Fiskur er heilafæði fyrir unga manninn

Sænsk rannsókn á 4.792 15-18 ára strákum sýnir þá sem borða fisk oftar en einu sinni í viku fá hærri einkunn á greindarprófum en hina sem borða fiskinn sinn sjaldnar. Fyrri niðurstöður annarra rannsókna höfðu sýnt að börn mæðra sem borðuðu fisk reglulega í óléttunni gengur betur á greindarprófum en öðrum. Einnig að eldri fiskætur hrörna síður andlega. fishbrain.png

En maður veltir fyrir sér: Ef þú ert nógu klár til þess að meðtaka þessa staðreynd, þá ert þú líklega römm fiskæta, þannig að það þarf ekkert að benda þér á þetta. En það hlýtur að ganga vel að segja tánings- stráknum að borða oft fisk eins og að segja honum að ganga vel frá, taka til, hlaða farsímann eða að læra fyrir prófið!

 

 

**Fish may improve IQ of male teenagers
A study by Swedish researchers and published in the journal Acta Pediatrica has found that teenage boys who ate fish more than once per week scored higher in IQ tests than those who ate fish less than weekly.  Detailed questionnaires on diet and lifestyle were completed by 4,792 male adolescents when they were 15 years old.  At 18 years old the participants took standard intelligence tests.  One of the researchers, Dr. Maria Aberg is quoted as saying that these findings are significant because the study was carried out between the ages of 15 and 18, when educational achievements can help to shape the rest of a young man's life.   Aberg states that it appears that including fish in a diet can make a valuable contribution to cognitive performance in male teenagers. (Reuters)


mbl.is Andlega hrörnunin byrjar við 27 ára aldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sæll,

ég minnist einnig að til eru fleiri svipaðar rannsóknir, enda borða ég fisk. Það væri mjög athyglisvert að kanna hvað íslenskir útrásavíkingar hafa borðað mikinn fisk í æsku.

Þegar kemur að því að segja ungum drengjum til syndanna þá skaltu spara þér ómakið fram yfir 25 ára aldurinn. Heilastöðvarnar eru ekki fullþroskaðar fyrr en við þann aldurinn. Fram að því er það eina sem gerist í kollinum á piltunum undrun yfir öllu þessu þusi í gamla manninum. Best er að beita mjög ákveðnum boðhætti án nokkrar tengingar við skynsemi og ábyrgð.

Gunnar Skúli Ármannsson, 18.3.2009 kl. 19:39

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Gunnar Skúli. Ætli strákar myndu þá muna eftir þessu að morgni?:

Slökkva alveg á hringingunni (ekki bara pásu)

Taka lýsi.

Borða tímanlega.

Tannbursta sig.

Setja réttar skólabækur í töskuna (með verkefni til skila).

Útbúa nesti og muna eftir því.

Muna eftir leikfimisdótinu.

Muna eftir (hlaðna) farsímanum.

Muna eftir strætókortinu og debetkortinu / peningum.

Muna eftir húslyklum.

Kíkja til veðurs og klæða sig eftir því.

Fara tímanlega að strætóstöðinni.

 

Ég man ekki eftir slíkum morgni með mína stráka!

Ívar Pálsson, 18.3.2009 kl. 19:57

3 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þetta er örugglega 100% rétt sem kemur fram í rannsókninni að maður toppar um 22 ára aldurinn og andleg hrörnun hefst eftir 27ára aldur.  En allra varasamast er þó að hætta að reykja því við það hverfur öll skapandi hugsun, þó svo að þess sé ekki getið í rannsókninni

Þessi upptalning á því sem strákar ættu að muna að morgni er alveg út í hróa.  Það er nógu flókið að tyggja tyggjó og labba um leið þó ekki sé farið fram á meira, eins og allir vita þá geta karlmenn ekki straujað, eða framkvæmt flókin verkefni þar sem athyglinnar er þörf á meira en einu til tveim  atriðum, það á reyndar við á öllum aldri.

Fæ engan veginn séð hvernig fiskur tengist gáfum, því þó svo ég éti hann 4-5 sinnum í viku er kollurinn verulega óskýr.  Enda er þessi frétt alls ekki um fisk ef ég skil hana rétt.

Magnús Sigurðsson, 18.3.2009 kl. 20:24

4 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Er betra að fá hærri einkun á svona prófi en lægri? Er það ávísun á betra líf? Hamingjusamara líf?

Birgir Þór Bragason, 18.3.2009 kl. 21:34

5 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Þetta skiptir ekki máli Ívar. Við byrjum víst að hrörna um 27 ára aldurinn sbr. frétt á mbl.is í gær.

Guðmundur St Ragnarsson, 18.3.2009 kl. 21:36

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið að bloggið tengist fréttinni ekki þráðbeint. En vel var meint, því að góðu fréttirnar eru þær að lýsistaka og fiskát hægi á heilahrörnuninni, sem hrjáir okkur alla hér að ofan fyrst við erum yfir 27 ára.

Það er rétt, Birgir Þór, að eitt er ekkert „betra" en annað. T.d. er sagt á enskunni: „ignorance is bliss“. En í nútímasamfélagi þykir eftirsóknarvert að auka við greind sína ef hægt er. Mælingar á greind eru með ýmsum umdeildum greindarprófum. En einhver fastur punktur hlýtur að finnast til þess að geta rætt þessi mál og vísindafólkið leitast við að sjá þetta út, hvernig við getum bætt okkur.

En ætli athugasemdadálkurinn rúmi umræður um hamingjuna?

Ívar Pálsson, 19.3.2009 kl. 08:42

7 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Shy WhistlerÉg tók reyndar ekki eftir Ruters fréttinni, enda til of mikils ætlast að maður ná að einbeita sér að tveimur fréttum með margskonar rannsóknarniðurstöðum, í sama bloggi.   Hvað þá þegar maður er kominn talsvert yfir 27 ára aldurinn. 





Magnús Sigurðsson, 19.3.2009 kl. 09:06

8 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Fóstursonur vinar míns var fyrir nokkrum árum, þá 15 ára, orðinn grár og gugginn af lélegu mataræði og kannski helst af óhóflegu tölvuhangsi. Drengurinn var orðinn hálfgert „sombí“. Nú, vinur minn gerði díl við drenginn. Hann var sá, að stráksi átti að fara á sérstakan b-vítamínkúr í mánuð og að launum átti hann að fá tölvuleik nokkurn. Stráksi gekk að þessum samningi og viti menn, eftir mánuð var hann vaknaður til lífsins og þáði ekki einu sinni tölvuleikinn!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 19.3.2009 kl. 11:44

9 Smámynd: Valdimar Birgisson

Og hér er fiskurinn til sölu. http://fisherman.is þú pantar og við komum honum heim til þín.

Valdimar Birgisson, 19.3.2009 kl. 15:32

10 identicon

langur kafli í útvarpinu í gær um það að einhver telur móðurmjólk hættulega, bla bla um að setja börnin sem fyrst á formúluna, genabreytta soyja steypu eða melamín formúlu frá kína...

auðvitað er líka talað um hve fiskur sé fullur af kvikasilfri, ekki gott að borða mikið af þessu...

en minna talað um allt kvikasilfrið í sparperum, high fruktose corn syrup, tannfyllingum, bólusetningum.... bara fiskinum, þar er hættan..

best að hlusta sem minnst á þessa meistara blekkinganna

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband