Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast

Vandræði stærstu fyrirtækja Íslands, Kaupþings og annarra stórútflytjenda vaxtamunarins jukust í nótt þegar japanska Jenið náði sjö vikna hámarki en hlutafjármarkaðir Asíu og Evrópu sigu í morgun. Þá er ótalinn vandinn vegna skuldatryggingamarkaðarins, sem Financial Times lýsir í skuggalegri grein á ft.com. Niðurstaða FT er sú að sá markaður muni tapa um 400 milljörðum dollara og lausafjárstreymi dragist enn saman um 8-10%, sem þýðir kreppu heimshagkerfisins.

Hver kemur til bjargar ef illa fer?

Horfumst síðan í augu við raunhæfa möguleika: Bankar sem eiga ekki fyrir skuldum geta orðið gjaldþrota eins og önnur fyrirtæki. Hvaða ríki á að draga alþjóðlega banka að landi ef svo fer? Af hverju á ríkið að koma þeim til bjargar sem tóku mestu áhættuna?


mbl.is Nikkei ekki lægri í rúm 2 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef enga skoðun á henni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 15.1.2008 kl. 11:42

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Jenið á heilmikið inni og ekki síst vegna þess að stýrivextir japanska seðlabankans eru alveg við núllið og geta þar af leiðandi lítið sem ekkert lækkað. Mér finnst ekki ósennilegt að það hækki um amk 50% gagnvart krónunni á næstu 1-2 árum og sennilega meira, fer eftir hversu hratt seðlabankinn neyðist til að lækka vexti.

Baldur Fjölnisson, 15.1.2008 kl. 11:59

3 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Þú sagðir mér um daginn að kaupa evrur - á ég að kaupa jen núna?

Ásgeir Kristinn Lárusson, 15.1.2008 kl. 12:45

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það frábæra við jenið er að síðustu árin hafa allir og líka hundurinn í Japan, húsmæður jafnt sem bísnessmenn og allt þar á milli verið að selja það niður, það er keypt erlendan gjaldeyri og selt jen. Þetta hefur verið samkvæmt opinberum áróðri enda lágt skráð jen lífsnauðsynlegt japönskum útflutningsiðnaði. Það er því alveg ótrúlega yfirselt. Smá flétta sem ætti að vera í hverju portfólíói snýst um að kaupa jen og selja short á móti vestræna banka sem munu gufa upp þegar jenið hækkar.

Baldur Fjölnisson, 15.1.2008 kl. 13:40

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Ásgeir Kristinn, höldum bara áfram að eignast Evrur til langframa. Jenið er nær vaxtalaust (þó að það geti breyst sbr. Baldur) og Evran er yiltölulega áhættulítil. Aðalmálið er að forðast krónuna.

Ívar Pálsson, 15.1.2008 kl. 15:12

6 identicon

Þeir eru nú brattir í dag hjá greiningardeildunum og spá 30% hækkun á árinu og engar áhyggjur af íslensku bönkunum.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 15:47

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hvað geta þeir annað blessaðir.

Annars áfram með Japan, þá þurfum við að hafa í huga að mjög líklegt er að Asía renni að mestu saman í sameiginlegt efnahags- og myntsvæði, sem yrði hroðalega sterk eining (Kína á orðið heiminn). Öll olía Japana er núna flutt með ströndum Kína þannig að það er lífsnauðsynlegt fyrir þá að bæta samskiptin við Kínverjana og þar að auki eru efnahags- og viðskiptatengsl þessarra risa sívaxandi. Japan getur ekki verið leppríki BNA endalaust og fjármagnað árásarstríð þess. Það þýðir ekkert að moka peningum í gjaldþrota aðila.

Baldur Fjölnisson, 15.1.2008 kl. 15:54

8 identicon

Já, þetta er nú það sem ég hef lengi verið að hugsa (eða huXa eins og sumir skrifa).

Framleiðslan mun öll smám saman fara þarna austur vegna launamunar. Þessi launamunur mun ekki geta verið svona ofboðslegur til lengri tíma litið. Farm að þessu hefur munurinn verið brúaður með gengdarlausum lántökum eins og Ísland er ýkt dæmi um og tækniforskoti sem vesturlönd hafa haft. Við endum bara sem hráefnisframleiðendur.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 16:42

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við flytjum inn að því er virðist takmarkalausa offramleiðslugetu og verðhjöðnun frá Asíu og reynum þannig að balansera út óðaverðbólgu í eignum og verðpappírum sem við höfum framleitt með offramleiðslu peninga (skulda). Þessi skuldaframleiðsla hefur vissulega líka leitt til tröllvaxins þjónustukerfis, allt frá hundaskyggnilýsingum til árulækninga, en slíkt kerfi er hins vegar viðkvæmt fyrir efnahagssamdrætti. Þegar harðnar á dalnum hætta menn sjálfsagt fyrst að borga öðrum fyrir að þjóna undir rassgatið á sér og gera það sjálfir.

Skólakerfið er í þágu atvinnulífsins eins og hjá Mussolini (sem sagði réttilega að fasisminn ætti frekar að kallast fyrirtækjaismi) og forðast því að ræða þessa hluti. Það þarf að segja grunnskólakrökkum að lánveitingar séu ekkert annað en tímabundin millifærsla á kaupmætti, sem hljóti aftur að leiða til tapaðs kaupmáttar við endurgreiðslu lánsins. Og síðan þarf að skýra fyrir þeim að 90-100% húsnæðislán þýði að lántakandi greiði í raun fyrir amk. 2-3 íbúðir á lánstímanum. Þannig virka okurlán og vextir og vaxtavextir. Þeir moka í þig lánum eins og þú getur í þig látið og skrúfa síðan fyrir kranann og hirða draslið fyrir slikk. Og þú verður bara eins og hver annar leiguliði í nútíma lénsskipulagi og eignir þessa batterís, stjórnmálamenn og ruslpóstur, segja þér að þetta sé bara óheppni og enginn hafi getað séð það fyrir.

Baldur Fjölnisson, 15.1.2008 kl. 18:34

10 identicon

Af hverju ætti ríkið að koma til hjálpar þeim sem tóku mestu áhættuna???

Ríkið er jú við.... sem þýðir einfaldlega að við munum borga og tryggja tap áhættusækina fjárfesta, sem hafa hagað sér einsog fífl.  Ef svo fer að ríkið hlaupi undan bagga (einsog reyndar UK hefur lofað Northern Rock) að þá borgum við það með skattpeningum okkar og látum svo taka okkur í þur.... með háum vöxtum eða þjónustugjöldum við ausum peningum okkar báðum megin við borðið í þá).  Þeir sem eru í aðstöðu til þess mergsjúga almenning endalaust...........ENDALAUST hvert sem litið er..... 

Málið er að fjárfestar (Fjárfestingabankar og sjóðir) haga sér einsog allra hörðustu Darwin-kapítalistar á meðan vel gengur, en breytast fljót í sósíalista þegar þeir heimta skattpening okkar til að bjarga þeim þegar illa gengur..................

gfs (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 18:57

11 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þessi illmenni í bönkunum hafa nú samt sem áður pumpað hlutabréfamarkaðinn upp um 300% á fimm árum (var upp um eitthvað 500% í sumar sem leið) og húsnæðið hefur hækkað um silljónir og þeir hafa skapað miklar eignir víða og starfsemi. EN líka gríðarlegar skuldir. Og eins og ég nefndi þá eru lánveitingar ekkert annað en framvísun á kaupmætti sem gengur til baka þegar lán er greitt og þegar bankinn verður að gefa það eftir þá þýðir það endanlega tapaðan kaupmátt HANS og þegar öllum og hundinum líka er lánað fyrir öllum mögulegum og ómögulegum hlutum þá þarf óhjákvæmilega á endanum að afskrifa froðuna (sem byggðist á skilvísi og greiðslugetu allra og hundsins þeirra líka) sem áður var tekjufærð.

Ríkið getur ekkert komið þeim til hjálpar ef þeir riða til falls (guðirnir forði því). Það er bara vesæll dvergur samanborið við bankaveldið. Seðlabankinn er það líka. Það sem gæti ógnað bönkunum væri dæmi upp á hundruði milljarða en slíkar fjárhæðir getur ríkissjóður Íslands einfaldlega ekki slegið - nema etv. með því að hreinlega afhenda lánveitendum náttúruauðlindir landsins (og mannauð) á silfurfati. Það þarf jú yfirleitt veð gegn lánveitingum. Þannig hefur landinu í raun verið stolið í rólegheitunum á síðustu árum. 

Baldur Fjölnisson, 15.1.2008 kl. 20:14

12 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Ég hef nú þá trú að þeir láti þá hafa auðlindirnar og mannauðin líka, frekar en að "peninga" valdhafarnir missi völdin.  "Peninga"valdhafarnir eru nefnilega oftast vinir stjórnmálavaldhafanna.

Og Seðlabanki Íslands byrjaði í dag, þegar þeir gáfu út að þeir tækju núna meira verðlausa pappíra sem tryggingu fyrir láni, en þeir hafa gert.

Og er þetta ekki í leiðinni tilkynning til fjárfesta að bankarnir þurfi á þessari tilslökun að halda til að redda sér. Þeir eru sem sé búnir að veðsetja allt sem Seðlabankinn gúteraði og nú búnir að fá leifi til að veðsetja hundinn líka.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 15.1.2008 kl. 21:09

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Við verðum á endanum innlimuð í Evrópusambandið með þessu móti og þeir sem harðast hafa þóst vera á móti því munu sem sagt í rauninni koma því í gegn. En áður þarf víst að veðsetja hundinn líka.

Baldur Fjölnisson, 15.1.2008 kl. 21:25

14 identicon

Sko hvað sagði ég ekki.

Á textavarpinu sá ég að menn væru að spá í að þjóðnýta Northern Rock.

Verði Breskum skattgreiðendum að góðu.

gfs (IP-tala skráð) 15.1.2008 kl. 23:27

15 Smámynd: Ívar Pálsson

Þið eruð með margar góðar athugasemdir. Greiningardeildirnar hafa aftur á móti ekkert læknast af afneituninni eftir að hafa skjátlast um amk. 1100 ma. virði markaðarins á síðustu 3 mánuðum. Þau fá líklega annan skell núna, miðvikudag, þar sem Jenið styrktist enn meir og USA markaðir héldu áfram niður. Er virkilega hægt að tala markað upp um nokkur hundruð milljarða, þrátt fyrir augljóst andstreymi?

Ívar Pálsson, 16.1.2008 kl. 00:10

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Já, það er vegna þess að seðlabanki Bretlands hefur ekki verið sjúkrastofnun og elliheimili fyrir útbrunna pólitíkusa. Þetta er eldgamalt veldi sem hefur stjórnað pólitíkusum og alls ekki hleypt þeim upp á gafl hjá sér.

Baldur Fjölnisson, 16.1.2008 kl. 00:11

17 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ívar, við getum ekki krafist þess af markaði að hann hafi alltaf rétt fyrir sér. Það er ekki hans hlutverk. Hann er framvirkur efnahagsvísir og afar mikilvægur sem slíkur en fólk stýrir honum og það er breyskt eins og þú og ég kannski hlustar það á tóma dellu.

Markaðir yfir og undirskjóta alltaf. Ég er frekar grimmur björn og held að botninum hafi ekki verið náð og hef rökstutt það, en samt útiloka ég ekki hvað nautið getur  boðið upp á. 

Baldur Fjölnisson, 16.1.2008 kl. 00:20

18 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Markaðurinn verður til eftir að við erum öll dauð - sem afsakar öll hans mistök og afrek þar sem enginn verður eftir til þess að diskútera þau. Sem allt byggist á mannlegu eðli sem ekkert hefur breyst í 10 þúsund ár. Er það ekki magnað.

Baldur Fjölnisson, 16.1.2008 kl. 00:34

19 Smámynd: Ívar Pálsson

Birnirnir munu nú hafa rétt fyrir sér. Meir að segja Deutsche Bank, sjálfir bréfakóngarnir boða núna 100 Jen/USD spá um 31/12/08. Bloomberg greinin núna lýsir áhættufælninni sem eykst stöðugt. Ef spá Deutsche gengur eftir þá verða gjaldfallin krónubréf upp á hundruð milljarða ekki endurnýjuð.

Sjáið tengilinn á Bloomberg um Jenið núna

Ívar Pálsson, 16.1.2008 kl. 00:34

20 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er mjög mikilvægt að skilja að jenið er yfirselt og það þýðir hrun vestræns bankakerfis fyrr eða síðar - en ég get nú ekki í rauninni haft miklar áhyggjur af því. Það er bara pínöts. Hvernig litist þér á skandal sem  myndi leiða til þess að gjörvöll valdaelíta vesturlanda lenti á bak við lás og slá?

Baldur Fjölnisson, 16.1.2008 kl. 00:48

21 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er rosalega lítið spennandi við að vera hengdur fyrir að ljúga af stað stríð á upplognum forsendum. Hverjir vilja hengja sig í samúðarskyni. Það kemur í ljós.

Baldur Fjölnisson, 16.1.2008 kl. 01:18

22 identicon

Líklega er bjarnarmarkaður framundan til lengri tíma en ekki ólíklegt að kominn sé tími á lítilsháttar pullback.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband