Flensufólkið burt frá flugvélum!

Offitu- og símasjúklingar ásamt sparkandi krökkum eru hjóm eitt miðað við vandræðin sem skapast afFlensuhosti flensufólki með sótthita. Við ættum að nota SARS- ennishitaskanna til þess að koma í veg fyrir að flensuspúarar fari um borð í millilandaflug, því að þeir eyðileggja heilu fríin og viðskiptaferðirnar fyrir tugum manna.

Einn nákominn mér fór í langflug nýlega. Ein kona í hópnum var með flensu og náði að skemma drýgsta hluta frísins fyrir 30 manns. Lofthringsólunarkerfi þotanna tryggir það að allir hafa andað að sér lofti sjúklingsins nokkrum sinnum fyrir lendingu, enda er olía til hitunar fersklofts spöruð eins og hægt er.

Flu sneeze

 

 

Annaðhvort á sjúklingurinn ekki að fá að fara með eða að vera með öndunargrímu, eins og tíðkast í Japan. Eða er réttlátara að allir aðrir verði með grímu, en sjúklingurinn grímulaus?


mbl.is Feitir borgi sama og aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

  ég sat við hliðina á fárveikri konu í vetur í flugi og hún smitaði mig.......

Hólmdís Hjartardóttir, 4.10.2008 kl. 00:13

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Flensa er ekki kvef. Kvef smitast með ýmsum hætti og ætti fólkt til dæmis að þvo sér oft og vel um hendurnar því að þær eru smitleiðir af eðlilegum ástæðum. Einnig smitast fólk við hnerra en fæstir hnerra lengra en einn og hálfan metra og ætti fólk því að halda sig í hæfilegri fjarlægð frá kvefuðum. Að sjálfsögðu eiga þeir, sem eru veikir, að halda fyrir vitin þegar þei hósta og hnerra því að þá er lítil hætta á að þeir smiti aðra en sjálfa sig. Fárveikar konur eiga ekki að fljúga. Þær eiga að vera á spítala.

Kveðja
Ben.Ax.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 4.10.2008 kl. 00:29

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Einmitt, Hólmdís. Mér fannst fyrst ein vön í flugferðalögum vera ansi sótthrædd þegar hún sótthreinsaði armana og borðið í vélinni, en smitið lifir víst í 7-30 daga, þannig að eitthvað var til í þessu.

Rétt, Benedikt. Hér er skilgreining á kvefi og flensu.  En smitast þetta ekki á líkan hátt, þótt flensan sé skæðari?

Nú skilst mér að flugmenn (þ.e. flugfólk frammi í stjórnarklefa vélarinnar) hafi sérstakt loftræstikerfi fyrir sitt rými, þannig að farþegar, flugþjónar og flugfreyjur eru saman í öðrum báti. Saga klassin hlýtur að fara að krefjast sér- lofts!

Ívar Pálsson, 4.10.2008 kl. 07:28

4 Smámynd: The Critic

Ég er alveg sammála þessu, það  er undatekning ef maður fær ekki einhverja óþverra pest eftir flugferðir.

The Critic, 4.10.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband