10.11.2008 | 21:43
ESB með klærnar í Drekanum?
Nú ríður á að semja ekki af sér. Drekasvæðið gæti reynst jafngjöfult af olíu og norski hluti Norðursjávar, að mati Norðmanna. Þvílíkt glapræði væri þá að semja sig inn í Evrópusambandið núna, þegar Ísland er á hnjánum vegna síðasta ævintýris, með aukið gengisfall framundan? Nýfundnalendingar þekkja slíkt, misstu sjálfstæðið og börðust síðan lengi gegn því að Kanada tæki öll olíu- og námaréttindi af þessum örfáu eyjarskeggjum. Þar reyndist vera olía, gas, nikkelnámur og fleiri auðlindir.
Við Íslendingar getum haldið áfram að hámenntast og blogga út í óendanleikann ef við höldum auðlindarétti og sjálfstæði þjóðarinnar. Skiptum yfir í norska krónu strax, þá eygja krakkar okkar möguleikann á hámenningar- blómatímabili eftir hörkuaðhald í nokkur ár. Hættan er bara að þau verða orðin svo þreytt á sósíaldemókratísku aðhalds- og eftirlitstuði Steingríms J. eftir fimmtán ár þegar olían fer að vella að þau verði þá til í sölu auðlindanna!
Bretar segjast styðja lán IMF til Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt 11.11.2008 kl. 00:24 | Facebook
Nýjustu færslur
- Brynjar náði í hægrimenn en ekki í sig!
- ESB- flokkar æða upp!
- Erfiðið út í buskann
- Landsvirkjun fyrir pólitíkusa
- Eitt Ísland á ári
- Síðasti séns Svandísar búinn
- Evrópusósíalisminn tekur flugið
- Þarfleysuþrennan
- Lærið um aðhald hjá Þjóðverjum
- RÚV og hryðjuverkin
- Borgarstjóri Krísuvíkur á fullu
- Gervigreind með CO2 á hreinu
- Eini möguleikinn til breytinga
- XD= 80% gegn Borgarlínu
- Göturnar leiða til bílastæða
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Reykjavík
- Aðalskipulag Reykjavíkurborgar Aðalskipulag Rvk. Tenglar
- Skipulag í heild og Hlíðarnar Skipulag í heild og Hlíðarnar
- Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Umferðarflæði Reykjavík Umferðarflæði Reykjavík
- Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar
- Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013
- Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag
- Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar
- Veitum Degi aðhald Veitum Degi aðhald
- Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík
- Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt
- Myndir úr nýju skipulagstillögunum Myndir úr nýju skipulagstillögunum
- Stefnir í glórulaust eignarnám Stefnir í glórulaust eignarnám
- Vinstri græn gegn einkabílnum Vinstri græn gegn einkabílnum
- Þvingun Þvingun
- Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?
- Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna
- Metnaðarfull stefna gegn borgurunum Metnaðarfull stefna gegn borgurunum
- Vísvitandi bílastæðaskortur Vísvitandi bílastæðaskortur
- Spjaldtölvur í grunnskólana Spjaldtölvur í grunnskólana
- Flugið verði fyrir almenning aftur Flugið verði fyrir almenning aftur
- Þögli meirihlutinn útskúfast Þögli meirihlutinn útskúfast
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Sævörur ehf Útflutningur á rækju
- Fjallaferðir ÍP Myndasyrpur
- Bloomberg viðskipti Viðskiptavefur Bloombergs
- Glitnir: gengi gjaldmiðla Glitnir banki: Gengi gjaldmiðla 15 mín töf
- Boston University Boston University USA
- MR Menntaskólinn í Reykjavík
- Vald.org Jóh. Björn Raunveruleikinn í USA og víðar
- Financial Times ft.com viðskiptafréttir
- BBC News BBC fréttavefur
- AFP fréttir AFP fréttaþjónustan
- Reuters fréttir Reuters fréttaþjónustan
- Sky News Sky fréttaþjónustan
- Ritlist Önnu Heiðu Anna Heiða Pálsdóttir systir ÍP
- Sissú myndlist Sissú systir, myndlistarmaður og arkítekt
Banka/krónu blogg
Blogg mín um krónu og bankamál
- Fall Íslands, upphafsgrein Varnaðarorð um hagkerfið
- Hver borgar vextina? Hvaða aðilar eru að borga háu vextina?
- 30.000 krónur á mínútu allt árið Valréttarsamningar bankastjóra
- 2006 gaf þeim 3 milljarða Valréttarsamningar bankastjóra Kaupþings
- Háa vexti og framkvæmdaleysi Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti
- Augljóst hvert Moodys stefnir Mat Moody's á íslenskum bönkum
- Enn of örlátt, segja Bretar Íslenskir bankar of áhættuglaðir
- 628 milljarðar. Bilun. Íslenska krónan og vaxtamunarviðskiptin
- Vextir lækka ekki Seðlabankinn heldur stýrivöxtum háum
- Stöðugt ástand? Íslenskir bankar vanmeta ástandið
- Nóg komið af Jenum? Kaupþing ofl taka stór Jenalán
- Allir bankar ánægðir Háir stýrivextir og vaxtamunaverslun kæta
- Bankadómínókubbar Keðjuverkun hafin, fall í kerfinu
- Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru Vaxtamunarverslun fellur og Jenið rís
- 6% fall krónu er góð byrjun Fall krónunnar hefst
- 10% gengisfall veldur verðbólgu Gengisfellingin nær 10%
- Eru veð bankanna traust? Veð ýmissa bréfa til umhugsunar
- Staðfest hvað stýrir krónunni Gjaldeyrisspekúlantar ráða gengi krónu
- Efnahagsmál af viti Umræður um efnahagsmál á malefnin.com
- Upphaf afleiðinga Afleiðingar hávaxtastefnu hefjast
- Greinasafn um banka og krónu Samantekt greina um banka og krónu
- Meira af Matadorpeningum! Seðlabankar dæla inn lausafé
- Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó! Áættuflótti fyrst, en snerist við
- Federal Reserve sneri öllu við BNA seðlabanki lækkar vexti
- Davíð bregst bogalistin Seðlabanki með háa vexti, á móti Evru
- Jenið sækir aðeins á USD fellur, Jen rís, hlutabréf lækka
- Jenið og Ísland eru nátengd Tengsl Jens og Íslands skýrð
- Kaupþings- Klemman Vítahringur Vaxtamunarferlisins
- Japan 0, Ísland 1 Japan heldur stýrivöxtum
- Krónur, skuldir og verðlaus bréf Stýrivextir hækka, USA fer niður
- Sígandi markaður? Markaðurinn niður (en hikstandi)
- Veð íslenskra banka? Hve traust er staða bankanna?
- Bankar í afneitun Bankar telja sig stikkfrí
- Allt að 40% af fyrra markaðsvirði Exista og Kaupþing falla mikið
- Ekki batnar það Verðfall bréfa heldur áfram
- Billjón á 3 mánuðum? Frá 15 10 2007 fall um 1 billjón
- 200 milljónir á mínútu Fyrstu 5 daga 2008 fall 200M á mín
- Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast Vaxtamunarverslun minnkar
- Fallið er ekki kauptækifæri Fall markaðar Íslands og heimsins
- Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5% Verðfall hlutabréfa frá tindi 2007
- Skítt með alla skynsemi ÍP keypti hlutabréf í Straumi
- Svindl og hrun haldast í hendur Svindl í SocGen og fall markaða
- Kaup-Thing lagið Lagið Wild Thing stílfært við Kaupþing
- Þreyjum Þorrann og Góuna! Fall markaða framlengist um nokkurn tíma
- Stóriðjan kemur til bjargar Útflutningsiðnaður skiptir máli
- Hvílíkir markaðir! Fall markaða er aðeins byrjunin
- Laun þín 2008: mínus 15-17% Gengisfelling IKR er nær samsvarandi launalækkun
- Mínus 500 milljarðar á einni klst.? Gengisfellingin 17/03/2008 byrjaði með 9% falli Jensins
- Allt löngu fyrirséð Fyrirsjáanlegar afleiðingar stefnu Seðlabanka
- Krónubréfum skilað Krónubréfum skilað
- Milljarðatuga munur Milljarðatuga munur
- Hraðbraut til heljar Hraðbraut til heljar
- Framlengt vegna fjölda áskorana Framlengt hjá Seðlabanka
- Bankar úr landi? Ríkið má ekki ábyrgjast skuldir bankanna
- Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt Aðferðir í ársreikningum skipta tugmilljarða máli
- Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?: Draumar um banka og umhverfismál
- Bankar í verulegum vandræðum? Grein Ragnars Önundarsonar um bankana
- Fallin spýtan Yfirlit yfir þróun efnahagslífsins
- Skuldir Íslendinga snarhækka Jen hækkar skuldir landans
- Þúsundir milljarða í nettóskuldir? Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
- Íslenskir bankar? Íslenskir bankar?
- Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar
- Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar
- Stýrivextir stefna í lækkun Stýrivextir stefna í lækkun
- Örþrifaráð og Matadorkrónur Örþrifaráð og Matadorkrónur
- Vaxtamunarverslunin drapst Vaxtamunarverslunin drapst
- Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi? Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi?
- Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti! Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti!
- Ástæður Rússalánsins Ástæður Rússalánsins
- Við neitum að borga Við neitum að borga
- Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins
- Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til? Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til?
- Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær
- Vegurinn til Vítis Vegurinn til Vítis
- Ríkið fer beint í snöruna Ríkið fer beint í snöruna
- Noregur og Ísland, hvort fyrir annað Noregur og Ísland, hvort fyrir annað
- Skuldir Íslands snarhækka Skuldir Íslands snarhækka
- Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson
- 29,2% verðbólguhraði 29,2% verðbólguhraði
- Lánin borg hringavitleysuna Lánin borg hringavitleysuna
- Einn banki á dag gerður upp Einn banki á dag gerður upp
- Lánin yfir í fallandi krónur Lánin yfir í fallandi krónur
- Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu
- Reglur IMF: réttur hinna sterku Reglur IMF: réttur hinna sterku
- Heildarlántaka 1000 milljarðar króna? Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?
- Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega
- Evran upp um 50% á 3 mánuðum Evran upp um 50% á 3 mánuðum
- Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi
- Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101 Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101
- Neyðarlögin framkalla ójafnræði Neyðarlögin framkalla ójafnræði
- Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu
- WSJ myndband um fall Íslands WSJ myndband um fall Íslands
- Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið
- ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir! ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!
- Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB
- Falsað gengi til framtíðar? Falsað gengi til framtíðar?
- Björgvin skóp Bretavandræðin Björgvin skóp Bretavandræðin
- Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili
- Enginn þorir að neita Icesave og IMF Enginn þorir að neita Icesave og IMF
- Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000 Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000
- Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu
- Kreppan kosin burt? Kreppan kosin burt?
- Þjóð í dái Þjóð í dái
- Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið? Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?
- Sverfur að skattaskjólum? Sverfur að skattaskjólum?
- EKKI skila 2006 styrkjum! EKKI skila 2006 styrkjum!
- Leiðin til þess að lifa þetta af Leiðin til þess að lifa þetta af
- Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum
- Sjálfstæðismanneskja Sjálfstæðismanneskja
- ESB- sigur? Tæpast ESB- sigur? Tæpast
- Stýrivextir aukast í 13- földun ECB Stýrivextir aukast í 13- földun ECB
- Vinstri stjórn er eins varanleg og ... Vinstri stjórn er eins varanleg og ...
- Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag
- Ríkið ákveði framboð og eftirspurn! Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!
- Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana! Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana!
- Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag? Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?
- Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn! Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!
- 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum! 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!
- Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð
- Bara ef þeir hefðu nú farið! Bara ef þeir hefðu nú farið!
- Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB? Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?
- Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun
- Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli
- Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl. Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl.
- Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar? Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar?
- Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni? Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni?
- Hæstaréttardómari staðfestir afsal Hæstaréttardómari staðfestir afsal
- Staðreyndir um Icesave standa Staðreyndir um Icesave standa
- Frumvarp um Weimar- Ísland Frumvarp um Weimar- Ísland
- Allt sem þú þarft að lesa er komið fram Allt sem þú þarft að lesa er komið fram
- Davíð um ESB- Svía Davíð um ESB- Svía
- Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti
- Ágæti Vinstri- græn kjósandi! Ágæti Vinstri- græn kjósandi!
- Skræfurnar sitja hjá Skræfurnar sitja hjá
- Slepptu biti þínu, Steingrímur J. ! Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !
- Ykkur tókst þetta, ESB- konunum! Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!
- Lausn vandræðanna er fundin! Lausn vandræðanna er fundin!
- Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti
- Bretar örvæntu 6. okt. 2008 Bretar örvæntu 6. okt. 2008
- Áfram heldur idealisminn ótrauður Áfram heldur idealisminn ótrauður
- Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu? Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu?
- Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Svavar og Svandís
Heimurinn / umhverfið
Umhverfið, mannfjöldi, hernaður ofl.
- Orka Íslands Mikilvægi orkuauðlinda Íslands
- Svifryki spúlað burt Spúla þarf svifryki af götunum
- Hrikalegt á að horfa Darfúr í Súdan frá Google Earth
- Koltvísýringslosun er ekki kosningamál CO2 magn er ekki kosningamál núna
- Hernaður kostar sitt Kostnaður hernaðar, aðallega BNA
- Svona er heimurinn (like it or not) Mannfjöldaaukning ræður orkuframleiðslu
- Þversögn vaxtarins Mannfjölgun og vöxtur þróunarríkja
- CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun Upphaf CO2 kvótamarkaðar heims
- Grænland er of heitt! ESB á að kæla Grænland!
- Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún Afríkuríkin heilla ISG
- Heilaþvotturinn mikli, al-gor Heill dagur af heilaþvætti Al Gores
- Heimsvelgjan nær ekki suður úr Kólnun suðurfrá, ekki hitnun
- Út úr afríku! Vandamál Afríku eru hennar eigin smíði
- Grikkland brennur Eldar flæða um Grikkland
- CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn Ásjóna kolefniskvótans kemur í ljós
- Hálf- fréttir eru slappar Listi yfir 10 menguðustu borgir jarðar
- Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár Norðurpóllin er að hverfa
- Varanlegt Mynd ÍP af pýramída, hugleiðingar
- Stærstu kvótaþegar jarðar Skipting CO2 kvóta á Íslandi og víðar
- Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin Íslensk CO2 úthlutun lítl. Ráðherraskömmtun.
- Minni kjarnorka þýðir meira af kolum og olíu Kjarnorkuveri í N- Nóreu lokað
- Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið? Vaclav Klaus, forseti Tékklands
- Sannfærð(ur)? Taktu prófið Tíu spurningar um loftslagsmál
- Löngu- Skerjafjörður Löngusker í Skerjafirði, mynd og hugleiðing
- Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar Þróunaraðstoð til Afríku verður ekki skilvirk
- Al Gore og Dalai Lama? Listi yfir ýmsa friðarverðlaunahafa Nóbels
- Besta auglýsing í heimi Al Gore tekst vel upp með kvótabraskið
- 100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin IPCC segir CO2 jafnast eftir 100-150 ár
- Klórblöndum ekki tæra vatnið okkar Ekki Evrópureglur um neysluvatn
- Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands Umhverfisráðherra vill lítinn CO2 kvóta
- Góði Geir Vísa til Geirs um loftslagsmálin
- Rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu ISG segir enga samninga í gangi
- Hagavatnssvæðið í myndum Hagavatn virkjað? Myndir.
- Þróunarlaus aðstoð Þróunaraðstoð til óþurftar
- Bláfjöllin vakna Snjórinn kemur í Bláfjöllin
- BNA Íslandi til bjargar BNA neitar að samþykkja á Balí
- Látum okkur ekki blæða út á Balí Semjum ekki af okkur á Balí- ráðstefnunni
- Annars hugar á Balí Anna og Hugi frá Íslandi á Balí
- Ánægjulegt árangursleysi á Balí Óræð niðurstaða á Balí
- Lokasetning á Balí Lofstlagsráðstefnu á Balí lokið
- Á nöglum í rokinu Naglar borga sig í roki á svelli
- Áramótabrennum frestað? Líklegt að fresta þurfi áramótabrennum
- Átök orðin að stríði Sri Lanka eftirlitssveitir burt
- Nótum þess Vatnið á Íslandi, heitt og kalt er frábært
- Hungraður heimur, óvart Framleiðsla lífefnaeldsneytis veldur hungri
- Fórnarkostnaður stjórnarinnar Þórunn umhverfisráðherra er Wildcard
- ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu ESB breytir um stefnu vegna etanóls
- Grænland kólnar! Kaldur vetur á Grænlandi
- Bláfjöll: Ráðningar gleymdust! Rekstur Bláfjalla í molum
- Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir ISG og friðareftirlit
- Bláfjöll: Nú kastar tólfunum! Ástandið í Bláfjöllum versnar
- Bláfjallaklúðrið nær hámarki 10.000 manns í Bláfjöllum en lélegt
- Líf í frostinu Líf í frostinu
- Stóriðjan kemur til bjargar Stóriðjan kemur til bjargar
- Endurnýting hvala Endurnýting hvala
- Veturinn er bestur Veturinn er bestur
- Skattlagning í nafni kvenna Skattlagning í nafni kvenna
- Þórunn á bremsunni Þórunn á bremsunni. Umhverfisráðherra heftir för
- Gorhugsun um Hinn máttuga mann Gorhugsun um Hinn máttuga mann. Lýsingar Gores
- Veitum framúrskarandi forystu Íslendingar veita framúrskarandi forystu skv. Gore
- Gore er ræðusnillingur Gore er ræðusnillingur en fer með rangan málstað
- Lögregla gegn umhverfissinnum Lögreglan í Brussel tekur á umhverfissinnum
- Dýr er hver Bitru- túristinn Dýr er hver Bitru- túristinn fyrst að hætt er við Bitruvirkjun
- Hver tekur af skarið? Hver tekur af skarið í borginni? Erfitt í flokknum
- Virkjum og eflum alla dáð Virkjum og eflum alla dáð. Bitruvirkjun ofl til bjargar
- Skjálftakort og töflur Skjálftakort og töflur v Suðurlandsskjálftans maí 2008
- Vopnum safnað Vopnum safnað. ISG og Rice ræða málin
- Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland. Björk ófrægir landann
- Buddan talar Þórunn umhverfisráðherra semur af sér
- Hekla er flott Ferðalýsing á Heklu með myndum
- Afleitar afleiddar afleiðingar afglapa Afleiðingar aðgerða í loftslagsmálum
- 5000 kr. á mann, bara fyrir Laugaveg 4 og 6 Borgin greiddi ofurverð fyrir skúrarusl
- Vedurpár- vídeó Veðurþáttaspá vedur.is útskýrð
- Engir samningar um loftslagsmál Fylkingar G8 og G5 eiga sér misjöfn takmörk
- ISG í herráð heimsins Utanríkisráðherra vill komast í Öryggisráð SÞ
- Yfir Skeiðarárjökul Ferðalýsing frá Grænalóni yfir Skeiðarárjökul
- Hækkum orkuverð Selja orkuna dýrt og gæta skattanna
- Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi Þróunaraðstoð heimsins er í krísu
- Sóunarsamvinnu að ljúka? Sóunarsamvinnu að ljúka?
- Loftslags- réttlæti strax! Loftslags- réttlæti strax!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 871493
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- prakkarinn
- stefanbjarnason
- hannesgi
- businessreport
- askja
- martagudjonsdottir
- agbjarn
- geiragustsson
- gustaf
- vey
- frjalshyggjufelagid
- tilveran-i-esb
- gammon
- sigsig
- omarragnarsson
- raksig
- halldorjonsson
- vinaminni
- samstada-thjodar
- draumur
- magnusjonasson
- frisk
- jonaa
- apalsson
- skodunmin
- arnim
- gullvagninn
- altice
- fannarh
- gun
- oliatlason
- bjarnihardar
- nilli
- davido
- svanurmd
- steinisv
- johanneliasson
- hagbardur
- arh
- zumann
- doggpals
- jonvalurjensson
- dofri
- katrinsnaeholm
- seinars
- kari-hardarson
- fredrik
- valli57
- tibsen
- kisabella
- tbs
- astroblog
- maeglika
- himmalingur
- skulablogg
- arnih
- ingagm
- ahi
- mullis
- krissi46
- vefritid
- gauisig
- bryndisisfold
- brandarar
- nerdumdigitalis
- svartagall
- siggith
- klarak
- jennystefania
- lax
- unnurgkr
- vilhjalmurarnason
- gattin
- kruttina
- rynir
- heidistrand
- thorhallurheimisson
- duddi9
- kristjan9
- haddi9001
- bofs
- thjodarheidur
- theodorn
- lucas
- benediktae
- iceland
- fun
- diva73
- zeriaph
- tharfagreinir
- bjarnimax
- fullvalda
- sigurjons
- sissupals
- davpal
- friggi
- ketilas08
- valdimarjohannesson
- gerdurpalma112
- andres08
- krist
- fjarki
- tik
- palmig
- rustikus
- vestskafttenor
- gummibraga
- svansson
- geirfz
- fhg
- stjornlagathing
- loftslag
- jonmagnusson
Athugasemdir
Þetta er sama niðurstaða og ég hef komist að. Við horfum fram á tvö vandamál. Gjaldmiðillinn og fjárhagsmálin. Það þarf að koma hér upp mælistiku sem virkar til þess að mæla viðskiptastyrk okkar við útlönd. Síðan þarf aðhald og forgangsröðun til þess að komast frá þessu.
Þeir sem sitja við völd vilja láta krakkana okkar borga þetta. Sýnir hvað þessir menn eru óskammfeilnir.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 21:56
Ég mæli með Dollar frekar en norskri krónu.
Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 10.11.2008 kl. 21:59
Hverskonar lýgi-bull er þetta? Hvað hefur ESB skipt sér að auðlindum ríkjanna? olíulindum Breta, eða kolanámum eða vatsnföllum eða stálnámum eða koparnámum eða neinum öðrum auðlindum?
Fiskveiðistefnan hefur ekkert með auðlindir að gera heldur umhverfismál. Fiskistofnar virða ekki lögsögumörk og landmæri og þegar ljóst var að það yrði að vernda fiskistofn á Norðursjó þar sem mörg ríki áttu strönd að sama hafsvæði varð að móta sameiginlega stefnu undir mottóinu: „Sameiginlegur vandi krefst sameiginlegra lausna“. Nákvæmlega eins og seinna með lofstlagsmál.
Við erum bundin af „Kyoto“ og „Ríó“ sáttmálunum sem snúast um umhverfismál þ.e. nýtingu lofthjúpsins, þó þeir hafi áhrif á notkun og nýtingu ýmissa auðlinda.
Helgi Jóhann Hauksson, 10.11.2008 kl. 22:01
Jón Frímann, eigum við þá að borga vexti af þúsundum milljarða króna í 15 ár? Gaui, hættan er sú að dollar sé útþynntur og ofskuldugur, nálægt falli sínu. Kínverjar fara að nota eitthveð af þessum amerísku skuldabréfum sínum. Við viljum ekki lenda í því eins og Íslendingurinn í Mosfellsbæ forðum, að lenda í tveimur þyrlusysum á nokkrum klukkutímum!
Helgi Jóhann, lýgi- bull hvað? Ekkert þess sem ég nefndi er ósatt eðanefnt í óráði. ESB býr við verulegan orkuskort. Þegar í harðbakkann slær hjá þeim, væri mun auðveldara að snúa upp á hendur okkar ef við erum aðildarríki heldur en sjálfstæður samningsaðili sem getur selt olíuna hvert sem er. Þá vilja þeir gera flest til þess að vera vinir okkar.
Kyoto is history. Rio is history. Nú þegar skórinn kreppir, þá kemur loks í ljós hvílík kaffihúsasamkunda þessi losunarkvótahópur er. ESB vitkaðist þó nýverið og setti Ísland undir vistvænar þjóðir með frían kvóta, enda ekki hægt annað. Losunarþjóðum (Kína, Indland) dettur ekki í hug að samþykkja kvótana, heldur ákveða þau að þetta sé mál Vesturlanda. En ath., ekki mál Íslendinga, sem létu vera að hita heiminn og eiga ekki að eyða einni krónu til þess að reyna að kæla hann.
Ívar Pálsson, 10.11.2008 kl. 22:39
Drekasvæðið er ekki komið í vasann. Ummerki sýna að það er einhvað þarna en það liggur ekki fyrir hvort það borgi sig að vinna þetta. Málið er að því að mér skilst á frumstigi. Ekki aðra Kröflu takk.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 10.11.2008 kl. 22:49
En Jakobína Ingunn, Drekasvæðið er komið það langt að leyfi til leitar verða boðin út eftir tvo mánuði. Vissulega urðu t.d. Færeyingar fyrir vonbrigðum með sitt svæði, en ekki er öll von úti þar. Nú, ef olíuauðlindir reynast ekki aðgengilegar, þá höfum við þó allar hinar. En ESB lætur sig hafa það að fá jarðgas með leiðslum frá Rússlandi og Lýbíu, sama hvað pólítíkusar ergjast. „Smámálum“ (Georgíu osfrv.) er ýtt til hliðar fyrir orkumálin, enda eru þau lífsspurning fyrir ESB.
Hvað áttu við með aðra Kröflu? Illa gekk með holurnar, svo kom eldgos og góðar holur. Áttirðu við orkukaupin? Mér skilst að Krafla skili sér vel, en ég fór ekkert í sauman á því.
Ívar Pálsson, 10.11.2008 kl. 23:14
Nú kannast ég við þig Ívar.
Haltu áfram á þessari braut, en forðastu að efna til óvinafagnaðar með dómsdags-spádómum.
Kveðja.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.11.2008 kl. 00:18
ESB hefur kastað sauðargærunni og vargseðlið er komið í ljós. Við þurfum að standa vörð um auðlindirnar og jafnframt gæta þess að þær lendi ekki í klónum á fáeinum bröskurum.
En bíddu við, Ívar. Tókum við ekki þátt í að hita heiminn? Mesta bílaþjóð í heimi? Mesta álframleiðsluland í heimi, með átta sinnum meiri álframleiðslu miðað við höfðatölu en Noregur sem kemur næst á eftir okkur?
Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 00:52
Segðu mér eitt Ívar.
Ég er ekki enn búinn að átta mig á því hvað varð um peningana sem komu inn hjá Icesave. Gufuðu þeir bara sí sona upp, eða voru þeir lánaðir aftur út? Hafi þeir verið lánaðir, þá hljóta lántakendur að þurfa að greiða lán sín til baka, nema þá að þeir hafi allir með tölu farið á hausinn. Megnið ætti því að koma til baka með vöxtum eftir einhvern tíma.
Einhvers staðar hlýtur þetta fé að vera niðurkomið, er það ekki? Varla allt glatað? Hvernig mætti það vera?Ágúst H Bjarnason, 11.11.2008 kl. 06:23
Við norðmenn sagði tvisvar nei til Efnahagsbandalagið og var það fyrst og fremst vegna olíuna og fiskimiðin. Íslendingar eru hvort sem er búin að einkavæða fisknum í sjónum.
Ég spyr líka sömu spurningu og Ágúst.
Það verður að fá Interpol í þessu rannsókn um ICESAVE.
Heidi Strand, 11.11.2008 kl. 06:35
Bretar stálu sennilega icesave og ætla að rukka um það líka. Annars voru þetta allt saman rafrænar greiðslu og engin verg innistæða fyrir þeim. Landsankinn var búinn að lána þetta út 9 sinnum áður en upp komst. Er það ekki málið?
Annars merkileg þessi veruleikafirring og gífuryrði EU mæringja. Hvað er kappsmál þeirra?
Jón Steinar Ragnarsson, 11.11.2008 kl. 07:57
Ha ha, ESB að fara stela orkuauðlindum að aðildirríkjum. Þvílíkt og annað eins bull er þetta.
Jón Gunnar Bjarkan, 11.11.2008 kl. 08:25
Jón Gunnar. ESB er nú þegar að beita sér fyrir því að kúga okkur án dóms eða laga til aðborga eitthvað sem við eigum ekki að borga. Fyrir ekki svo mörgum árum voru þessar sömu þjóðir að brytja niður frumbyggja í Afríku.
Fannar frá Rifi, 11.11.2008 kl. 09:29
Maður hlýtur eftir lestur færslunnar að velta fyrir sér hver tilgangur skrifarans er. Alla vega ber hann sannleikanum ekki vitni. Hvað hagsmunir liggja til grundvallar svona skrifum aðrir en þeir að sá fræjum óvissu og óvildar til nágrannaþjóða okkar?
Hvaða rök vill síðuskrifarinn leggja fram máli sínu til stuðnings? Gaman væri að sjá dæmi þar sem ESB hefur ásælst auðlindir þjóða bandalagsins.
Ég er samt ekkert viss um að okkur væri betur borgið innan ESB en svona bullskrif eru ekki til til þess fallin að ræða þessi mál að vitrænum grunni.
Sveinn Ingi Lýðsson, 11.11.2008 kl. 09:39
Fannar. ESB er ekki beita sér til að neyða íslendinga til að gera eitt eða neitt. En sumar bandalagsþjóðir innan ESB notfæra sér það vald sem fæst sem aðildarríki ESB gegn okkur, AÐ SJÁLFSÖGÐU. Í heiminum takast þjóðir á til að verja sína hagsmuni og hafa gert alla tíð og nota til þess öll tæki til að ná fram góðri útkomu fyrir sína þegna. Núna væri auðvitað gott að vera aðildarríki að ESB eins og Bretar og Hollendingar en í stað þess þá þurfum við að láta okkur nægja að lýsa okkar skoðun á málinu innan EFTA, þess útþynnta viðskiptabatterí sem stendur á hliðarlínunni í Evrópu.
Jón Gunnar Bjarkan, 11.11.2008 kl. 09:48
Já, hvar eru peningarnir? Fljótlega eftir hrunið stakk ég upp á því á blogginu hjá Agli að um leið og rannsóknarhópur rannsakaði öll fjármál bankanna frá A til Ö yrði sett upp vefsíða til að skýra frá framgangi rannsóknarinnar. Allt yrði dregið í dagsljósið, svo lengi sem það truflaði ekki framgang rannsóknarinnar.
Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 09:57
Jón Gunnar. ESB er stjórnað af 4 þjóðum. Bretum, Ítölum, Frökkum og Þjóðverjum.
ESB beitir sér gegn öllum lánum til Íslands og neitar að lána okkur nema gegn því að við samþykkjum afar kosti Breta.
Bretar vilja ekki fara með Icesave málið fyrir dóm. Afhverju ekki? Jú þeir vita að þeir fá ekki neitt úr dómstólum og verða dæmdir í órétti.
Við erum lítil og því er auðveldara að kúga okkur til hlýðni.
En þeir sem vilja selja auðlindir landsins til Brussel láta ekki smá mál eins og skuldsettning ófæddra Íslendinga á sig fá.
Þetta var einkafyrirtæki og það ber ábyrgð á sjálfu sér.
Fannar frá Rifi, 11.11.2008 kl. 10:07
Evrópusambandið vinnur að því að koma sér upp sameiginlegri orkustefnu hliðstæðri við sameiginlega sjávarútvegsstefnuna og sameiginlegu landbúnaðarstefnuna. Hún mun tryggja sambandinu yfirstjorn orkumála innan þess.
Hjörtur J. Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 10:09
Sæll Loftur Altice. Gott að þú gleðst, við erum bara ekki alltaf að fjall um sömu þættina. Það sem fólk kallaði dómsdagsspádóma í mér er því miður raunveruleiki dagsins. Óvinafagnaðurinn gengur gegn blekkingameisturum, hvort sem þeir finnast í bönkum, stjórn eða á blogginu.
Sveinn Elías: allt sem til er, kerfi eða hlutir, var eitt sinn draumur eða hugsun. Síðan deilir fólk þeim draumi og hann tekur form. Það er óþarfi að sætta sig við martraðir.
Theódór: Framlag okkar til hitunar heimsins er núll komma ekki neitt (með smá fráviki). Tölurnar eru svo hverfandi, enda getur svo lítill hluti mannkyns, sem notar endurnýjanlega orku í framleiðslu sinni, ekki hitað heiminn þótt hann reyndi að keyra bíla sína allan sólarhringinn. Fyrir utan það, þá skiptir það engu máli, plús eða mínus einhver öreind. Það verður þá leiðrétt á nokkrum mínútum í næsta Kötlugosi.
Ég veit náttúrulega ekkert betur enþið um Icesave. En í blogginu um Þjóðverja hér á undan þá útskýrði ég í athugasemdum það álit mitt að allt fé inn til banka fer í vinnu en liggur ekki dautt. Landsbankinn lánaði hraustlega og hafði gríðareftirspurn í lausafjárþurrðinni. Banki á náttúrulega aldrei nema nokkurn veginn bindiskylduna í eigin fé og það var líkast til ofmetið að auki.
Mikið finnst mér óspennandi að lesa það þegar fólk kveður eitthvað vera bull, án þess að reifa þá þætti málsins sem ættu þá að vera bull. Jón Gunnar („eldheiti Evrópusinninn“) og Sveinn Ingi feta þessa braut.
En Sveinn Ingi, tilgangurinn með skrifunum er augljós, að forða okkur frá mistökum. Ég ber alls engan kala til neinnar þjóðar og á viðskipti við ESB þjóðir á fullu í gjaldeyrisskapandi útflutningi héðan. Það er einungis ljóst að sú smáþjóð sem situr á miklum náttúrugæðum nálægt fjölþjóðabandalagi verður að gæta sín sérstaklega, þar sem staðlaðir aðildarsamningar miðast við það að móta Ísland inn í eitthvert ákveðið form, þar sem réttur og þarfir hinna stærstu eru ráðandi af eðlilegum orsökum.
Nú finnst ESB að illa sé með aðildarríkin farið (þúsundir milljarða króna falla á þau) og þau eru harðákveðin í því að láta okkur ekki komast upp með þennan ótuktarhátt. Ef við biðjum þau á sama tíma um vægð og miskunn í samningum, þá vitum við ekkert í samningatækni. Trompin eru enn á Íslands hendi, þrátt fyrir fyrri afspil. Við gæfum þau eftir ef við „semdum“ við ESB núna.
EFTA stendur sterkt, aðallega vegna þess að við eigum eftirsóttar auðlindir (Noregur og Ísland).
Ívar Pálsson, 11.11.2008 kl. 10:17
Heyrðu Hjörtur, gott að þú komst hérna. Hvað er í gangi, afhverju get ég ekki kommentað á blogginu þínu? Eru rökin gegn ESB kominn í þrot nokkuð?
Jón Gunnar Bjarkan, 11.11.2008 kl. 10:22
Jón Gunnar:
Rökin gegn Evrópusambandsaðild komast sennilega seint í þrot. Hins vegar er tími minn til þess sinna bloggskrifum og svörum við athugasemdum við mín skrif kominn í halfgert þrot. Ég lít svo á að mér beri að bergðast við þeim athugasemdum sem gerðar eru á minni bloggsíðu við mín skrif og þar sem ég hef haft sifellt minna svigrúm til þess undanfarnar vikur, sem nú er í raun orðið lítið sem ekkert, ákvað ég að heppilegast væri að sleppa þeim möguleika. Fólki er auðvitað áfram frjálst að bregðast við mínum skrifum á eigin bloggsíðum eða annars staðar. Ég vona að það sé ekki eitthvað lífspursmál fyrir þig að geta skrifað athugasemdir á bloggsíðuna mína
Hjörtur J. Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 10:52
Við mengum lítið vegna þess að við erum fámenn og endurnýjanleg orka er vissulega rós í hnappagatið fyrir okkur. Við getum hinsvegar dregið úr bílanotkun, sem er mikil miðað við höfðatölu, þó þrýstingur sé á okkur að nota bíla vegna kuldans.
Ímyndaðu þér ef Kínverjar væru með jafnmikinn áliðnað miðað við höfðatölu og við! Þetta er líka spurning um fordæmi.
En ég er kannski kominn út fyrir efnið.
Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 11:08
Að öðru leyti, góð skrif hjá þér Ívar. Það ættu flestir að geta verið sammála um óháð afstöðu til Evrópusambandsaðildar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 11.11.2008 kl. 11:13
Theódór: Skilvirkni Íslendinga í álframleiðslu er líklega best í heimi, með 99% endurnýjanlega raforku, fáar manneskjur við framleiðsluna með mikið magn. Þannig á stórframleiðsla að vera. Fordæmi okkar er leiðandi.
Takk fyrir, Hjörtur. Vonandi fer fólk að hópast um eina lausn, tilflutning á einn ákveðinn gjaldmiðil án ESB aðildar. Sá gjaldmiðill er vænlegastur norska krónan.
Ívar Pálsson, 11.11.2008 kl. 11:35
Mér sýnist að það séu draumórar, að ætla að taka upp Norsku Krónuna, eða hengja í hana Íslendska Krónu með föstu gengi. Bæði er, að Norðmenn hafa sjálfsagt ekki áhuga á þessu fyrirkomulagi og eins er hitt, að mismunandi hagsveiflur í löndunum og mismunandi verðbólga krefjast tíðra breytinga.
Ég sé ekki að annar kostur sé í stöðunni, en að halda sig við Íslendsku Krónuna og taka upp alvöru varðstöðu um hana. Þar er lykilatriði, að eyða ekki um efni fram. Það er auðvitað þrautin þyngri, fyrir Íslendinga !
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.11.2008 kl. 12:59
Hvað um íslenska krónu með fastgengisstefnu og stífum gjaldeyrishöftum? Má kannski kalla það flotholtskrónu.
Kann að vera að ég spyrji eins og hálfviti, en það verður bara að hafa það.
Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 13:16
Þakka þér fyrir þessa spurningu Theódór, því að mér dettur í hug að afbrigði af fastgengis-stefnu gæti verið það sem okkur vanhagar um.
Við höfum reynt "fasta" fastgengis-stefnu, sem hefur leitt til tíðra gengisfellinga, sem hafa verið mjög ósanngjarnar og komið misjafnt niður. Sumir fá fregnir af gengis-breytingum fyrirfram, aðrir ekki. Þessu fyrirkomulagi höfnuðu Íslendingar af sömu ástæðum og flestar aðrar þjóðir.
Hins vegar sýnist mér að lausnin á þessum annmarka sé, að festa gengið til skamms tíma hverju sinni og endurskoða skráninguna reglulega, til dæmis mánaðarlega. Spurningin er þá hvað á að leggja til grundvallar skráningu Krónunnar ?
Mín skoðun er, að það eigi að vera vöruskipta-jöfnuðurinn við útlönd. Við ættum að gæta þess að vöruskiptin séu ávallt jákvæð um 10%.
Þar er lykilatriði, að eyða ekki um efni fram !
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.11.2008 kl. 13:43
Þetta gæti verið sniðugt, en ef hægt er að festa gengið til lengri tíma í senn, 3-6 mánuði væri það mun skárra. Þá er hægt að gera áætlanir í atvinnurekstri og rekstri heimilanna. Annars ekki.
Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 14:22
Félagar, fast gengi gengur ekki upp. Aðrir þættir hagkerfissins springa þá út á alla kanta og eru fyrirsjáanlegir. Sterkur, illa útreiknanlegur seðlabanki (norski) verður að vera mótaðilinn, annars kála spekúlantar gjaldmiðlinum. Þetta vissum við þegar dýra tilraunin var sett í gang í tvo daga núna.
Raunar var hægt að leika sér að þessu fastgengi forðum. Bankar og innanbúðarfólk mjólkar þá krónuna, t.d. eftir nóttina eins og gert var. Svartamarkaður blómstrar þá. Raunar gerir hann það í dag af því að nokkurs konar fastagengi er í gangi.
Ívar Pálsson, 11.11.2008 kl. 14:34
Líklega rétt, en óvenjulegar aðstæður kalla fram óvenjulegar tillögur. Voru það ekki 200 milljarðar af gjaldeyri sem flæddu úr landi þessa tvo daga?
Önnur lausn er að hvert og eitt okkar herði sultarólina þar til hún skerst inn í spikið á okkur. Þá minnkar eftirspurnin eftir gjaldeyri.
Misskiptingin í þjóffélaginu er allt of mikil og hún er ein ástæðan fyrir falli Íslands. Ef við tökum á því krabbameini er von.
Svo gæti farið að gjaldeyrisinnstreymið rétt dugi fyrir brýnustu nauðsynjum, matvælum, lyfjum, eldsneyti og tæknibúnaði, hvað svo sem verður gert í efnahagsmálum.
Dagar fyllerísins eru allavega liðnir, það eitt ætti að vera öllum ljóst.
Theódór Norðkvist, 11.11.2008 kl. 15:05
Sælir umræðendur,
að því gefnu að efnahagsstærðin okkar ræður ekki við að halda úti gjaldmiðli liggur fyrir að taka þarf upp annan, miklu öflugri. Norska krónan er í sjálfu sér all sterk en hvernig má það vera að hún geti verið okkur skjól ef þeir hafa engan áhuga á að við tökum hana upp? Það liggur fyrir að upptaka, t.d. dollars, yrði ekki illa séð þar vestra, ef nokkuð er að marka fyrri yfirlýsingar ráðamanna þar í gegnum tíðina - og reynslu sumra annarra þjóða. Þrátt fyrir að þrengi að bandarísku efnahagslífi þessa dagana er það fásinna að halda því fram að dollar sé nálægt falli. Í mínum huga kæmi vel til greina að taka upp dollar enda stendur okkur ekki til boða upptaka evru nema í óþökk ESB.
Hvað sem öðru líður vona ég að ekki verði farin sú leið að koma krónunni á flot, slíkt felur í sér meiri hættur en ráðamenn þjóðarinnar geta leyft sér fyrir hönd okkar allra, að ekki sé nú talað um þann fyrirséða vaxtakostnað sem sú aðgerð mun fela í sér. Ofan á annan kostnað sem íslenska þjóðin mun bera vegna Icesave reikninga, minnkandi þjóðarframleiðslu og geigvænlegan félagslegan kostnað af vandræðum þúsunda fjölskyldna getur íslenskt efnahagslíf ekki borið að bjarga krónunni - ekki nema menn vilji hverfa aftur um hálfa öld í efnahagslegu tilliti, sem eitt og sér myndi skaða nóg til þess að valda hér landsflótta og fjárhagsböndum til tuga ára.
Bandalagssinnar vilja nú m.a. koma krónunni á flot til þess að þreyja þorrann fram að inngöngu í ESB. Í leiðinni eru þeir tilbúnir til þess að fórna efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar. Sá litli dugur sem eftir er í Sjálfstæðisflokknum vona ég að dugi til þess að halda aftur af þessum öflum sem vilja fórna svona miklu til þess að gangast Brussel á hönd.
Ólafur Als, 11.11.2008 kl. 15:46
Þetta er þörf áminning Ívar!
Eyþór Laxdal Arnalds, 11.11.2008 kl. 23:47
Er málið að losa okkur við bankana?
Eigum við að gera eins og Rússarnir eftir hrunið, bjarga verðmætustu eignunum úr bönkunum með því að selja þær a krónu til Óligarka? Koma eins miklu úr ríkiseign í einkahendur og mögulegt er? Fá til þess traustverðugt fólk, sem væntanlega selur til baka þegar færi gefst? Restin eru bara ónýt bréf, innistæður, sem hugsanlega má bæta einstaklingum í landinu.
Eru það ekki bretar, sem eiga Icesave og þá banka sem þeir haldlögðu með skuldum, skuldbindingum og skít?
Veit ekki hvort þetta er bull, en heyrði að svona hafi menn staðið að þessu.
Jón Steinar Ragnarsson, 12.11.2008 kl. 05:57
Neysla okkar núna skiptir nærri því ekki máli, heldur hvað er samþykkt af skuldum, því að vextirnir gætu orðið miklu meiri en neyslumunurinn.
Ég held að flestum sé ljóst að krónan þolir ekki að fara á flot og hefur ekki burði til þess að leita jafnvægis eftir þann skell.
Takk, Eyþór. Vandamálið er að dagar patentlausna eru liðnir!
Jón Steinar, við erum sammála um það að bankarnir eru ein risastór skuldasúpa. Hvaða eign er í þeirri ormadollu eða Pandóruboxi? Ekki er það viðskiptavild (hahahahaha!). Glænýr banki í dag, t.d. Kvennabankinn eða Fyrsti Ríkisbankinn, myndi sópa til sín viðskiptum
Mykjan er komin í viftuna núna, grunar mig.
Ívar Pálsson, 12.11.2008 kl. 09:25
Heill og sæll.
Mikið er gaman að uppgötva að það eru fleiri á vaktinni! Ég spottaði þessa tengngu strax og ég sá Drekafréttina og bloggaði um þetta.
Takk fyrir bloggið þitt, ég hef verið að lesa það í rúmt ár og finnst yfirleitt mjög hressandi að lesa bloggið þitt um efnahagsmál.
Kveðja,Greppur Torfason (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.