Japan 0, Ísland 1

Seðlabanki Japans hélt stýrivöxtum sínum óbreyttum núna í 0,5%. Litlar líkur eru á því að það breytist fyrr en líða tekur á vetur, þar sem vöxtur í Japan fer minnkandi. Þar með festist vaxtamunarverslun með krónuna í sessi og krónan styrkist. Dollarinn er met- veikur gagnvart pundi og veldur hæsta gull- og olíuverði. Nú getur vaxtamunar- elítan á Íslandi sofið róleg og aukið enn við þann risabagga sem krónan litla á að bera. Hitt fólkið, allir hamstrarnir í hringekjunum, getur þá verið visst um að þurfa ekki að slá af hraðanum til þess að eiga fyrir ofurvöxtum sem fara aðallega til Lúxemborgar og Cayman- eyja. Haldið dampi, hamstrarnir ykkar! Eruð þið ekki að byggja?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innlitskvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.11.2007 kl. 12:02

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Var ekki SÍ að HÆKKA sína stýrivexti fyrir skömmu? Olía á eldinn eða olíutunna á bálið?

Geir Ágústsson, 6.11.2007 kl. 00:28

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Jú einmitt, Geir. Ég var á stýrivaxtafundinum að hlusta á Davíð áðan, að hlusta á það af hverju þeir gusa olíu á bálið. Sér blogg um það hér á eftir.

Ívar Pálsson, 6.11.2007 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband