Hrapað að ályktunum

Loftslagsmál er sá málaflokkur þar sem hvað algengast er að hrapað sé að ályktunum, sérstaklega þeirri að maðurinn hafi valdið einhverju eða geti fært það í lag. Stormurinn Billy NASAgovMeðfylgjandi frétt Mbl.is (AFP), „Mesta hamfaraárið“ er gott dæmi þar sem um 220 þúsund manns hafa látið lífið af völdum náttúruhamfara á árinu 2008 „ ... og þykir þetta til marks um brýna nauðsyn alþjóðlegs loftslagssamnings“.

Þar er jarðskjálftinn í Kína og fellibylurinn í Burma sem ráða úrslitum. Afar hæpið getur talist að maðurinn hafi valdið þessum þáttum, hvað þá að hann breyti einhverju um slíkt. Við völdum ekki jarðskjálftum og aukin tíðni eða virkni fellibylja er tæpast tengd athöfnum manna, amk. eru tölfræðilegu tengslin þar á milli ekki sterk.

En það er deginum ljósara að samningur í loftslagsmálum breytir engu í þessu tilliti. Fellibylir fara að mestu eftir samspili lofts- og sjávarhita, sem jafnast af risa- hringferli hafstrauma um heiminn. Því verður ekki breytt að okkar skapi á einhverjum áratugum. Þetta vita flestir sem eitthvað kynna sér málin, en markaðssetning vitleysunnar er komin á það stig, að þörf er á álíka uppgjöri þeirra mála og bankamálanna.

Horfumst í augu við sannleikann: maðurinn breytir ekki veðurfari að skapi sínu. Auk þess yrðu 6.700 milljónir manna aldrei sammála um það hvar ætti að auka eða minnka hitann. Tilraunir okkar eru hjákátlegar þegar hugsað er til stórra áhrifaþátta, t.d. sólstorma og eldgosa.

Notum tímann og peningana í eitthvað uppbyggilegt, t.d. að eiga við afleiðingar náttúruhamfara, eða að reyna að spá fyrir um þær enn betur.


mbl.is Mesta hamfaraárið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágúst H Bjarnason, 29.12.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll Ívar,

ekki veit ég hvað KHG er að ræða ESB við þig í tengslum við náttúruhamfarir.

Ég er sammála færslu þinni. Þessi hitasótt er komin út fyrir allt velsæmi.

Gunnar Skúli Ármannsson, 30.12.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Mér var mjög létt við að horfa á myndbandið Ívar.  Geir segir að þetta hafi bara verið vegna skorts á greiðsluflæði, og ekkert annað!  Ég trú öllu sem Hr Haarde segir og því þarf ekki að vera að velta sér upp úr allri þessari vitleysu.  Bara ef Þjóðverjarnir hefðu haldið á að lána okkur hefði allt farið vel og veislan gæti haldið á!  Askoti er an glúrinn hann Geir!
span.jajahWrapper { font-size:1em; color:#B11196; text-decoration:underline; } a.jajahLink { color:#000000; text-decoration:none; } span.jajahInLink:hover { background-color:#B11196; }

Gunnar Þórðarson, 6.1.2009 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband