Sjálfstæðismanneskja

XDEf þú skilar auðu, þá kýstu Samfylkinguna en VG til öryggis. Athafnaleysi þínu fylgir ábyrgð. Þú ert þá ekki að kenna Sjálfstæðisflokknum lexíu (sem tókst með skoðanakönnuninni), heldur að innsigla örlög landsins. Fjögur vinstri ár þurfa ekki að verða eitthvað  óumflýjanlegt slæmt karma. Hafðu áhrif á framtíðina með því að beina fólki sem hugsar líkt og þú inn á það sem þú telur vera réttar brautir. Ég fór ekkert of sáttur af landsfundi Sjálfstæðisflokksins, vegna skorts á umræðu um efnahagsmál, sérstaklega um skuldir bankanna. En þar eru þó lang- mestar líkur á því að á þeim málum og öðrum verði tekið á þann hátt sem ég trúi að sé réttastur, með frelsið að leiðarljósi.

Autt atkvæði þitt réttir þeim flokkum það á silfurdiski, sem munu óhikað hefta frelsi þitt til athafna og múlbinda samfélagið eins og sannast hefur í ótrúleg ríkishöft sem engan grunaði að gætu orðið raunin fyrir tveimur árum. Ríkið mun stýra stærstu fyrirtækjunum, bönkunum , sveitarfélögunum í gegn um bankana og skuldugum einstaklingum.  Refsingin sem þú ætlaðir flokknum bitnar mest á þér sjálfri/sjálfum. 

Af hverju kýstu að vera áhrifalaus? Það er nú meira sjálfstæðið!


mbl.is Sjálfstæðisflokkur tapar miklu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Af hverju kýstu að vera sjálfstæðislaus?  Það er nú meira áhrifið!

Ég var eitt sinn harður Sjálfstæðismaður og hélt að ég myndi ekki kjósa neitt annað!

Svo fór ég að hugsa og ákvað að ég skyldi ekki vera einhver flokksgæðingur sem kýs bara það sem flokkurinn ákveður eða flokksmennirnir.

Ég ætla að taka sjálfstæða ákvörðun þessar kosningar...

Sigurjón, 23.4.2009 kl. 03:21

2 Smámynd: Sigurjón

...og svaraðu þessu Ívar!

Sigurjón, 23.4.2009 kl. 03:21

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er sammála þér, Ívar. Ef maður trúir á frelsi einstaklingsins til athafna, þá fær það aðeins framgang fyrir tilstilli Sjálfstæðisflokksins.

Í dag eru margir sárir og reiðir, en "hegni" þeir flokknum með því að skila auðu, þá hitta þeir aðeins sjálfa sig fyrir.

Ragnhildur Kolka, 23.4.2009 kl. 07:37

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigurjón, ég er eins sjálfstæður og fólk nær yfirleitt að verða. Flokksgæðingur verð ég seint talinn, því að ég veiti aðhald, oft með áleitnum spurningum.

Flokkurinn er hópur fólks með ákveðnar hugsanir sem eru mest í línu við manns eigin. Það ætti maður að kjósa, ekki einhvern fagurgala.

Sjálfstæðisflokkurinn stendur enn sem útvörður frelsisins, sem á sér fáa aðra alvöru málsvara eftir. Hann tók í raun á sig skellinn af heimskreppunni og afleiðingar þeirrar reginskyssu að sænga með Samfylkingunni.

Aðrir kostir á kjördag eru með verulegum annmörkum, aðallega ESB- aðild og vinstri- einveldishugsjónum. Því hefur þetta skýrst í mínum huga. Ragnhildur hér virðist skilja þetta á líkan veg.

Ívar Pálsson, 23.4.2009 kl. 09:26

5 Smámynd: Ólafur Als

Sæll Ívar,

lengi höfum við eldað grátt silfur við forræðisöflin í þessu landi. Spurningin er hvort Sjálfstæðisflokkurinn er best til þess gerður að viðhalda þeirri andspyrnu. Enn um sinn mun hann líklega verða það. Hins vegar þurfa svo afskaplega margir innan flokksins á "lexíu" að halda, fótgönguliðarnir einnig.  Það er með ÖLLU ótækt að einstaklingar telji það eðlilegt að þeir séu styrktir af stórfyrirtækjum í almannaeigu.

Mér er það og óskiljanlegt af hverju Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki sett fram markvissari peningamálastefnu, skýrar hugmyndir um uppbyggingu bankakerfisins, ábyrga áætlun um hvernig taka á stöðu ríkissjóðs o.s.frv. Eru ekki neinir sérfræðingar innan flokksins sem geta leiðbeint forystuhjörðinni eða sýnt henni hvert eigi að stefna?

Flokkurinn er upp við vegg, á honum standa öll spjót. Nú hefði maður talið eðlilegt að hann notaði tækifærið og setti fram stefnuskrá sem vert væri að fjalla um og gæti e.t.v. kallað heim fjölda hægrimanna sem telja sig nú knúna til þess að sitja heima eða skila auðu - já, þeir eru margir á þessum buxunum, Ívar.

Ólafur Als, 23.4.2009 kl. 15:19

6 Smámynd: Guðmundur Andri Skúlason

Allt fyrir hugsjónina Ívar er það þannig?

Fótboltinn verður aldrei betri ef við horfum ekki gagnrýnið á spilamennsku okkar manna.

Nú þurfum við að losna við þessar gömlu kreddur, þetta er ekki spurning um þetta á móti hinu. Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að þau kerfi sem við hingað til höfum þekkt virka ekki og að við þurfum að byggja á nýrri hugmyndafræði.

Frelsi einstaklingsins á að vera í fyrirrúmi, en það má aldrei brjóta gegn frelsi annars einstaklings og á þessari einföldu speki byggist hugmyndafræðin á bak við lýðræðið. Sérhver ákvörðun ætti þannig að leiða til bestu lausnar fyrir heildina.

Leikreglur þurfa aftur á móti að vera til staðar sem öryggisnet gegn breiskleika mannsins og smíði þeirra ætti því að miða að því að tryggja frelsi og hamingju hvers og eins, og þar með heildarinnar.

Frelsið á með öðrum orðum að tryggja þegnana og þar með getu þeirra til að versla við fyrirtæki og hópa. En frelsið á ekki að misnota til að tryggja hag valdra hópa fram yfir aðra hópa eða til að lágmarka regluverk atvinnulífs og fyrirtækja.

Frelsið verður að tilheyra einstaklingnum. Það má aldrei framselja það sem skjól fyrirtækjanna.

Það var nefninlega þannig að hænan, í núverandi mynd, kom úr eggi.

Misskilningur ykkar sjálfstæðismanna felst í því að snú þessu við.

Ég er ekki frjáls maður í dag, þökk sé m.a. Sjálfstæðisflokknum.

Íslendingar!
Vaknið!
Þetta er ekki eðlilegt ástand!

Ég heiti Guðmundur Andri og ég er í framboði fyrir Borgarahreyfinguna

Guðmundur Andri Skúlason, 23.4.2009 kl. 16:42

7 Smámynd: Sigurjón

Sæll aftur Ívar og takk fyrir svörin.

Ef þú heldur raunverulega að Sjálfstæðisflokkurinn muni gera þig frjálsan, þá endilega kjóstu hann.  Ekki trúi ég því.

Ég ákvað að kjósa O, því það fólk hefur ekki hagsmuna að gæta eins og margir sjallarnir.  Það eru engar Þorgerðar, Guðlaugar eða Bjarnar í þeirri hreyfingu...

Sigurjón, 23.4.2009 kl. 18:14

8 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Auðvita er margt sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur fram að færa skynsamlegt og þess virði að ræða en með Illuga í fyrsta sæti í Reykjavík norður, það er vandamálið.  Illugi er besta vopn Borgarahreyfingarinnar. Þeir sem velja í prófkjöri hafa ekki fleiri atkvæði en almennir kjósendur en hugsa ekki á sömu nótum. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 23.4.2009 kl. 20:16

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Öllu er til tjaldað, mögulegu og ómögulegu til réttlætingar Íhaldinu.

Að skila auðu, er það atkvæði greitt öllum nema D? !!!!

Á að hlæja eða gráta?

Og skil ég það rétt að eina leiði til að hegna D fyrir afglöpin, (ekki er annað að sjá en þið teljið þá verðskulda það) sé að kjósa þá, en ekki einhvern hinna flokkana eða skila auðu.  Marga heimskuna hef ég nú heyrt og séð en þetta slær allt út.

Á að hlæja eða gráta?

Hræðslu áróðurinn dynur á þjóðinni, hækkaðir skattar,  (var ekki D að hækka skatta í des með atkvæðum allra sinna þingmanna?) öllu verði umturnað, frelsi skert, allt ríkisvætt o.s.f.v.

Ég held að sú ríkisstjórn,  sem við tekur eftir kosningar, hver sem hún verður,  muni ekki fara út í harðari aðgerðir en ástandið kallar á.

Ástand sem skapað var í boði Sjálfstæðisflokksins.

Höfuð málið er að birgðunum verði deilt af sanngirni, eftir getu hvers og eins, nokkuð sem er eitur í beinum Íhaldsins. 

Axel Jóhann Hallgrímsson, 24.4.2009 kl. 01:11

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Ólafur, einmitt af ástæðum sem við báðum nefndum eigum við kjósa. Ef hugmyndafræðin er álíka, þá er bara deilt um útfærslur. En með aðra flokka þá þarftu að reyna að breyta hugmyndafræðinni líka, sem er ógjörningur.

Guðmundur Andri, ég og aðrir sjálfstæðismenn tökum líkast til undir flest sem þú segir. En ég sé ekki rök í því gegn sjálsfstæðisstefnunni.

Sigurjón, ég er frjáls og vil halda því áfram.Sjálfstæðisflokkurinn er líklegastur til þess að vernda það frelsi gegn ofstjórn ríkisins. Þegar þú lendir á móti ríkisaðgerðum, t.d. í samkeppni við niðurgreitt ríkisbatterí, þá skilur þú vel hvað átt er við. En þá er það um seinan.

Allir hafa hagsmuna að gæta einhvers staðar. Nornaveiðar augnabliksins bera ákveðin nöfn á spjótum, en fólkið sem þú nefnir eru t.d. ágætis manneskjur.

Illugi er fær maður, einn af sárafáum sem skilur raunverulega þær hrikalegu hagtölur sem eru í gangi og kemst í gegn um blekkinguna. Eiga rithöfundar að liggja yfir ríkisbókhaldinu? Ég treysti færasta fólkinu í þessi erfiðu verkefni og Illugi fyllir þann hóp.

Axel Jóhann, ég fór eftir skoðanakönnuninni sem sýndi að VG og Samfylkingarfólker síst á því að skila auðu, fyrir utan það að koma út vinsælast núna. Þar með er auður seðill að mestu til þeirra. Hlæu bara eða gráttu, þetta er staðreynd.

Það er ekki hræðsluáróður þegar sýnt er fram á það sem hefur þegar gerst, að ríkið ræður bönkunum, stærstu fyrirtækjunum ogskuldugustu einstaklingunum. Valdið verður þá að mestu í höndum Steingríms J. og Jóhönnu. Einstaklingurinn leggst þá á bæn á kvöldin um að einmitt hann fái náð hjá yfirvaldinu, umfram næsta mann, í stað almennra frjálsra reglna. Hvílík sanngirni, hvílíkt réttlæti!

Ívar Pálsson, 24.4.2009 kl. 10:09

11 Smámynd: Sigurjón

Sæll Ívar.

Ég kalla það ekki nornaveiðar þegar sýnt er fram á tengsl þessa fólks við oft á tíðum vafasamar aðgerðir og augljósar tilraunir til að skara eld að sinni köku og klíkunnar.

Ég veit ekki til þess að neinn í Borgarahreyfingunni hafi annarra hagsmuna að gæta en að sjá fyrir sér og sinni fjölskyldu.  Það er einmitt þannig fólk sem við þurfum; ekki eiganda olíufélags, heilsuræktarrisa eða bankaklappstýru.

Ég sé að þú ert djúpt sokkinn í faðm Sjálfstæðisflokksins og ég vona bara að þér líði vel.

Góðar stundir.

Sigurjón, 24.4.2009 kl. 23:51

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigurjón, mér þætti svolítið spennandi (í alvöru) að sjá Borgarahreyfinguna í oddaaðstöðu  (með VG/XS), ef þeir flokkar ná tæpum 50% atkvæða. Hvað mynduð þið láta þá flokka gera?

Ívar Pálsson, 25.4.2009 kl. 00:33

13 Smámynd: Sigurjón

Ef Borgarahreyfingin kemst í slíka aðstöðu, dettur mér ekki annað í hug en að enginn afsláttur verði gefinn af stefnumálunum.  Líklega gæti orðið um minnihlutastjórn að ræða, en lærum af reynzlu framsóknarmanna og látum ekki bjóða okkur að hunza kröfur okkar.

Atvinnupólitíkusarnir myndu sennilega komast að einhvers konar samkomulagi (svona ,,þú klórar mér ef ég klóra þér"), en Borgarahreyfingin er ekki fyllt slíku pakki og ég trúi ekki að það ágæta fólk myndi láta hafa sig út í slíkt.

Sigurjón, 25.4.2009 kl. 00:59

14 Smámynd: Helga

Sigurjón....  Það er náttúrulega augljóst á þessum skrifum þínum að Borgarahreyfingin veit ekki hvað er að vera í pólitík....   Haldið þið virkilega að þið ákveðið  málefnalistann ef ykkur yrði með ykkar 4 þingmenn boðið að vera "uppfyllingarefni" í nýjan meirihluta.     ???   Rómantíkin er oft fljót að fölna þegar fólk þarf að takast á við alvarleika þjómálanna...

Helga , 25.4.2009 kl. 16:57

15 Smámynd: Sigurjón

Það er gott að það ágæta fólk veit ekki hvað það er að vera í pólitík!  Ég vona bara að það láti ekki eftir sér að vera ,,uppfyllingarefni" eins og þú kallar það, því þá yrði það engu betra en þessir hroðalegu atvinnupólitíkusar sem hafa keyrt þjóðarskútuna í kaf.

Það er engin rómantík fólgin í þessu framboði, heldur blákaldur veruleikinn og hann er ekki auðveldur viðfangs eða rómantískur!

Svona skrif eins og þín, að allir fari á þing til þess eins að komast til valda í stjórn, segir mikið um þinn hugsanahátt og hann er fornfálegur og snjáður.

Hvað myndu svo þeir segja sem ætla sér að fá Borgarahreyfinguna sem ,,uppfyllingarefni" þegar hún neitar að gangast að því vegna þess að hennar málefni fá ekki að njóta sín?  Ef slík aðstaða kæmi upp, myndu þeir flokkar væntanlega ekki geta myndað stjórn sjálfir og þá kemur upp stjórnarkreppa.  Hver kemur þá grenjandi til hvers?

Það er réttnefni hjá þér að þetta er stjórn þjómála!

Sigurjón, 25.4.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband