Hagaskóli 50 ára: hátíð og myndir

Hagaskóli hélt skemmtilega upp á 50 ára afmæli sitt í gær. Sú sýning varð mér hvatning til þess að taka myndir af  gömlum bekkjarmyndum og birta hér til hliðar. En á hátíðinni sáust margir gamlir Hagskælingar, t.d. hittum við Geir H. Haarde forsætisráðherra og Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúa. Nemendur skólans settu upp hvert tímabil í sinni stofu á fjölbreyttan hátt. Myndirnar ná ekki að lýsa stemmingunni alveg, sem náðist stundum vel upp, t.d. með reykelsum, klæðnaði og myndasýningum. Bekkurinn 8 BSÓ bjó til stóra Flower PowerFlowerPower Rugbraudid smárútu „rúgbrauð“ sem kom var einmitt einskonar ímynd eftirhippatímans þegar ég var í Hagaskóla. Hjálmar íþróttakennari sýndi 16mm kvikmyndir frá árunum 1957-8 og sjöunda áratugnum. Vel unnin ljósmyndasýning var á trönum í salnum. Þar voru einnig hljómleikar. Tuga metra löng súkkulaðikaka hafði verið bökuð og veitingar voru víðar. En látum myndirnar tala sínu máli.

Við hjónin viljum þakka þeim sem stóðu að þessari hátíð fyrir þann bráðskemmtilega gjörning.

Gamlar bekkjarmyndir útskriftarára úr Hagaskóla Hagaskoli 1975 3M hluti1

Bekkjarmyndirnar á veggjum Hagaskóla eru merk heimild, þar sem þær vinna sig ásamt nafnalistum eftir göngum hans. Ég stalst á hlaupum til þess að smella af á þó nokkrar þeirra frá 1971-1975, en glampi á glerinu og flýtir minn gerir útkomuna æði misjafna. Þó náði ég að vinna nokkrar frekar í forriti og bæti kannski fleirum við með meiri vinnu. Munið að ýta þarf tvisvar á myndir til þess að ná fullri stærð.

Sjáið útkomuna og komið með kveðjur eða athugasemdir. T.d. væri sniðugt ef eitthvert ykkar úr bekkjunum myndi segja röð númeranna sem tengjast nöfnunum, frá vinstri nr. 18, 25,6,10.. osfrv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Ívar.  Ég er ekki viss um að þekkja þig á þessum myndum!  Ertu örugglega á þeim? 

Með kveðju frá Afríku.

Gunnar Þórðarson, 5.6.2008 kl. 13:59

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Ég hefði mætt ef ég hefði vitað af þessu. Er þetta ekki annars Egill Helgason í efstu röð sirka fyrir miðju?

Ef '75 er þinn árgangur (miðað við landspróf) þá ertu '59 módel, ekki satt? Ég á mína mynd frá '71 og setti öll nöfn inn á hana með hjálp nokkurra bekkjarsystkina fyrir tæpum 2 árum. Halli bomba var með hjá okkur, ekki Jóna Hansen.

Lára Hanna Einarsdóttir, 6.6.2008 kl. 15:46

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Jú, Lára Hanna, þarna trónir Egill Silfur og Illugi Jökuls þarnæst við hliðina.

1974 er minn árgangur í Hagaskóla, Landsprófsbekkur 3-S. Þar sit ég hárprúður með öðru góðu fólki, ss. Jóni Karli Ólafssyni, sem flestir kannast við úr fluginu og t.d. Bryndísi Halldórsdóttur tangómeistara. Halli Finns var með okkur, traustur.

Ívar Pálsson, 6.6.2008 kl. 19:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband