Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu

Þýskur almenningur sparar manna mest, leggur í banka og sjóði. Íslendingar eyddu manna mest og urðu skuldugastir í heimi. Nú létum við Þjóðverja borga lánin, átum kræsingarnar og hlaupum frá reikningnum, enda er hann upp á líklega 4.000.000.000.000 króna sem fellur á Þjóðverja, margfalt hærra en á Breta.

Íslendingurinn segir að hann hafi ekki tekið þátt í því, en það er ekki rétt: hver sá sem notaði íslenskar krónur síðustu fjögur ár var að gera svo m.a. í  boði Þjóðverja, þar sem kannski helmingur krónunnar var á fölsku sterku gengi, lánspeningur sem leyfði okkur að njóta lánaðra gæða, flestir algerlega ómeðvitað. Bólan sem skópst varð svo stór og glæsileg vegna allra krónubréfanna og vaxtamunarsamninganna, vafninganna og lánanna til vaxtarfyrirtækjanna.

Þótt við Íslendingar teljum okkur standa í flórnum, þá erum við að reyna að sleppa með stóra skrekkinn, að borga af öllum risalánunum upp á fjölda þúsunda milljarða króna, sem hækkar um tugmilljarða króna við hvert prósent sem krónan fellur.

Á mótmælaspjöldunum okkar ætti að standa: Entschuldigung! (fyrirgefið).


mbl.is Vandi vegna Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En hvað voru þeir að hugsa sem lánuðu okkur? Hvað höfðu þeir fyrir sér í því að við værum borgunarmenn?

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 12:05

2 Smámynd: Jens Ruminy

@Gretu Björgu

Nú hvað hugsuðu þeirt sem löguðu inn á sparireikning (sem er enginn sjóður á hvaða markaði sem er)?

Þeir hugsa að frekar fjárfestaþeir fyrir færri vextir og minna áhættu því eftgir venjulegum kringumstæðum getur sjóður farið á hlíðina og tapast en banki hrynur nú síður... hugsuðu þeir.

En hvað hugsuðu hins vegar þeir sem fluttu sjálfir inn ódýra ofurjeppa  fyrir myntkörfulán, þeir sem tóku myntkörfulán fyrir inna við ári síðan þegar krónan hafði nú þegar byrjað að siga? Þeir eru kannski sumir hverjir jafn létttrúaðir eins og Þjóðverjir, Bretar, Hollendingar, Belgar, ...

En segðum mér þó eitt: hvaaðhbugsuðu menn sem áttu að sjáfyrir hag þjóðarinnar, sem áttu ekki bara opna fyrir mögulrikar heldur tryggja öryggi (m.a. fjárhagslega) okkar.

Á ekki að persónugera vandann? Á ég bara að segja að húsið sem ég bý í og er skráður fyrir sem dugar víst ekki lengur fyrir lánið, að þetta er ekki vandamálið mitt heldur bara húseigandans? eða bankans og hvers þess sem lagði inn eigið fé eða spariféð sitt í bankann sem fær lánið ekki endurgreitt?

Jens Ruminy, 8.11.2008 kl. 13:12

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Jens, ég var að tala um þýska fjárfesta, ekki íslenskan almenning eða stjórnvöld. Mér sýnist þú hafa misskilið mig.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 13:24

4 Smámynd: Jens Ruminy

Sæl Greta Björg,

 nú held ég að þú sert að gera sömu mistök sem virðast vera því miður mjög algeng þessa daga, og taktu það ekki sem illa meint af minni hálfu.

Í umræðunni hér á Íslandi og úti er alltaf gert ráð fyrir að saklausir sparifjáreigendur séu bara til í eigin landi.

Það sem ég skrifaði um sparireikning og öruggan banka átti við um þá sem lögðu inn á Icesave og Kaupþing Edge úti. Fagfjárfestar (sveitarfélög, slökkvilið o.fl., þýskir bankar) hefðu að sjálfsögðu átt að átta sig á áhættu. Og vegna slíkra mistaka (í sambandi við Lehman Bros.) hafa nú þegar háir og hæstir bankastjórar úti þurft að taka pokann sinn. Bara ekki á Íslandi. Það blöskarar örugglega mörgum aðilum úti að það virðist eins og þeir sem hafa klúðrað ástandið á fyrra bragði hér á Íslandi sitji bara áfram og ráða förinni eins og ekkert hafði skeð, já frekar lýsa það ópinbert yfir að þeim dytti engan vegin í hug að taka ábyrgð, frekar finna sig nýja vini. Ef menn segðu að þeir reyndu að greiða öllu til baka og seinna kæmi í ljósað þetta væri allt of mikið fyrir fámenna þjóð væru langflestir til í að gefa þorrann skuldanna eftir, þá hefðu Íslendingar sýnt ábyrgð og reynt hvað þeir gátu. En með svona ráðamenn!

En tökum bara dæmi: þegar hrunið hafði farið af stað (Glitnir 'þjóðnýttur') hringdi föður minn í mig frá Þýskalandi og sagði mér m.a. að hann hafði fundið Kaupthing-Edge-heimasíðu og var að spá að stofna til sparireiknings þar, leggja inn nokkrar Evrur til að fá góða vexti (6% í stað 4-4,5%. Svona hefur sést líka fyrir örfáum árum á vegum spænska netbanka). Ég mælti sem betur fer með því að gera ekki neitt þangað til ástandið hafi komið í eðlilegt horf. Viku seinna var Kaupþing Edge líka farið í gjaldþrot. Samt auglýsti heimasíða Kþ-Edge ennþá samdægurs "öruggan sparnað". 10.000 - 20.000 € er engin upphæð í landi og fyrir kynslóð þar sem menn leggja til hlíðar svo sem árum skiptir áður enn þeir fjárfesta í bíl, hvað svo hús.

Engin furða að fólk sem finnst sig svona svíkið með sparnað sinn er vægast sagt hundfúlt í "Íslendingar". Þetta er það sem fólk hugsar ...

Jens Ruminy, 8.11.2008 kl. 14:18

5 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En Íslendingar stofnuðu enga sparisjóði í Þýskalandi, mér vitanlega, eftir því sem mér skilst á fréttinni er þarna um að ræða lán til framkvæmda og fjárfestinga á Íslandi frá þýskum bönkum? Hver ber þá ábyrgðina?

Það er ekki svo að ég vilji firra þá sem fengu lánin ábyrgð, en bar ekki bönkunum sem lánuðu að kynna sér forsendur lántakenda og áætlanir? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 14:26

6 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ef lántakendur hafa gefið upp falskar forsendur fyrir lántökunni er hins vega allt annað uppi á teningnum og telst saknæmt, eftir mínum skilningi.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 14:29

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Greta Björg: Kaupþing Edge í Þýskalandi var ekki í dótturfélagi og því eru 45 milljarðar króna þar eins og Icesave í Bretlandi og Hollandi. En allt það fé sem þýskir aðilar lögðu til íslenskra banka er aðalmálið. Krónan fléttast þar inn.

Ívar Pálsson, 8.11.2008 kl. 15:11

8 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvernig er Kaupþing í Þýskalandi sambærilegt við Icesave málið? Voru stunduð innlán frá almenningi og stofnunum inn á reikninga í jafn ríkum mæli og á Englandi þar? Af því hefur ekkert heyrst, alla vega ekkert á við Icesavemálið. Fréttin núna á mbl.is fjallar aðeins um útistandandi lán þýskra banka á Íslandi.

Ef um innlánareikninga á borð við Icesave er að ræða í Þýskalandi þykja mér Þjóðverjar svifaseinir miðað við Bretana.

Ég held að þú verðir að ústkýra þetta betur fyrir mér, ef þú nennir því.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 17:13

9 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Mér finnst tilhugsunin um að færa skuldina yfir á börnin okkar skelfileg. Þegar ég hlusta á fólk þá finnst mér það tala of mikið í skuldalausnum. Taka meiri lán.

Þeir sem bera ábyrgðina í dag eru m.a. þeir sem létu okkur sitja uppi með kolvitlaust mælitæki í viðskiptum, þ.e.a.s. krónuna.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:20

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Kaupþing Edge í Bretlandi var undir bankanum Singer & Friedlander og þar með beint undir Bretum, en í Þýskalandi var það beint undir Kaupþingi á Íslandi. Þar var farið af stað og það sem gæti talist ábyrgðarhluti Íslendinga er talið vera um 45 milljarðar króna.

Ívar Pálsson, 8.11.2008 kl. 18:24

11 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ívar þú virðist vera nokkuð klár í fjármálum og ég skammast mín aldrey fyrir að spyrja eins og vitleysingur. Því kemur þessi spurning.

Icesave tók við innlánum Breta. Fjármagnið var flutt til Íslands og endurlánað hér. Í svona viðskiptum þarf að skipta útlenskum peningum í íslenska. Átti ekki að safnast upp gjaldeyrisvaraforði við þetta? Hvert fór hann og hver átti að passa hann? Væntalega hefur mönnum verið ljóst að peningarnir þyrftu líka að renna til baka.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:25

12 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Hvernig getur almenningur á Íslandi borið ábyrgð á endurgreiðslu lána sem íslensk fyrirtæki (þ.m.t. bankar) fengu hjá þýskum bönkum?

Ég fæ það ekki til að passa. Ekki ber íslenska ríkið ábyrgð á öllum viðskiptum Íslendinga við erlendar stofnanir, - eða hvað?Kannski ef þau fara á hausinn?

Ber þá íslenska ríkið í sama mæli ábyrgð á erlendum körfulánum einstaklinga? Ef fólk hættir að borga og flýr land, færast þá skuldir þessa fólks yfir á okkur hin?

Þú svaraðir mér ekki hvort Kaupþing hefði verið með umfangsmikla innlánastarfsemi á borð við Icesave í Kaupþingi í Þýskalandi...

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 18:48

13 Smámynd: Viðar Eggertsson

Röng fullyrðing hjá þér. "Við" erum ekki við. Það eru þeir/þau og við. Ég sparaði en þeir/þau rændu sparnaðinum mínum.

Ég neita að ég að ég sé spyrtur við útrásarvíkingana, fjármálaeftirlitið, bankastarfsmennina, Seðlabankann og ríkisstjórnina.

Ég sparaði og þeir/þau rændu sparnaðinum mínum og skyldu mig eftir með ábyrgðina á sukkinu þeirra.

Viðar Eggertsson, 8.11.2008 kl. 20:35

14 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það styttist sjálfsagt í það að við þurfum að biðjast afsökunar á hnjánum á því að vera til í fjöldamótmælum á Austurvelli.  Biðjast meðal annars afsökunar á því að hafa ekki lagt nægjanlega til hliðar til að mæta töpuðum sparnaði þeirra sem ætluðu að ávaxta þær vel á skuldaglöðum Íslendingum

Fram til þessa hef ég verið skuldugur Íslendingur sem hefur þurft að skríða á hnjánum í vinnunni, skríða fyrir verkkaupanum og fyrir bankanum.  

Nú ætla ég að hætta að borga og lýsa mig skuldlausan, meir að segja þó að þjóðverjar tapi einhverju á því.  En ég reikna fastlega með að þurfa að skríða einhvern spöl í viðbót, þó að það sé ekki til annars en að eiga von í verðlausar krónur.

Magnús Sigurðsson, 8.11.2008 kl. 20:43

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Tek heilshugar undir orð þín, Viðar. Ekki hef ég sukkað, svo mikið er víst.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 20:44

16 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Það er ömurlegt að fjölmiðlar skuli fyrst og fremst beina athyglinni að uppátækjum óeirðaseggja (sem eru þó skiljanleg), en að þrusugóðar ræður sem fluttar voru fái ENGA athygli (nema pínkubrot úr ræðu Harðar).

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 20:46

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Svo vil ég benda Ívari á að íslenskir fjárfestar eru ekki einir um að hafa aðhyllst frálshyggju og ástundað áhættuviðskipti, þetta á við um allan hinn vestræna heim, Þjóðverja þar með talda, þó þeir hafi svo sem alltaf þótt aðsjálir í viðskiptum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.11.2008 kl. 21:03

18 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Viðar ég tek undir orð þín og endurtek það sem ég hef oft sagt til þess að bera ábyrgð þurfum við völd, áhrif og upplýsingar. Þeir sem ekki höfðu þetta þrennt bera ekki ábyrgð. Og ég á ekki flatskjá.

Ps. Ég á hrærivél og langamma mín átti eina líka.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 8.11.2008 kl. 21:44

19 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ívar: Burtséð frá þessu, þá langar mig að spyrja eins og fávíst barn:

Í öllu moldviðrinu virðist eitt hafa farið hjá garði. ...nú er verið að harka inn láni að ákveðinni upphæð héðan og þaðan og sagt að okkur vanti svo og svo mikið til að loka dæminu við IMF. Hefur þú séð hvað á að borga með þessu?  Hver er skuldalistinn, sem á að leysa með þessum lánum? Ekki eru það skuldir óreiðumanna væntanlega. Hvað þá? Menn vita upphæðina upp á 0.1 milljarð dollara og þá hljóta þeir að vita hverjar þessar skuldir eru. Ég hálf skammast mín fyrir að spyrja að slíku en ég átta mig bara ekki á þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 23:54

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er þetta áætluð upphæð til að bjarga fiat krónu, sem er bökkuð upp af fiat dollar og forða okkur frá að taka upp fiat evru, sem líka er bökkuð upp af fiat dollar?  Á að hengja okkar vagn aftan í dollaralestina, sem er farin fram af hengifluginu?  Bara svona aukapæling.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2008 kl. 23:58

21 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að tabula rasa sé eina úrræðið. Út með krónuna og inn með svissnenska franka eða Norska krónu. Loka seðlabankanum og setja okkur undir þá sterkustu í umhverfinu okkar. Svona þar til peningakerfið hefur verið endurmetið og við getum staðið í lappirnar aftur eftir ca 15-20 ár.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.11.2008 kl. 00:01

22 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Þetta er góð spurning hjá þér, Jón Steinar, sem ég minnist þess ekki að menn hafi spurt svona hreint út, það er að segja í hvað NÁKVÆMLEGA eiga lánin að fara?

Alltaf er talað um að bjarga því að við fáum gjaldeyri til að borga skuldir og leysa út vörur sem við þurfum bráðnauðsynlega á að halda í landinu svo hlutir haldi áfram að rúlla...en hvað svo meira?

Ég er sveimér farin að aðhyllast það sem þú nefnir í seinna kommentinu. Við kunnum ekki að vera sjálfstæð, það er búið að sýna sig. Kannski getum við útskrifast eftir þennan tíma sem þú nefnir.

64 ára sjálfstæðistímabil eru ekki langur tími í sögu einnar þjóðar, í rauninni sorglega stuttur tími til að glata því sjálfstæði aftur.

Enda höfum við verið bananalýðveldi allan tíman, eða er ekki stjórnarskráin sem við búum við enn til bráðabirgða, eftir þó öll þessi ár?

Svei.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 00:10

23 Smámynd: Heidi Strand

Ég tek líka undir orð Viðars.

Ég lífi ekki öðruvísi lífi en ég gerði fyrir tíu árum.
Það á enginn þjóð afsökunarbeiðni inni hjá mér. Ég hef ekki kosningarétt á Íslandi eftir meira en 30 ára búsetu hér og ber ekki einu sinni ábyrgð af stjórnvöldum.

Það hefur vantað hugsjónarfólk við stjórn á Íslandi. Þeir sem hafa stjórnað hafa hugsað meira um eiginhagsmunir frekar en þjóðarinnar. Afleiðingarnar hefur komið í ljós.

Heidi Strand, 9.11.2008 kl. 09:36

24 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Aldrei mun ég biðja Þjóðverja eða neina aðra þjóð afsökunar á Austurvelli á að einhverjir landar mínir hafi braskað með spariféð þeirra.

Þeir sem lögðu fé sitt í íslensku bankana tóku sjálfir vissa áhættu með því, þeir voru að sækjast eftir himinháum vöxtum og auðsóttum auði. Voru ekki um 20% innlánsvexti á Icesave? Það minnir mig. Kannski menn hefðu átt að kynna sér málið betur áður en þeir lögðu inn. Nóg hefur víst verið til af bönkunum í Bretlandi í gegnum tíðina.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 10:35

25 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Viðar & Heidi & Gréta & Jón Steinar:

Sammála ykkur, nema að ég aðhyllist ekki hugmynd Jóns Steinars um norska krónu eða svissneskan franka, heldur hugmyndina um ESB aðild og upptöku evru.

Auðvitað höfum við Íslendingar aldrei ráðið neitt við peningamálin. Ég var að kenna niður í Söngskóla Sigurðar Demetz um daginn og lendi á kjaftatörn við Marco, sem er ítalskur píanisti, sem nú er staddur hérna - algjör píanóvirtúós og mjög greindur maður!

Ég nota alltaf tækifærið og rifja upp ítölskuna, sem er aðeins farin að ryðga. Við fórum að ræða þessi peningamál. Hann sagði, að það besta sem hefði gerst fyrir Ítalíu var að fá evruna, þótt einhver dýrtíð hafi fylgt henni. Hann sagði að Ítalir væru frábær þjóð, en að þeir hefðu aldrei ráðið við líruna, aldrei ráðið við eigin peningastefnu.

Er þetta ekki eins hjá okkur? Eigum við ekki bara að láta þjóðverjana um þetta - þ.e.a.s. Evrópska seðlabankann, en allir vita að Þjóðverjar ráða ferðinni þar á bæ!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 9.11.2008 kl. 12:04

26 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

En Guðbjörn, er ESB fýsilegur kostur ef það kemur í ljós sem marga grunar að þeir beiti nú bolabrögðum á okkur innan IMf til að þvinga okkur til að borga Bretum? Hvernig værum við stödd í sambandi þar sem slík ríki eru innan dyra?

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 12:12

27 Smámynd: Ívar Pálsson

Athugið að öll mín skrif um þessi mál hafa beinst að því að forða ríkinu undan ábyrgð á þessari óumflýjanlegu vitleysu sem ég spáði í smáatriðum sl. eitt og hálft ár. Við eigum ekki að bera samábyrgð á þessum óförum og hefðum átt að láta bankana mæta gjaldþrotum sínum ef þau voru ekki umflúin. Þá stæði ríkið sæmilega keikt, en því er ekki að heilsa núna þegar stjórnin sölsar undir sig eignir bankanna, kaupir skuldabréf úr sjóðum þeirra upp á hundruð milljarða og borgar fólki innistæður úr þrotabúum banka sem eiga að vera undir gjaldþrotaskiptum. Neyðarlögin nýju gætu verið dæmd fyrir Evrópudómstól ógild og óréttmæt, þar með yrðu allar aðgerðir varðandi bankana afturkræfar.

Færslan um Þjóðverjana byggist á því sem þegar hefur verið gert, þar sem ríkið hefur í raun tekið á sig ábyrgð með aðgerðum sínum, þótt það neiti því í orðum. Við munum vonandi ekki greiða neitt af 6-9 þúsund milljarða skuldum banka og fyrirtækja. En illu heilli þá tókum við yfir eignir bankanna án þess að borga skuldirnar, m.a. þaðan orsakaðist afsökunarbeiðnin, ásamt því að lifa mismikið umfram efni á kostnað annarra.

Jakobína, takk fyrir. Ekkert okkar þarf að afsaka sig, besta ráðið í fjármálum er almennt hyggjuvit, sem þú hefur örugglega fyrst þú veltir þessu öllu fyrir þér. Ég er heldur ekki bankatýpan með formúlur á lofti, heldur reyni að skoða heildarmyndina og hvað liggur að baki. Við högnumst öll á því að velta þessum spurningum fyrir okkur. En vegna spurningarinnar: Eins og ég skil það, þá var fjármagn bankans á hverri stundu, hvernig sem það varð til, alltaf í vinnu einhvers staðar, amk. er það þannig víða. Því kemur sparifé inn í hítina miklu og er lánað út þaðan eða stöðugt fært á milli sjóða í löndum eða útibúum eftir þörfum og ávöxtun á hverjum stað. Gjaldeyrismillifærslur koma þar sterkar inn, þannig að bankinn getur varla annað en hagnast á krónunni, þar sem inn- og útstreymi er bara eftir tækifærum á hverju augnabliki. Tilfærslur innan dags á milli landa hjá bankanum geta verið verulegar. Allt féð er hvikt, það hvílir ekki inni á bókinni þar sem þú heldur að það sé, heildur snarar sér t.d. til Noregs yfir nótt og ávaxtast.

Greta Björg, Viðar og Magnús: Ég vona að ég hafi skýrt sjónarmið mitt betur hér að ofan. Nú þarf ég að mæta á menningarviðburði, þannig að tíminn hleypur frá mér!

Jóns Steinar, sammála. Nota þann pening sem til er til þess að kaupa Norskar krónur og færa okkur yfir. Það leysir mörg vandamál. Við borgum engar af þessum skuldum nema ríkisins, enda lána þjóðir okkur aðeins til þess að endurgreiða tap bankanna til þeirra. Must go, björgum heiminum á eftir!

Ívar Pálsson, 9.11.2008 kl. 15:25

28 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ívar þú talar eins og frá mínu hjarta. Ég mælti líka með því að bankarnir yrðu látnir rúlla eftir hrunið. Það hefði verið hreinlegast. Yfirvöld hafa valdið þjóðinni ómældum skapa með leikfléttum neyðarlaga og kennitöluflakks. Það er með ólíkindum að þessir vitleysingar fái að stjórna hér. Ég er líka hlynnt því að við tökum einhliða upp nýjan gjaldmiðil.

OG VIÐ EIGUM EKKI AÐ SKULDSETJA BÖRNIN OKKAR.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 9.11.2008 kl. 18:20

29 Smámynd: Héðinn Steinn Steingrímsson

Takk mjög góða pósta Ívar rabbið um daginn.

1. Jens Ruminy: "Ef menn segðu að þeir reyndu að greiða öllu til baka og seinna kæmi í ljósað þetta væri allt of mikið fyrir fámenna þjóð væru langflestir til í að gefa þorrann skuldanna eftir, þá hefðu Íslendingar sýnt ábyrgð og reynt hvað þeir gátu. En með svona ráðamenn!"

Alrangt. Það að breyta kröfum sem eiga sér ekki eða mjög tæpa lagastoð yfir í löglegar skuldir eru mestu mistök sem hægt er að gera. Þá fyrst væru þessar þjóðir komnar með varanlegt hreðartak á Íslensku þjóðinni um aldir alda. Ísland yrði að arðrænnri nýlendu (sjá lið 5).

2.  Jens Ruminy: "Samt auglýsti heimasíða Kþ-Edge ennþá samdægurs "öruggan sparnað".

Þetta er rétt. Að mínu mati voru auglýsingar íslenskra banka erlendis t.d. Kaupthing Edge sem þú nefnir mjög nálægt því að vera ólöglegar því að þar var ríkisábyrgð og þess háttar haldið fram. Það þyrfti að draga fólk sem að samdi þann texta og þá sem að áttu að hafa eftirlit með þessu af hálfu rikisins til ábyrgðar. Tryggingarsjóður bankainnistæðna er ábyrgur fyrir öllum innlánum íslenskra banka hvar sem þeir eru. Í lögum sjóðsins stendur að íslenska ríkið MEGI lána sjóðnum fjármagn. Það stendur hins vegar hvergi að því beri skylda til að gera það. Það var óheppilegt að hvergi kom fram hve mikið fé var/er í sjóðnum og hve há innlánum, sérstaklega erlendis frá, voru orðin. Ef að þær tölur hefðu birst einhvers staðar þá hefði fólk haft betri forsendur til að meta hvort það ætti að leggja pening inná bankareikning eins og Kaupthing Edge.

3. Jens Ruminy: "leggja inn nokkrar Evrur til að fá góða vexti (6% í stað 4-4,5%).

Rétt. Í viðskiptum er alltaf: meiri vextir/gróði = meiri áhætta. Það er barnalegt, líka af einhverjum sýslum eða ríkisstofnunum í Bretlandi að halda að það sé hægt að fá hæstu ávöxtun á markaðnum án allrar áhættu.

4. Hugsanlega verið hreinlegra að leyfa bönkunum að fara í gjaldþrot og byrja svo með eitthvað hreinna borð en nú. Bretar virðast samt ekki treysta sér til þess að fara með mál sitt fyrir alþjóðlegan dóm eins og þeim hefur verið boðið þ.a. einhver virðist allavega vera efins um að lögin séu sín megin.

5. Það sem er að gerast núna er athyglisvert. Ég talaði nýlega við mann frá Afríku sem að hefur búið síðastliðin 20 ár í Evrópu. Hann vildi meina að Evrópulöndin blóðmjólki Afríkulöndin og arðræni. Í evrópskum fjölmiðlum hafa refsiaðgerðir sem að beinast að einstaka löndum í Afríku alltaf verið réttlættar með því að þær snúist ekki um viðskiptalega hagsmuni, heldur sé t.d. verið að verja lýðræði eða mannréttindi. Framkomu Breta og Hollendinga hjá alþjóða gjaldeyrissjóðnum er mjög athyglisverð fyrir umheiminn vegna þess að þar kemur fram grímulaus viðskiptaleg hagsmunagæsla eða tilraun til arðráns á íslensku þjóðinni (sjá lið 2) án þess að hægt sé að finna einhverja átyllu. Hryðjuverkalög Breta sýndu þetta líka. Við eigum að fara með þessi tvö atriði í alþjóðlega fjölmiðla. Ef við lítum til framtíðar þá höfum við ekkert annað val en að neita kröfum Breta og Hollendinga, sama hvað það kostar. Þrælahald er ólöglegt.

Héðinn Steinn Steingrímsson, 9.11.2008 kl. 22:34

30 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

"Ísland yrði að arðrænnri nýlendu "

Ég sé ekki betur en að það sé akkúrat þetta sem er að gerast þessa dagana. Því miður sé ég heldur ekki að við eigum okkur nokkra undankomuleið.

Þó svo það megi láta sig dreyma um útópískt Norðurveldi (Noregur, Ísland, Færeyjar, Grænland). Það mun ekki gerast fyrr en aðrar Evrópuþjóðir hafa einnig fallið í valinn og liggja í drullupollinum sem þær hafa sjálfar búið til. Sem er okkar eina von og gæti svo sem alveg gerst í framtíðinni, eftir þeim blikum sem eru á lofti að dæma.

Greta Björg Úlfsdóttir, 9.11.2008 kl. 23:11

31 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk sömuleiðis, Héðinn. Góðir punktar. Fyrst þú minnist á Tryggingarsjóðinn (innistæða): Staðan er um 19 milljarðar króna, sem er víst um 1-2% af þörfinni eða minna. Voru nægileg skil í hann frá hendi bankanna? Ef svo er, þá var hann ekki nægilega vel hugsaður frá byrjun.

Við eigum alveg möguleika á því að þverneita skulddaábyrgð. Þingheimur samþykkir aldrei IMF- stýrðu álögurnar sem liggja á borðinu og því yrði vantrauststillaga á stjórnina samþykkt með kosningum í janúar. Á meðan er fordæming Vesturlanda hlutskipti okkar í einhvern tíma, en nýtt þing fær kínverskt eða Arabíuskaga- lán til að stökkva kerfinu af stað. Þá kemur sér vel að þeir setja aldrei nein erfið skilyrði fyrir lánunum, frekar en í Súdan eða í Sómalíu.

Ívar Pálsson, 10.11.2008 kl. 00:33

32 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Þetta er alveg rétt hjá þér Ívar.  Ég sé það núna að ég var í partíinu líka.  Þannig að ég get ekki skotið mér undan reikningnum.

En ég krefst þess að þú komir núna með eitthvað jákvætt um þetta allt saman.  Nú hef ég tekið þá ákvörðun að hætta heimshornaflakki mínu, koma heim og taka þátt í uppbyggingunni.  Ekki síst fyrir þín orð.  Nú þarf ég einhverja hvatningu en ekki bara armageddon raus.

Gunnar Þórðarson, 10.11.2008 kl. 05:22

33 Smámynd: Ívar Pálsson

Gunnar minn, vertu velkominn heim með gjaldeyrinn þinn næsta sumar. Ég áskil mér rétt til þess að halda Armageddon- rausi áfram amk. þangað til að þau Ragnarök skella á. Við erum stödd í bensíntunnunni og sjáum út um kíkjugatið að Marlboro- maðurinn (IMF) nálgast okkur á hestinum með sígarettuna í munni. Svo mun hann á hjá okkur en henda logandi stubbnum í tunnuna og veifa í kveðjuskyni á leið sinni til Úkraníu, Tyrklands og Pakistans.

Gunnar, ég get ekki stungið höfðinu í sandinn eins og flestir aðrir (höfuð nr.63). Vissulega eru tækifæri fyrir fólk með peninga, en ég held að ekki þurfi að tíunda hvað hægt sé að braska með á kostnað annarra. En bjartsýni þú ferð örugglega að framleiða eitthvað. Ætli ég verði ekki bara með eins og vanalega?

Ívar Pálsson, 10.11.2008 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband