Allt sem þú þarft að lesa er komið fram

Afsal réttar Íslands í Icesave er nægt lestrarefni fyrir flesta.  En þessar tvær greinar hér vekja mann enn frekar til umhugsunar. Önnur er um það hvernig Bretar geta takmarkalaust nýtt sér ýmiss úrræði að eigin geðþótta og án þess að gefa upp ástæðu (feitletranir ÍP):

„15.2 Úrræði“

.....government_de_robespierre.png

 „Hver þau réttindi eða heimild, sem lánveitanda er heimilt að nýta sér samkvæmt samningi þessum eða ákvörðun sem lánveitanda er heimilt að taka (þ.m.t., án takmarkana, aðgerð, málefni eða atriði sem lánveitandi samþykkir, tilgreinir, ákvarðar, ákveður eða tilkynnir Tryggingarsjóði innstæðueigenda og/eða íslenska ríkinu), má lánveitandi nýta sér eða grípa til, algjörlega og án nokkurra takmarkana, að eigin geðþótta á hverjum tíma og er ekki skuldbundinn til að gefa ástæður fyrir því.“

 

Hin er þessi fræga „endurskoðunar“ klausa sem á að koma okkur svo vel ef IMF líst ekki á skuldaþol okkar miðað við nóv. 2008, en IMF hefur einmitt sagt núna að aðstæður séu mun verri en þeir höfðu upplýsingar um á þeim tíma:

 

„16. BREYTTAR AÐSTÆÐUR

16.1 Þegar breytingar verða á aðstæðum

Þessi grein (16. gr.) á við sýni nýjasta IV. greinar úttekt Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu Íslands að skuldaþoli þess hafi hrakað til muna miðað við slíkt mat Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá 19. nóvember 2008.

 

16.2 Fundur til að fjalla um breyttar aðstæður

Lánveitandi fellst á að, ef aðstæður samkvæmt þessari grein (16. gr.) koma upp og íslenska ríkið óskar eftir því, verði efnt til fundar og staðan rædd og íhugað hvort, og þá hvernig, breyta skuli samningi þessum til að hann endurspegli þá breytingu.“

 

Hvílíkur munur að hafa þessa grein inni! Steingrímur J. og Jóhanna hafa margítrekað mikilvægi þessarar einstöku greinar, sem enginn hefur fengið nema Ísland. Enda dytti engum öðrum í hug að setja svona tilgangslausa grein inn, án allrar skuldbindingar lánveitanda, nema til þess að nota til fegrunar í pólítískum tilgangi hvors aðila fyrir sig.

Á sjötta bankadegi eftir greiðslufall Íslands í samningnum, þá mega Bretar gjaldfella alla skuldina með vöxtum, amk. 700 milljarða króna. Hvernig samningsaðstöðu heldur fólk þá að Ísland sé komið í á þeim tíma? Alls enga, einungis þá að benda á eignir.

 

Nauðungarkostur skv. Íslenskri orðabók er:„Harður kostur sem einhverjum er þröngvað til að sæta“. Steingrímur J. hefur nú staðfest (ólíkt fyrri yfirlýsingum) að ESB, Skandinavía og  IMF hafi myndað blokk og þröngvað Íslenskum ráðamönnum til þess að samþykkja það sem í þessu plaggi felst. Það er ekki samningur, heldur kúgun. Af hverju ætti Alþingiað staðfesta yfirlýstan kúgunar- „samning“? Samningur er: „samkomulag, sátt, sáttmáli“. Icesave- plaggið sem liggur fyrir Alþingi er ekkert slíkt. 

Hver sá þingmaður sem situr hjá (lesist: samþykkir) eða staðfestir Icesave- samkomulagið gerir það þvert gegn vilja þjóðarinnar, þar sem 60-70% andstaða er við þá staðfestingu í Gallup- könnun. En þingmaðurinn telur sig kannski vita betur en þjóðin eins og Ingibjörg Sólrún (úps., ég nefndi bannorðið) af því að hann hefur lesið yfir meira af leyniskjölum í sérherbergi. En hann ætti frekar að lesa skýru greinarnar sem þegar hafa komið fram um afsal réttar okkar og það hvernig tekið verður á óumflýjanlegu greiðslufalli íslenska ríkisins.

Samt mun hann staðfesta samninginn, enda skipta óþægilegar staðreyndir engu máli lengur.


mbl.is Ekki öll gögn komin fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fróðleg lesning og ekki að furða að íslensk stjórnvöld hafi vilja halda þessu leyndu.

Sigurður Þórðarson, 4.7.2009 kl. 00:49

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Vel mælt hjá þér, Ívar: "Steingrímur J. hefur nú staðfest (ólíkt fyrri yfirlýsingum) að ESB, Skandinavía og IMF hafi myndað blokk og þröngvað íslenskum ráðamönnum til þess að samþykkja það sem í þessu plaggi felst. Það er ekki samningur, heldur kúgun. Af hverju ætti Alþingi að staðfesta yfirlýstan kúgunar-„samning“? Samningur er: „samkomulag, sátt, sáttmáli“. Icesave- plaggið sem liggur fyrir Alþingi er ekkert slíkt." –– Vel mælt eins og önnur orð þín hér. Mjög lærdómsrík lesning fyrir fólk, og ætla ég að vísa á þessa grein þína og hvet aðra til þess sama!

Jón Valur Jensson, 4.7.2009 kl. 01:25

3 Smámynd: Valan

Það er merkilegt að nokkur maður sem þekki samningarétt geti haldið því fram að þessi klásúla um endurskoðun geri okkur eitthvert einasta raunverulegt eða haldbært gagn í þessu máli.

Samningar gegna einu hlutverki fremur öðru í mannlegu lífi og það er risk allocation. Þeirra er hlutverkið að ákvarða hver ber áhættuna sem um ræðir t.d. ef Elvis verður veikur mætir ekki á tónleikana hver borgar brúsann, Elvis eða tónleikahaldaranir? Eða ef þú kaupir sjónvarp og það virkar ekki, máttu skila því og fá endurgreitt eða siturðu uppi með ónýtan hlut? Áhætta er sjálft upphaf og endir samningaréttarins.

"Mikilvægt" ákvæði í jákvæðum skilningi þess orðs er ákvæði sem setur áhættuna skýrt og greinilega á gagnaðilan. Þetta ICESAVE ákvæði hér að ofan er ekki slíkt ákvæði.

Þetta er þvert á móti mikilvægt ákvæði í neikvæðum skilningi þess orðs - þ.e.a.s. mikilvægt fyrir gagnaðilann því að áhættan er áfram algjörlega á okkur. Gagnaðilarnir eru ekki bundnir til þess að gera eitt. Allar skyldur samningsins eru á okkur (að greiða), allur réttur samningsins er í höndum gagnaðila (að fá greitt). Í samningnum eru engar undantekningar, ekkert jafnvægi og síðast en ekki síst ekkert réttlæti fyrir íslensku þjóðina.

Valan, 4.7.2009 kl. 06:13

4 Smámynd: Elle_

Ógeðfelld þvingun bara.  Getur ekki verið að Steingrímur J. láti vaða svona yfir okkur.

Elle_, 4.7.2009 kl. 07:50

5 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Svona verður haldið á málum í hugsanlegum viðræðum um inngöngu í Evrópusambandið. Þetta er forsmekkurinn að því.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.7.2009 kl. 10:10

6 Smámynd: Snorri Óskarsson

Greinilega "Kópavogssamningur 2."

Segjum nei í þetta skipti, ekki undirrita afsal þjóðréttar.

kveðja

Snorri í Betel

Snorri Óskarsson, 4.7.2009 kl. 10:53

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir hólið og fróðlegar færslur. Verst hvað það eru fáir sem beita Samfylkingarþingmenn þrýstingi vegna þvingaðrar afstöðu sumra þeirra, án þess að þeir þingmenn þurfi að gera almennilega grein fyrir sinni ákvörðun, að ætla að staðfesta gjörninginn, þrátt fyrir vilja þjóðarinnar og þá staðreynd að um algert einhliða afsal á réttindum þjóðarinnar er að ræða.

Hjörtur, ég er sammála, það er augljóst að ESB málin verða tekin á sama hátt á harðaspretti núna á sumardögum. Algjör hneisa!

Ívar Pálsson, 4.7.2009 kl. 11:03

8 Smámynd: Jónas Egilsson

Það er viðurkennt hugtak í þjóðarrétti sem kallast "force majeure" sem merkir einfaldlega að aðstæður hafa breyst umfram það sem fyrirsjáanleglegt gat orðið. Í skýringartextum eru tekin sem dæmi náttúruhamfarir og stórkostlegar breytingar í efnahagslegu umhverfi! Á þetta ákv. hefðu íslensk sjórnvöld átt að láta reyna. Hvergi kemur fram að það hafi verið reynt.

Viðmót breskra stjórnvalda í þessu máli bera ákveðinn hroka með sér gagnvart „minni“ þjóð og vanmáttugri. Ekki skal látið að því liggja að framkoma breskra yfirvalda beri keim af gamalli nýlendu stefnu þeirra. En það er alveg ljóst að lítið sem ekkert tillit er tekið til aðstæðna á Íslandi og áhrif Icesave samninga hér og getu landsins almennt til að takast á við þessi mál. "Force majeure" hefur verið beitt af fyrrum nýlendum sem gert hafa samninga við sína fyrri nýlenduherra sem augljóslega hafa ekki verið gerðir á jafnréttisgrundvelli.

Ef þessir Icesave samningarnari verða samþykktir á alþingi, verður að gera það með fyrirvara og stjórnvöld verða að áskilja sér rétt til að taka þessa samninga upp að nýju og/eða möguleika á að vísa þeim til alþjóðlegra dómstóla til úrskurðar.

Jónas Egilsson, 4.7.2009 kl. 11:38

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er sú PÓLITÍSKA vegferð sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heimtaði að yrði farin. Gefið var í skyn, að vegna persónulegrar vináttu hennar við Gordon Bulldog Brown, væri skemmtiferð í vændum. Sossar allra landa halda nú á vit hins upphafna algleymis og samkomustaðurinn er Brækjusel (Brussel).

Ekki skaðar að hafa hirðfíflið Steingrím Jóhann Sigfússon með í för. Engum hefur áður tekist að framkvæma þau hamskipti sem er hans aðalsmerki. Menn segja að hann hafi gert samning við Satan sjálfan og í Íslandssögunni mun hans verða getið sem þess manna sem lengstan skugga hefur haft. Sæmundur Fróði Sigfússon átti líka viðskipti við Satan og menn álykta um frændsemi þessara tveggja manna.

Nú geta menn séð fyrir sér hversu ánægjuleg ferð er framundan. Við sjáum líka klárlega hvert ferðinni er heitið. Sossa-hjörðin getur ekki leynt eftirvæntingu sinni. Hrifning er mikil með stórkostlega leiðsögn Jóhönnu og Össurar. Hvers vegna er ekki almenn gleði og tilhlökkun í þessu landi ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.7.2009 kl. 11:40

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég hef efasemdir Jónas um að ákvæðið "force majeure" (casus fortuitus= verknaður tilviljunar) eigi við í okkar tilfelli. Hins vegar hef ég ítrekað bent á ákvæðið "rebus sic stantibus", sem það sem hér eigi við.

"Casus fortuitus" á við, ef atburður var bæði ófyrirséður og óhindranlegur. Efnahagskreppur og bankahrun falla almennt ekki undir þetta ákvæði, því að "torgreind peningastefna" (discretionary monetary policy) leiðir ítrekað og óhjákvæmilega til efnahagslegra hörmunga.

"Rebus sic stantibus" á hins vegar við kringumstæður, ef orðið hafa grundvallar breytingar á aðstæðum. Þessa ákvæðis þarf ekki að geta í samningnum sjálfum, um það er fjallað í alþjóðlegum sáttmálum, eins og til dæmis Vínarsáttmálanum um lagagrunn alþjóðlegra samninga (1969). Hér er blogg mitt um málið:

http://altice.blog.is/blog/altice/entry/901353/

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.7.2009 kl. 12:21

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú þegar eru m.a.s. komnar fram upplýsingar um skuldir ísl. ríkisins (miklu hærra hlutfall þjóðartekna en áður var talið), sem hnekkja forsendum þessa Icesave-samnings – en áfram keyrir fjármálaráðherrann á Icesave-samninginn eins og sitt einasta sáluhjálparatriði.

Frábær innlegg hér, m.a. frá lögfræðingnum Völu. En manni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds að lesa þetta innlegg frá Hirti J. Guðmundssyni kl. 10:10, og er ég þó sammála honum í því mati, enda er augljóst á öllu, að Esb-dindlar ætla ekki að gefa þjóðinni nema lágmarksfæri á því að stoppa af innlimun okkar í Evrópubandalagið, t.d. kemur þessi afstaða fram í þeirri áskorun Brusselfara í samtökum vinnuveitenda og ýmissa verkalýðsfélaga, sem Morgunblaðið slær upp á mest áberandi stað (neðst á hægri síðu*) á leiðaraopnu blaðsins í dag.

* Þetta þekkja allir auglýsendur.

Jón Valur Jensson, 4.7.2009 kl. 13:02

12 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Takk fyrir þetta. Vonandi hafa samningamenn Íslands legið yfir þessum ákvæðum, sem vissulega setja að manni hroll eins og allt þetta Icesave mál með ESB ívafi. Aðalatriðið er að samningur, sem er svo flókinn og óræður og svo miklir hagsmunir hanga á spýtunni, hann á aldrei að samþykkja.

Jón Baldur Lorange, 4.7.2009 kl. 13:27

13 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

þeir sem standa í framlínu við gerð þessa samnings fullyrða að ekki hafi verið hægt að gera betur og að það eina rétta í stöðunni sé að samþykkja hann.  Ekkert hefur komið fram hjá andstæðingum sem réttlæta annað. Áróðurinn á móti samningnum ber sterkan keim af því að vilja fella ríkisstjórnina það er deginum ljósara.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 4.7.2009 kl. 14:42

14 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ýmsir stjórnarandsæðingar hafa þráfaldlega sagt að þeir vilji alls ekki að stjórnin falli á þessu máli. Enginn hefur þó kveðið sterkar  að orði en Pétur Blöndal sem segist verja stjórnina falli.  Þórdís Bára, hafðu skömm fyrir þinn ómerkilega  málflutning hér.

Sigurður Þórðarson, 4.7.2009 kl. 15:46

15 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Ef ríkisstjórnin fellur við það að þessum nauðungarsamning verði hafnað, verður svo að vera að vera.

Ef Árni Matt væri fjármálaráðherrann sem mælti nú fyrir þessum samning á Alþingi og Hannes Hólmsteinn formaður samninganefndarinnar, tryði þá einhver að þetta væri besti samningur sem hægt væri að ná?

Magnús Sigurðsson, 4.7.2009 kl. 15:48

16 Smámynd: Ívar Pálsson

Þórdís Bára, þú nefndir einmitt stóra vandamálið við þennan samning, en það er þessi margnefnda fullyrðing: „þeir sem standa í framlínu við gerð þessa samnings fullyrða að ekki hafi verið hægt að gera betur og að það eina rétta í stöðunni sé að samþykkja hann.  Ekkert hefur komið fram hjá andstæðingum sem réttlæta annað.“

Þessi fullyrðing er alröng og á sér enga stoð. Ótal ástæður réttlæta annað, sérstaklega þær að um afsal á þjóðarréttindum og þjóðareignum er að ræða ásamt skuldbindingarklöfum sem ekki þarf að staðfesta, sama hver sagði hvað hvenær. Einungis Alþingi ákveður slíka klafa, ekki einstaklingar eða stjórn, sama hverjir voru í henni. Alþingi hafnar rétti þjóðarinnar til samninga ef hún staðfestir þennan afargjörning sem Icesave nefnist.

Ívar Pálsson, 4.7.2009 kl. 16:21

17 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Til að afstýra vopnaðri uppreisn í landinu er nauðsynlegt að fella Icesave-samninginn. Við stöndum frammi fyrir þeim raunveruleika, að valið stendur á milli efnahagslegrar styrjaldar við "vini okkar og bandamenn" og vopnaðrar borgara-styrjaldar í landinu.

Ég mun aldreigi viðurkenna þau stjórnvöld sem samþykkja svona samning, í trássi við augljósan meirihluta landsmanna. Þeir sem samþykkja samninginn, eða sitja hjá við afgreiðslu hans á Alþingi, eru í mínum augum landráðamenn. Margir eru þeirrar skoðunar, að landráðmenn séu réttdræpir, hvar sem til þeirra næst.

Þetta kann einhverjum að virðast stór orð, en þetta er örugglega skoðun flestra landsmanna. Icesave-stjórnin ætti að hafa vit á að slá af þvermóðsku sinni og lúta vilja alls þorra Íslendinga. Við erum tilbúin að taka slag við Evrópusambandið, en erum við tilbúin að berjast vopnaðri baráttu innbyrðis ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.7.2009 kl. 16:25

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ásbjörn Óttarsson, þingmaður Sjálfstæisflokks í NV-kjördæmi, ætlar ekki að greiða atkvæði með vantrausti á ríkisstjórnina vegna þessa máls, ekki frekar en Pétur Blöndal. Það eru einfaldlegar örvæntingarfullir Icesave-sinnar, sem eru að flagga þvi sem síðasta hálmstrái sínu, að stjórnarnadstöðunni gangi það eitt til að fella stjórnina. En sá er ekki tilgangur andstöðunnar við svikasamninginn.

Jón Valur Jensson, 4.7.2009 kl. 16:36

19 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Tillaga núna um vantraust á ríkisstjórnina væru mistök, að mínu mati. Slík tillaga yrði bara til að þjappa henni saman, nema auðvitað að menn vissu fyrirfram að tillagan yrði samþykkt.

Hins vegar á Sjálfstæðisflokkurinn að hjálpa til við að einangra Samfylkinguna. Það er hægt að gera með yfirlýsingu um stuðning við nýtt stjórnarmynstur, þar sem Samfylkingin yrði ekki með. Slík yfirlýsing ætti að koma fram strax !

Loftur Altice Þorsteinsson, 4.7.2009 kl. 17:00

20 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Ég átta mig ekki alveg hvernig þetta mál getur fellt ríkisstjórnina því það snýst ekki um að lýsa vantrausti á ríkisstjórnina. Þingið ætti að koma sér saman um sameiginlega niðurstöðu með það að leiðarljósi að ná eins hagstæðum samningum fyrir þjóðarbúið og nokkur kostur er. Sameiginlega á þingheimur að fara í þessa vegferð í þágu þjóðar og þings. Það myndi verða leiðarljós okkar inn í nýja framtíð þar sem sannleikurinn og samstaðan eiga að vera lykilorðin.

Þórdís Bára, dettur í þann forarpytt sem stjórnmálin á Íslandi hafa verið í á undanförnum árum og er helsta ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir þjóðinni. Í stað þess að hlusta á rök og hlusta á heilbrigða skynsemi er flokkslínunni fylgt í blindni.

Munurinn á pólitíkinni dag er bara sá að stjórnmálaflokkarnir hafa skipt um vallarhelming.

Jón Baldur Lorange, 4.7.2009 kl. 17:02

21 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

að "gambla" með peninga sem þú átt ekki

Enn og aftur segji ég NEI við Icesave

Jón Snæbjörnsson, 4.7.2009 kl. 21:00

22 Smámynd: Haraldur Baldursson

Tilraunir Steingríms , með öll sín leyni skjöl, minna á gjörning þann þegar Georg Bush vísaði í alls konar leyniskjöl um Írak og gjöreyðingarvopnin.
Hér þarf þó enga vopnaeftirlitsmenn, því vopnið er öllum sýnilegt. Icesave samningurinn er gjöreyðingarvopnið sem granda mun landi og þjóð.

Haraldur Baldursson, 4.7.2009 kl. 21:16

23 Smámynd: Elle_

Já, það var óskiljanlegt ´comment´(14:42)að saka alla sem eru andvígir Ice-slave samningnum, 60% landsmanna sko, um áróður og að vilja fella rikisstjórnina og tek undir´comment´ Sigurðar (15:46)þar um.  Fyrir mig snýst þetta um Icesave og að borga ekki skuldir óþokka í nauðung.

Elle_, 4.7.2009 kl. 21:57

24 Smámynd: Alfreð Dan Þórarinsson

Ég hef þá skoðun að þessi samningur sé landráð og nenni ekki að fara fínna í málið.  Það sem er erfitt fyrir alþingismenn í þessu mái er sú hefð sem hefur skapast hér á landi allt þetta lið er í liðum og eiga erfitt með að brjóta af sér flokksböndin og fara eftir eigin sannfæringu.  Einn galli við það þing sem við höfum núna er að það varð full mikil endurnýjun og það er mikið lagt á nýliðana að taka afstöðu í svona erfiðu máli.  Það er svo einfalt í mínum huga að alþingi er einn besti skóli sem við Ísland á og þar þurfa alþingismenn að læra að stjórna með þarfir landsmanna í huga og ná yfirsýn yfir þarfir íbúa þessa lands og ekki stjórnast af þörfum þeirra sem hafa hæst.

Ég vil hafa eina skyldulesningu fyrir þá sem setjast á þing og það er Frelsið eftir John Stuart Mill, þar er ein lítil setning sem ég hef reynt að tileinka mér í samskiptum við annað fólk og vona að mér takist það þokkalega en meining hennar er:  Ég má gera allt sem ég hef löngun til svo fremi sem ég abbast ekki upp á vilja annars fólks.

Alfreð Dan Þórarinsson, 4.7.2009 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband