Fyrir framan okkur!

Það gleður mig að hitta á góð verk þá sjaldan að ég fer á leikhús. fyrir_framan_annad_folk.pngRisafarsar heilla ekki, en „Fyrir framan annað fólk“ er innilegt og kímið leikrit sem skemmtir manni í umfjöllun um samskipti fólks og það sem betra er, skildi okkur mörg eftir þenkjandi og í líflegum umræðum eftir verkið. Það gefur til kynna að það hafi verið skrifað af innlifun, stýrt af næmni og leikið af tilfinningu og sannfæringu.

Heimsóknin í Hafnarfjörðinn tókst því vel og endaði á Fjörukránni þar við hliðina. Ég fékk te í krús, en aðrir teiguðu ölið. Samt var kjaftavaðallinn mestur á mér. Kjarnate!

Svona getur þetta nú verið.

http://www.mbl.is/mm/folk/leikh/event.html?event=355082;theatre=5

Höfundur: Kristján Þórður Hrafnsson
Leikarar: Sveinn Geirsson og Tinna Hrafnsdóttir
Leikstjóri: Melkorka Tekla Ólafsdóttir
Lýsing: Garðar Borgþórsson

 

Hafnarfjarðarleikhúsið
Strandgötu 50, 220 Hafnarfjörður
Sími: 555 2222
Netfang: theater@vortex.is

Opnunartími miðasölu
Mánudaga: Lokað
Þriðjudaga - föstudaga: 15:00 til 18:00
Laugardaga og sunnudaga: 13:00 - 16:00


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Gaman að sjá að Kristján heldur áfram að skrifa. Hélt að hann væri hættur, enda erfitt að vera í skugga Hrafnsins. Hann á fullt erindi sem rithöfundur. Það sé ég af því, sem ég hef lesið eftir hann.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.10.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband