarlínu og 91% þéttingu byggðar. Vinstri græn eru líka þeim megin, 92% fylgjandi Borgarlínu og 72% með þéttingu byggðar.

Ekkert er að marka orð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að kjósendur Sjálfstæðisflokksins séu klofnir í þessum málum, sbr. tölurnar hér að ofan. Ný forysta flokksins hlýtur að fylgja afgerandi vilja sinna kjósenda, þegar ljóst er að skoðanir þeirra standa beint gegn ríkjandi meirihluta og flokkurinn þurfi að komast í aðstöðu til þess að breyta ríkjandi stefnu meirihlutans í borginni.

Eftirgjöf hér þýðir uppgjöf, eins og amk. síðasta áratug.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Þá myndu borgarbúar missa 100 milljarða króna og drjúgan hluta af frítíma sínum!

Ívar Pálsson, 28.3.2022 kl. 20:03

3 Smámynd: Jónatan Karlsson

Það er grábölvað að missa Vigdísi Hauksdóttur úr slagnum og gengur líklega alveg frá Sjálfstæðisflokki að missa Eyþór, þó hann fiskaði ekki sérlega vel

Jónatan Karlsson, 28.3.2022 kl. 20:39

4 Smámynd: Sævar Helgason

Oddviti XD er framsýn og frjálslynd í R .vík
Síðan eru 5 svört afturhald og að lokun 1 framsýnn og frjálslyndur  í 6.sæti
Þetta er ekki burðugt nesti í kosningar í borginni
Baráttan verður um Borgarlínu -að hún komist heil í höfn- en ekki sem einhver bastarður
Einkabíllinn hefur verið með einokun í áratugi . Einokun er vond :-)

Sævar Helgason, 28.3.2022 kl. 20:43

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er misjafnt hvernig fólk túlkar framsýni og frjálslyndi, Sævar.

Sumur sjá framsýni og frjálslyndi í því að byggja stórar blokkir, margar á hverjum stað og svo þétt að sól nær aldrei til jarðar. Sumir sjá framsýni og frjálslyndi í því að allir skuli ferðast á þann hátt sem þótti í tísku fyrir miðja síðustu öld. Sumir sjá framsýni og frjálslyndi í því að gera borgina í anda austur Evrópu sovétismans.

Flestir sjá þetta sem afturhald og forsjárhyggju.

Gunnar Heiðarsson, 28.3.2022 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband