Skræfurnar sitja hjá

Skræfurnar munu eflaust sitja hjá við atkvæðagreiðslur um þjóðaratkvæði vegna aðildarviðræðna við ESB. Þær geta aldrei stigið almennilega í annan fótinn og fara því hvergi. Loksins þegar þær koma út úr ESB- skápnum, þá er það orðið of seint, samningaviðræður án almennilegs umboðs hafnar við ESB sem skila engu.

 

Skræfur þessar tefja almennilegt flokksstarf hjá Sjálfstæðisflokki og Vinstri Grænum, þar sem 80% hrein andstaða er við ESB- aðild í báðum flokkum. Framsókn þarf líka að eiga við þetta, en þar er líklega ESB prósentan hærri.

 

Heimtið að þingmenn „ykkar“ taki afstöðu, hver fyrir sig, með eða á móti. Skræfurnar sitja hjá og láta aðra um að standa í eldlínunni.

 

 


mbl.is Vonast til að ESB-mál verði leitt til lykta á Alþingi í vikunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ívar, ertu að meina að skræfurnar séu á móti ESB aðild en sitji hjá?

Ég hef þá tilfinningu að "flokkurinn" sé í raun búinn að ákveða ESB aðildarumsókn en nú er verið leika leikritið og finna leiðir fyrir hvern og einn til að halda andlitinu. 

Hjá þessu liði snýst þetta fyrst og fremst um að halda sér á launaskrá hjá skattgreiðendum. 

Magnús Sigurðsson, 13.7.2009 kl. 11:29

2 identicon

Ætli að það séu ekki heldur gungur sem ekki þora að rífa sig frá flokksræðinu og hanga í sömu þvælunni og kom okur á kaldann klaka fremur en hinir sem vilja gera eitthvað í málunum. þú hlýtur að vera horfa í spegil þegar þú bloggaðir þetta.

Ragnar Örn Eiríksson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 11:39

3 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

það fer allt of mikil orka í allskonar þvaður og ESB kjaftæði, ættum að einbeita okkur að vandamálunum hér heima fyrst áður en mikið lengra er haldið -

Jón Snæbjörnsson, 13.7.2009 kl. 13:09

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Skræfurnar eru þær sem þora ekki að taka afstöðu og standa við þá skoðun, hvort sem þær falli eða standi í kosningum. Það er gunguháttur að láta kjósa sig út á eitt og gera allt annað, eða að halda heilu flokkunum í gíslingu með því að láta hjá líða að birta skoðanir sínar á afgerandi hátt.

Ívar Pálsson, 13.7.2009 kl. 13:48

5 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Ég vil ekki í ESB - skil samt hina sem vilja inn, þar sem við erum soddans "rugludallar" förum ílla með, misnotum, misbjóðum að gæti verið eina lausnin til að jafna út kjörin, burt með allt þetta ríkisdót og ríkistryggingar á lífeyrissjóði oþh, dreifa miðjunni, þetta tal um að missa auðlindir ? hverjar eru þær

Sjávarafli = ca 30 einstaklingar

Landbúnaður = niðurgreiddur um ca 50 milljarða á ári

við gerðum það sem okkur væri sagt að gera og ekkert múður með það

Skref afturábak ? JÁ

Jón Snæbjörnsson, 13.7.2009 kl. 15:34

6 identicon

ESB er skræfubandalag - en hvað er almennilegt umboð? 

Meirihluti þingsins (skræfur) mun veita ríkisstjórninni umboð til að óska eftir aðildarviðræðum með fjölmörgum skilyrðum sem tíunduð eru í þingsályktunartillögunni:

  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir vatns- og orkuauðlindum og ráðstöfun þeirra. 
  • Að tryggja forræði þjóðarinnar yfir fiskveiðiauðlindinni, sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar og hlutdeild í deilistofnum og eins víðtækt forsvar í hagsmunagæslu í sjávarútvegi í alþjóðasamningum og hægt er. 
  • Að tryggja öflugan íslenskan landbúnað á grundvelli fæðuöryggis og matvælaöryggis. 
  • Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum.
  • Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt. 
  • Að ná fram hagstæðu og vaxtarhvetjandi samkeppnis- og starfsumhverfi fyrir atvinnulíf á Íslandi um leið og sérstöðu vegna sérstakra aðstæðna er gætt. 
  • Stefnt er að því að Alþingi setji á fót sérstaka Evrópunefnd Alþingis með fulltrúum allra stjórnmálaflokka er fari með samskipti við viðræðunefnd vegna ESB.

En Þjóðin (skræfur) mun eiga síðasta orðið.

Og hvernig mun þetta allt fara?  Mín spá er að öfga frjálshyggjupakk, þjóðernissósíalistarnir í  VG ásamt þjóðrembuliðinu í Heimasýn munu berjast á móti og þeir munu tapa; Meirhlutinn (skræfurnar) munu samþykkja aðildina.

Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 13.7.2009 kl. 17:09

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Þráinn, mér sýnist þú misskilja mig aðeins. Amk. er ég aðeins að ræða um þá sem sitja hjá, taka ekki afstöðu, hinir gráu. Það er skýr afstaða þingmanns Samfylkingar að láta kjósa sig vegna ESB og hann rís þá eða fellur með því. En þeir þingmenn sem sitja hjá í atkvæðagreiðslum eða láta kjósa sig í flokki sem er gegn ESB, en þeir eru samt sjálfir meðfylgjandi ESB, þeir eru skræfur.

Ívar Pálsson, 13.7.2009 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband