Viljum við jöfnuð í raun?

Ef allir heimsbúar væru jafnir og lifðu nákvæmlega á algengasta íslenskan hátt, þá entust gæði jarðar í nokkra daga og heimurinn fylltist af rusli og mengun. Ef við viljum færa okkur niður á það neyslu- og hegðunarplan sem jörðin þyldi örugglega með slíkum "íslenskum" jöfnuði, þá væri það óásættanlegir lifnaðarhættir fyrir lang- langflesta Íslendinga. Því er ljóst að við veljum okkur stað nálægt efsta hluta neyslupýramídans, en gerum ráð fyrir að pýramídinn haldi sér, því ef hann væri flatur og allir hegðuðu sér eins, þá værum við öll búin að vera.

Við viljum ekki jöfnuð, heldur ímyndina um jöfnuð. Henni er viðhaldið til þess að halda fólki þar sem það er.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvaða svartsýni er þetta eiginlega? Alla tíð hefur það verið boðið að ef heimsbúar lifðu eins og þeir ríkustu á hverjum tíma þá færi allt til fjandans. Núna lifa hundruð milljóna manna miklu betur en 1% ríkustu aðalsins í Evrópu á miðöldum. "Fátækt" er núna álitin vera "bara" eitt sjónvarpstæki og einn bíll á fjölskyldu í næstum því öllum löndum heims. 

Á meðan við virðum verðlag á frjálsum markaði og spilareglur hins frjálsa markaðar þá munu þeir sem vilja fá - næstum því án undantekninga! 

Geir Ágústsson, 3.9.2007 kl. 20:34

2 identicon

rangt!

Jósep Húnfjörð (IP-tala skráð) 3.9.2007 kl. 23:49

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Geir, þetta er ekki svartsýni hjá mér. Ég styð sjálfskaparviðleitni, frjálsan markað og neysluhyggju Íslendingsins, því að annars stöðvast hjólið. Hér er ég að benda á þversögn í tali margra sem segja annars vegar að við berum ábyrgð sem heimsbúar, á t.d. orkunotkun og ofurneyslu miðað við aðra, á meðan okkur Íslendingum dytti ekki í hug að fara niður á það neysluplan sem þyrfti til þess að aðrir yrðu jafnir okkur (enda eigum við ekki að gera það). Þau vilja þá ekki að allir aðrir komist upp á okkar plan, t.d. Kínverjar og Indverjar í orkunotkun eða í klósettpappír eða hverju sem er, af því að afleiðingarnar yrðu svo afgerandi fyrir heiminn, einnig þar sem nýtt Ísland fæðist á hverjum 1,5 degi. Fólk staglast á ábyrgð okkar sem höfum hagað okkur eins og allir aðrir vilja hafa hagað sér.

Alið er á móral, sem leysa á með því að greiða milljarða eitthvað út í heim, í tilganslausa kolefnissjóði eða til spilltra Afríkueinvalda. Hlustum ekki á tvískinnung, verum þakklát fyrir öll þau gæði sem við höfum hér, nýtum þau skynsamlega áfram og pössum upp á það fólk hér sem er í slæmri aðstöðu til þess að njóta gæðanna. 

Ívar Pálsson, 4.9.2007 kl. 00:58

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ívar, ekki algjörlega ósammála. Lífskjör Íslendinga eru Íslendingum og öðrum frjálsum hagkerfum að þakka því afraksturinn er ekkert annað en uppskera hins frjálsa markaðar. Þeim þjóðum sem er haldið utan við hinn frjálsa markað (sem oftast felst í eigin lokun þeirra á eigin landamærum) eru engir syndabunkar okkar né annarra.

Hinn frjálsa markað má samt ekki vanmeta þegar kemur að því að nýta takmörkuð gæði til að búa til gríðarlegt magn lífsgæða fyrir gríðarlega marga. Við í dag getum engan veginn vitað hvernig hinn frjálsi markaður mun fæða og klæða hundruð milljóna fleiri innan okkar lífstíðar - en hann mun gera það!

Geir Ágústsson, 4.9.2007 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband