ESB með klærnar í Drekanum?

Nú ríður á að semja ekki af sér. Drekasvæðið gæti reynst jafngjöfult af olíu og norski hluti Norðursjávar,Olia Google sulur að mati Norðmanna. Þvílíkt glapræði væri þá að semja sig inn í Evrópusambandið núna, þegar Ísland er á hnjánum vegna síðasta ævintýris, með aukið gengisfall framundan? Nýfundnalendingar þekkja slíkt, misstu sjálfstæðið og börðust síðan lengi gegn því að Kanada tæki öll olíu- og námaréttindi af þessum örfáu eyjarskeggjum. Þar reyndist vera olía, gas, nikkelnámur og fleiri auðlindir.

Drekasvaedid GoogleVið Íslendingar getum haldið áfram að hámenntast og blogga út í óendanleikann ef við höldum auðlindarétti og sjálfstæði þjóðarinnar. Skiptum yfir í norska krónu strax, þá eygja krakkar okkar möguleikann á hámenningar- blómatímabili eftir hörkuaðhald í nokkur ár. Hættan er bara að þau verða orðin svo þreytt á sósíaldemókratísku aðhalds- og eftirlitstuði Steingríms J. eftir fimmtán ár þegar olían fer að vella að þau verði þá til í sölu auðlindanna!


mbl.is Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þetta er sama niðurstaða og ég hef komist að. Við horfum fram á tvö vandamál. Gjaldmiðillinn og fjárhagsmálin. Það þarf að koma hér upp mælistiku sem virkar til þess að mæla viðskiptastyrk okkar við útlönd. Síðan þarf aðhald og forgangsröðun til þess að komast frá þessu.

Þeir sem sitja við völd vilja láta krakkana okkar borga þetta. Sýnir hvað þessir menn eru óskammfeilnir.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 21:56

2 identicon

Ég mæli með Dollar frekar en norskri krónu.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:59

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hverskonar lýgi-bull er þetta? Hvað hefur ESB skipt sér að auðlindum ríkjanna? olíulindum Breta, eða kolanámum eða vatsnföllum eða stálnámum eða koparnámum eða neinum öðrum auðlindum? 

Fiskveiðistefnan hefur ekkert með auðlindir að gera heldur umhverfismál. Fiskistofnar virða ekki lögsögumörk og landmæri og þegar ljóst var að það yrði að vernda fiskistofn á Norðursjó þar sem mörg ríki áttu strönd að sama hafsvæði varð að móta sameiginlega stefnu undir mottóinu: „Sameiginlegur vandi krefst sameiginlegra lausna“. Nákvæmlega eins og seinna með lofstlagsmál.

Við erum bundin af „Kyoto“ og „Ríó“ sáttmálunum sem snúast um umhverfismál þ.e. nýtingu lofthjúpsins, þó þeir hafi áhrif á notkun og nýtingu ýmissa auðlinda.

Helgi Jóhann Hauksson, 10.11.2008 kl. 22:01

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Frímann, eigum við þá að borga vexti af þúsundum milljarða króna í 15 ár? Gaui, hættan er sú að dollar sé útþynntur og ofskuldugur, nálægt falli sínu. Kínverjar fara að nota eitthveð af þessum amerísku skuldabréfum sínum. Við viljum ekki lenda í því eins og Íslendingurinn í Mosfellsbæ forðum, að lenda í tveimur þyrlusysum á nokkrum klukkutímum!

Helgi Jóhann, lýgi- bull hvað? Ekkert þess sem ég nefndi er ósatt eðanefnt í óráði. ESB býr við verulegan orkuskort. Þegar í harðbakkann slær hjá þeim, væri mun auðveldara að snúa upp á hendur okkar ef við erum aðildarríki heldur en sjálfstæður samningsaðili sem getur selt olíuna hvert sem er. Þá vilja þeir gera flest til þess að vera vinir okkar.

Kyoto is history. Rio is history. Nú þegar skórinn kreppir, þá kemur loks í ljós hvílík kaffihúsasamkunda þessi losunarkvótahópur er. ESB vitkaðist þó nýverið og setti Ísland undir vistvænar þjóðir með frían kvóta, enda ekki hægt annað. Losunarþjóðum (Kína, Indland) dettur ekki í hug að samþykkja kvótana, heldur ákveða þau að þetta sé mál Vesturlanda. En ath., ekki mál Íslendinga, sem létu vera að hita heiminn og eiga ekki að eyða einni krónu til þess að reyna að kæla hann.

Ívar Pálsson, 10.11.2008 kl. 22:39

5 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Drekasvæðið er ekki komið í vasann. Ummerki sýna að það er einhvað þarna en það liggur ekki fyrir hvort það borgi sig að vinna þetta. Málið er að því að mér skilst á frumstigi. Ekki aðra Kröflu takk.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:49

6 Smámynd: Ívar Pálsson

En Jakobína Ingunn, Drekasvæðið er komið það langt að leyfi til leitar verða boðin út eftir tvo mánuði. Vissulega urðu t.d. Færeyingar fyrir vonbrigðum með sitt svæði, en ekki er öll von úti þar. Nú, ef olíuauðlindir reynast ekki aðgengilegar, þá höfum við þó allar hinar. En ESB lætur sig hafa það að fá jarðgas með leiðslum frá Rússlandi og Lýbíu, sama hvað pólítíkusar ergjast. „Smámálum“ (Georgíu osfrv.) er ýtt til hliðar fyrir orkumálin, enda eru þau lífsspurning fyrir ESB.

Hvað áttu við með aðra Kröflu? Illa gekk með holurnar, svo kom eldgos og góðar holur. Áttirðu við orkukaupin? Mér skilst að Krafla skili sér vel, en ég fór ekkert í sauman á því.

Ívar Pálsson, 10.11.2008 kl. 23:14

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Nú kannast ég við þig Ívar.

Haltu áfram á þessari braut, en forðastu að efna til óvinafagnaðar með dómsdags-spádómum.

Kveðja.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.11.2008 kl. 00:18

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

ESB hefur kastað sauðargærunni og vargseðlið er komið í ljós. Við þurfum að standa vörð um auðlindirnar og jafnframt gæta þess að þær lendi ekki í klónum á fáeinum bröskurum.

En bíddu við, Ívar. Tókum við ekki þátt í að hita heiminn? Mesta bílaþjóð í heimi? Mesta álframleiðsluland í heimi, með átta sinnum meiri álframleiðslu miðað við höfðatölu en Noregur sem kemur næst á eftir okkur?

Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 00:52

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Segðu mér eitt Ívar.

Ég er ekki enn búinn að átta mig á því hvað varð um peningana sem komu inn hjá Icesave. Gufuðu þeir bara sí sona upp, eða voru þeir lánaðir aftur út? Hafi þeir verið lánaðir, þá hljóta lántakendur að þurfa að greiða lán sín til baka, nema þá að þeir hafi allir með tölu farið á hausinn. Megnið ætti því að koma til baka með vöxtum eftir einhvern tíma.

Einhvers staðar hlýtur þetta fé að vera niðurkomið, er það ekki? Varla allt glatað? Hvernig mætti það vera?

Ágúst H Bjarnason, 11.11.2008 kl. 06:23

10 Smámynd: Heidi Strand

Við norðmenn sagði tvisvar nei til Efnahagsbandalagið og var það fyrst og fremst vegna olíuna og fiskimiðin. Íslendingar eru hvort sem er búin að einkavæða fisknum í sjónum.

Ég spyr líka sömu spurningu og Ágúst.

Það verður að fá Interpol í þessu rannsókn um ICESAVE.

Heidi Strand, 11.11.2008 kl. 06:35

11 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bretar stálu sennilega icesave og ætla að rukka um það líka. Annars voru þetta allt saman rafrænar greiðslu og engin verg innistæða fyrir þeim.  Landsankinn var búinn að lána þetta út 9 sinnum áður en upp komst. Er það ekki málið?

Annars merkileg þessi veruleikafirring og gífuryrði EU mæringja. Hvað er kappsmál þeirra?

Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 07:57

12 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Ha ha, ESB að fara stela orkuauðlindum að aðildirríkjum. Þvílíkt og annað eins bull er þetta.

Jón Gunnar Bjarkan, 11.11.2008 kl. 08:25

13 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jón Gunnar. ESB er nú þegar að beita sér fyrir því að kúga okkur án dóms eða laga til aðborga eitthvað sem við eigum ekki að borga. Fyrir ekki svo mörgum árum voru þessar sömu þjóðir að brytja niður frumbyggja í Afríku. 

Fannar frá Rifi, 11.11.2008 kl. 09:29

14 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Maður hlýtur eftir lestur færslunnar að velta fyrir sér hver tilgangur skrifarans er.  Alla vega ber hann sannleikanum ekki vitni.  Hvað hagsmunir liggja til grundvallar svona skrifum aðrir en þeir að sá fræjum óvissu og óvildar til nágrannaþjóða okkar?

Hvaða rök vill síðuskrifarinn leggja fram máli sínu til stuðnings?  Gaman væri að sjá dæmi þar sem ESB hefur ásælst auðlindir þjóða bandalagsins.

Ég er samt ekkert viss um að okkur væri betur borgið innan ESB en svona bullskrif eru ekki til til þess fallin að ræða þessi mál að vitrænum grunni.

Sveinn Ingi Lýðsson, 11.11.2008 kl. 09:39

15 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Fannar. ESB er ekki beita sér til að neyða íslendinga til að gera eitt eða neitt. En sumar bandalagsþjóðir innan ESB notfæra sér það vald sem fæst sem aðildarríki ESB gegn okkur, AÐ SJÁLFSÖGÐU. Í heiminum takast þjóðir á til að verja sína hagsmuni og hafa gert alla tíð og nota til þess öll tæki til að ná fram góðri útkomu fyrir sína þegna. Núna væri auðvitað gott að vera aðildarríki að ESB eins og Bretar og Hollendingar en í stað þess þá þurfum við að láta okkur nægja að lýsa okkar skoðun á málinu innan EFTA, þess útþynnta viðskiptabatterí sem stendur á hliðarlínunni í Evrópu.

Jón Gunnar Bjarkan, 11.11.2008 kl. 09:48

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Já, hvar eru peningarnir? Fljótlega eftir hrunið stakk ég upp á því á blogginu hjá Agli að um leið og rannsóknarhópur rannsakaði öll fjármál bankanna frá A til Ö yrði sett upp vefsíða til að skýra frá framgangi rannsóknarinnar. Allt yrði dregið í dagsljósið, svo lengi sem það truflaði ekki framgang rannsóknarinnar.

Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 09:57

17 Smámynd: Fannar frá Rifi

Jón Gunnar. ESB er stjórnað af 4 þjóðum. Bretum, Ítölum, Frökkum og Þjóðverjum.

ESB beitir sér gegn öllum lánum til Íslands og neitar að lána okkur nema gegn því að við samþykkjum afar kosti Breta. 

Bretar vilja ekki fara með Icesave málið fyrir dóm. Afhverju ekki? Jú þeir vita að þeir fá ekki neitt úr dómstólum og verða dæmdir í órétti.

Við erum lítil og því er auðveldara að kúga okkur til hlýðni. 

En þeir sem vilja selja auðlindir landsins til Brussel láta ekki smá mál eins og skuldsettning ófæddra Íslendinga á sig fá. 

Þetta var einkafyrirtæki og það ber ábyrgð á sjálfu sér. 

Fannar frá Rifi, 11.11.2008 kl. 10:07

18 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Evrópusambandið vinnur að því að koma sér upp sameiginlegri orkustefnu hliðstæðri við sameiginlega sjávarútvegsstefnuna og sameiginlegu landbúnaðarstefnuna. Hún mun tryggja sambandinu yfirstjorn orkumála innan þess.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 10:09

19 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Loftur Altice. Gott að þú gleðst, við erum bara ekki alltaf að fjall um sömu þættina. Það sem fólk kallaði dómsdagsspádóma í mér er því miður raunveruleiki dagsins. Óvinafagnaðurinn gengur gegn blekkingameisturum, hvort sem þeir finnast í bönkum, stjórn eða á blogginu.

Sveinn Elías: allt sem til er, kerfi eða hlutir, var eitt sinn draumur eða hugsun. Síðan deilir fólk þeim draumi og hann tekur form. Það er óþarfi að sætta sig við martraðir.

Theódór: Framlag okkar til hitunar heimsins er núll komma ekki neitt (með smá fráviki).  Tölurnar eru svo hverfandi, enda getur svo lítill hluti mannkyns, sem notar endurnýjanlega orku í framleiðslu sinni, ekki hitað heiminn þótt hann reyndi að keyra bíla sína allan sólarhringinn. Fyrir utan það, þá skiptir það engu máli, plús eða mínus einhver öreind. Það verður þá leiðrétt á nokkrum mínútum í næsta Kötlugosi.

Ég veit náttúrulega ekkert betur enþið um Icesave. En í blogginu um Þjóðverja hér á undan þá útskýrði ég í athugasemdum það álit mitt að allt fé inn til banka fer í vinnu en liggur ekki dautt. Landsbankinn lánaði hraustlega og hafði gríðareftirspurn í lausafjárþurrðinni. Banki á náttúrulega aldrei nema nokkurn veginn bindiskylduna í eigin fé og það var líkast til ofmetið að auki.

Mikið finnst mér óspennandi að lesa það þegar fólk kveður eitthvað vera bull, án þess að reifa þá þætti málsins sem ættu þá að vera bull. Jón Gunnar („eldheiti Evrópusinninn“) og Sveinn Ingi feta þessa braut.

En Sveinn Ingi, tilgangurinn með skrifunum er augljós, að forða okkur frá mistökum. Ég ber alls engan kala til neinnar þjóðar og á viðskipti við ESB þjóðir á fullu í gjaldeyrisskapandi útflutningi héðan. Það er einungis ljóst að sú smáþjóð sem situr á miklum náttúrugæðum nálægt fjölþjóðabandalagi verður að gæta sín sérstaklega, þar sem staðlaðir aðildarsamningar miðast við það að móta Ísland inn í eitthvert ákveðið form, þar sem réttur og þarfir hinna stærstu eru ráðandi af eðlilegum orsökum.

Nú finnst ESB að illa sé með aðildarríkin farið (þúsundir milljarða króna falla á þau) og þau eru harðákveðin í því að láta okkur ekki komast upp með þennan ótuktarhátt. Ef við biðjum þau á sama tíma um vægð og miskunn í samningum, þá vitum við ekkert í samningatækni. Trompin eru enn á Íslands hendi, þrátt fyrir fyrri afspil. Við gæfum þau eftir ef við „semdum“ við ESB núna.

EFTA stendur sterkt, aðallega vegna þess að við eigum eftirsóttar auðlindir (Noregur og Ísland).

Ívar Pálsson, 11.11.2008 kl. 10:17

20 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Heyrðu Hjörtur, gott að þú komst hérna. Hvað er í gangi, afhverju get ég ekki kommentað á blogginu þínu? Eru rökin gegn ESB kominn í þrot nokkuð?

Jón Gunnar Bjarkan, 11.11.2008 kl. 10:22

21 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Jón Gunnar:
Rökin gegn Evrópusambandsaðild komast sennilega seint í þrot. Hins vegar er tími minn til þess sinna bloggskrifum og svörum við athugasemdum við mín skrif kominn í halfgert þrot. Ég lít svo á að mér beri að bergðast við þeim athugasemdum sem gerðar eru á minni bloggsíðu við mín skrif og þar sem ég hef haft sifellt minna svigrúm til þess undanfarnar vikur, sem nú er í raun orðið lítið sem ekkert, ákvað ég að heppilegast væri að sleppa þeim möguleika. Fólki er auðvitað áfram frjálst að bregðast við mínum skrifum á eigin bloggsíðum eða annars staðar. Ég vona að það sé ekki eitthvað lífspursmál fyrir þig að geta skrifað athugasemdir á bloggsíðuna mína

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 10:52

22 Smámynd: Theódór Norðkvist

Við mengum lítið vegna þess að við erum fámenn og endurnýjanleg orka er vissulega rós í hnappagatið fyrir okkur. Við getum hinsvegar dregið úr bílanotkun, sem er mikil miðað við höfðatölu, þó þrýstingur sé á okkur að nota bíla vegna kuldans.

Ímyndaðu þér ef Kínverjar væru með jafnmikinn áliðnað miðað við höfðatölu og við! Þetta er líka spurning um fordæmi.

En ég er kannski kominn út fyrir efnið.

Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 11:08

23 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Að öðru leyti, góð skrif hjá þér Ívar. Það ættu flestir að geta verið sammála um óháð afstöðu til Evrópusambandsaðildar.

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 11:13

24 Smámynd: Ívar Pálsson

Theódór: Skilvirkni Íslendinga í álframleiðslu er líklega best í heimi, með 99% endurnýjanlega raforku, fáar manneskjur við framleiðsluna með mikið magn. Þannig á stórframleiðsla að vera. Fordæmi okkar er leiðandi.

Takk fyrir, Hjörtur. Vonandi fer fólk að hópast um eina lausn, tilflutning á einn ákveðinn gjaldmiðil án ESB aðildar. Sá gjaldmiðill er vænlegastur norska krónan.

Ívar Pálsson, 11.11.2008 kl. 11:35

25 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér sýnist að það séu draumórar, að ætla að taka upp Norsku Krónuna, eða hengja í hana Íslendska Krónu með föstu gengi. Bæði er, að Norðmenn hafa sjálfsagt ekki áhuga á þessu fyrirkomulagi og eins er hitt, að mismunandi hagsveiflur í löndunum og mismunandi verðbólga krefjast tíðra breytinga.

Ég sé ekki að annar kostur sé í stöðunni, en að halda sig við Íslendsku Krónuna og taka upp alvöru varðstöðu um hana. Þar er lykilatriði, að eyða ekki um efni fram. Það er auðvitað þrautin þyngri, fyrir Íslendinga !

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.11.2008 kl. 12:59

26 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvað um íslenska krónu með fastgengisstefnu og stífum gjaldeyrishöftum? Má kannski kalla það flotholtskrónu.

Kann að vera að ég spyrji eins og hálfviti, en það verður bara að hafa það.

Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 13:16

27 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þakka þér fyrir þessa spurningu Theódór, því að mér dettur í hug að afbrigði af fastgengis-stefnu gæti verið það sem okkur vanhagar um.

Við höfum reynt "fasta" fastgengis-stefnu, sem hefur leitt til tíðra gengisfellinga, sem hafa verið mjög ósanngjarnar og komið misjafnt niður. Sumir fá fregnir af gengis-breytingum fyrirfram, aðrir ekki. Þessu fyrirkomulagi höfnuðu Íslendingar af sömu ástæðum og flestar aðrar þjóðir.

Hins vegar sýnist mér að lausnin á þessum annmarka sé, að festa gengið til skamms tíma hverju sinni og endurskoða skráninguna reglulega, til dæmis mánaðarlega. Spurningin er þá hvað á að leggja til grundvallar skráningu Krónunnar ?

Mín skoðun er, að það eigi að vera vöruskipta-jöfnuðurinn við útlönd. Við ættum að gæta þess að vöruskiptin séu ávallt jákvæð um 10%.

Þar er lykilatriði, að eyða ekki um efni fram !

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.11.2008 kl. 13:43

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta gæti verið sniðugt, en ef hægt er að festa gengið til lengri tíma í senn, 3-6 mánuði væri það mun skárra. Þá er hægt að gera áætlanir í atvinnurekstri og rekstri heimilanna. Annars ekki.

Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 14:22

29 Smámynd: Ívar Pálsson

Félagar, fast gengi gengur ekki upp. Aðrir þættir hagkerfissins springa þá út á alla kanta og eru fyrirsjáanlegir. Sterkur, illa útreiknanlegur seðlabanki (norski) verður að vera mótaðilinn, annars kála spekúlantar gjaldmiðlinum. Þetta vissum við þegar dýra tilraunin var sett í gang í tvo daga núna.

Raunar var hægt að leika sér að þessu fastgengi forðum. Bankar og innanbúðarfólk mjólkar þá krónuna, t.d. eftir nóttina eins og gert var. Svartamarkaður blómstrar þá. Raunar gerir hann það í dag af því að nokkurs konar fastagengi er í gangi.

Ívar Pálsson, 11.11.2008 kl. 14:34

30 Smámynd: Theódór Norðkvist

Líklega rétt, en óvenjulegar aðstæður kalla fram óvenjulegar tillögur. Voru það ekki 200 milljarðar af gjaldeyri sem flæddu úr landi þessa tvo daga?

Önnur lausn er að hvert og eitt okkar herði sultarólina þar til hún skerst inn í spikið á okkur. Þá minnkar eftirspurnin eftir gjaldeyri.

Misskiptingin í þjóffélaginu er allt of mikil og hún er ein ástæðan fyrir falli Íslands. Ef við tökum á því krabbameini er von.

Svo gæti farið að gjaldeyrisinnstreymið rétt dugi fyrir brýnustu nauðsynjum, matvælum, lyfjum, eldsneyti og tæknibúnaði, hvað svo sem verður gert í efnahagsmálum.

Dagar fyllerísins eru allavega liðnir, það eitt ætti að vera öllum ljóst.

Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 15:05

31 Smámynd: Ólafur Als

Sælir umræðendur,

að því gefnu að efnahagsstærðin okkar ræður ekki við að halda úti gjaldmiðli liggur fyrir að taka þarf upp annan, miklu öflugri. Norska krónan er í sjálfu sér all sterk en hvernig má það vera að hún geti verið okkur skjól ef þeir hafa engan áhuga á að við tökum hana upp? Það liggur fyrir að upptaka, t.d. dollars, yrði ekki illa séð þar vestra, ef nokkuð er að marka fyrri yfirlýsingar ráðamanna þar í gegnum tíðina - og reynslu sumra annarra þjóða. Þrátt fyrir að þrengi að bandarísku efnahagslífi þessa dagana er það fásinna að halda því fram að dollar sé nálægt falli. Í mínum huga kæmi vel til greina að taka upp dollar enda stendur okkur ekki til boða upptaka evru nema í óþökk ESB.

Hvað sem öðru líður vona ég að ekki verði farin sú leið að koma krónunni á flot, slíkt felur í sér meiri hættur en ráðamenn þjóðarinnar geta leyft sér fyrir hönd okkar allra, að ekki sé nú talað um þann fyrirséða vaxtakostnað sem sú aðgerð mun fela í sér. Ofan á annan kostnað sem íslenska þjóðin mun bera vegna Icesave reikninga, minnkandi þjóðarframleiðslu og geigvænlegan félagslegan kostnað af vandræðum þúsunda fjölskyldna getur íslenskt efnahagslíf ekki borið að bjarga krónunni - ekki nema menn vilji hverfa aftur um hálfa öld í efnahagslegu tilliti, sem eitt og sér myndi skaða nóg til þess að valda hér landsflótta og fjárhagsböndum til tuga ára.

Bandalagssinnar vilja nú m.a. koma krónunni á flot til þess að þreyja þorrann fram að inngöngu í ESB. Í leiðinni eru þeir tilbúnir til þess að fórna efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Sá litli dugur sem eftir er í Sjálfstæðisflokknum vona ég að dugi til þess að halda aftur af þessum öflum sem vilja fórna svona miklu til þess að gangast Brussel á hönd.

Ólafur Als, 11.11.2008 kl. 15:46

32 Smámynd: Eyþór Laxdal Arnalds

Þetta er þörf áminning Ívar!

Eyþór Laxdal Arnalds, 11.11.2008 kl. 23:47

33 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er málið að losa okkur við bankana?

Eigum við að gera eins og Rússarnir eftir hrunið, bjarga verðmætustu eignunum úr bönkunum með því að selja þær a krónu til Óligarka? Koma eins miklu úr ríkiseign í einkahendur og mögulegt er? Fá til þess traustverðugt fólk, sem væntanlega selur til baka þegar færi gefst? Restin eru bara ónýt bréf, innistæður, sem hugsanlega má bæta einstaklingum í landinu.

Eru það ekki bretar, sem eiga Icesave og þá banka sem þeir haldlögðu með skuldum, skuldbindingum og skít?

Veit ekki hvort þetta er bull, en heyrði að svona hafi menn staðið að þessu.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 05:57

34 Smámynd: Ívar Pálsson

Neysla okkar núna skiptir nærri því ekki máli, heldur hvað er samþykkt af skuldum, því að vextirnir gætu orðið miklu meiri en neyslumunurinn.

Ég held að flestum sé ljóst að krónan þolir ekki að fara á flot og hefur ekki burði til þess að leita jafnvægis eftir þann skell.

Takk, Eyþór. Vandamálið er að dagar patentlausna eru liðnir!

Jón Steinar, við erum sammála um það að bankarnir eru ein risastór skuldasúpa. Hvaða eign er í þeirri ormadollu eða Pandóruboxi? Ekki er það viðskiptavild (hahahahaha!). Glænýr banki í dag, t.d. Kvennabankinn eða Fyrsti Ríkisbankinn, myndi sópa til sín viðskiptum

Mykjan er komin í viftuna núna, grunar mig.

Ívar Pálsson, 12.11.2008 kl. 09:25

35 identicon

Heill og sæll.

Mikið er gaman að uppgötva að það eru fleiri á vaktinni! Ég spottaði þessa tengngu strax og ég sá Drekafréttina og bloggaði um þetta.

Takk fyrir bloggið þitt, ég hef verið að lesa það í rúmt ár og finnst yfirleitt mjög hressandi að lesa bloggið þitt um efnahagsmál.

Kveðja,

Greppur Torfason (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband