Smá og meðalstór fyrirtæki fái að vaxa

Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka,Big and small Dennis Yu hélt mjög áhugaverða og hreinskilna tölu á fundi Félags viðskipta- og hagfræðinga í dag. Einna áhugaverðust þótti mér skífuritin um stöðu viðskiptavina bankans. Yfir 90% smærri og meðalstórra fyrirtækja eru „í lagi“, á meðan einungis um þriðjungur þeirra stóru falla í þann flokk.

Það þykir mér benda beint á rót meinsins: Stóru fyrirtækjunum, sem beittu mörg hver öllum ráðum til þess að gleypa samkeppnisaðila með skuldsettum yfirtökum  og bolagangi, ætti ekki að bjarga núna með ábyrgð fólksins, þar sem slíkt kemur í veg fyrir að frjáls samkeppni og eðlilegt aðald komist fljótt aftur á. Við gjaldþrot eða slit stærstu fyrirtækjanna, þá kemst loksins aukinn kraftur í vel stæð og vel rekin millistór og smá fyrirtæki landsins, eftir ósanngjarna yfirburðastöðu stórfyrirtækjanna á samkeppnismarkaði í áraraðir.

Skriðdrekar í byggingariðnaði höfðu t.d. jafnað ýmiss smáfyrirtæki við jörðu úti um land, en njóta enn vinstri stýrðar verndar ríkisins og banka þeirra til þess að níðast á smælingjunum.  Nær óþarfi er síðan að nefna dæmi allra dæma, Haga (1998 ehf.), sem skipta ætti upp svo að eitthvert eðlilegt aðhald markaðarins gæti komist á aftur.

Nú er lag, nýtið það! Við frjálshyggjufólk stöndum gegn ríkisverndaðri einokun, hvar sem hana er að finna.


mbl.is 40% fyrirtækja komin í ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Mikið sammála þér Ívar.

"Small is beautiful" stóð einu sinni framan á Economist og þar voru þeir að fjalla um af hverju það væri vöxtur í bandaríska hagkerfinu, þrátt fyrir uppsagnir margra stórfyrirtækja.

Þetta er líka ein af stórum skýringum þess að Þjóðverjar hafa lifað marga kreppuna því smá og meðalstór fyrirtæki eru bakland þýska útflutningsins. 

Og á Íslandi hefur ríkt velmegun þrátt fyrir allt, og við erum agnarsmá.  Hér gekk allt vel þar til dag einn að landinn fór á bömmer yfir smæð sinni, og stefndi að því að öll fyrirtæki sem væru rekin, væru sambærileg við Evrópsk stórfyrirtæki.  Og til þess dugði ekki einu sinni samþjöppun á íslenska markaðnum, það þurfti útrás til.  Allir fóru í útrás.

Og hvað kostaði hún????  10.000 milljarða????

Já, við ættum að halda okkur við smæðina.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 17:12

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Hér þarf að vanda orðaval vel.

Það að fyrirtæki sé "stórt" (eða stærst á tilteknum markaði) er í sjálfu sér enginn mælikvarði á slæma samkeppnisstöðu hinna smærri, eða vísbending um að hið stóra fyrirtæki sé illa rekið.

Fyrirtæki sem er stórt í skjóli ríkisvaldsins er hins vegar fyrirtæki sem ætti að öllum líkindum að minnka þegar það skjól er farið, enda þrífst sukk og svínarí á bak við skjólveggi ríkisins.

Samkeppnislög eru mjög slæm leið til að "koma á" eða "stuðla að" samkeppni. Fyrirtæki beita þeim bara til að siga yfirvöldum hvert á annað. 

Besta samkeppnismeðalið er afnám gjaldtöku og skilyrða hins opinbera fyrir aðgengi að tilteknum markaði. 

Geir Ágústsson, 25.11.2009 kl. 18:10

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Geir.

Einhvers staðar í fræðunum hefur gleymst að kenna þér um markaðslegar hindranir af völdum einokunarfyrirtækja, eða þar sem fákeppni aðstæður ríkja.

Og mundu, að því fleiri fyrirtæki, því fleiri kapítalistar.  

Að vísu martröð Stalíns, en hann hafði ekki rétt fyrir sér.

Smátt er fallegt.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 25.11.2009 kl. 19:04

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Stærð ein og sér er ekki vandinn, heldur það að stóru fyrirtækin komu sér flest í fúafen og ætlast er til þess nú að við björgum þeim af því að þau séu „of stór til þess að fara á hausinn“, sem er hrein hugsanavilla.

Steingrímur Hermansson fyrrverandi forsætisráðherra sagði eitt sinn aðspurður: „Ég má ekki til þess hugsa að Sambandið fari á hausinn“. Á sama tíma hugsaði ég: Ef það gerist, þá myndast tækifæri fyrir okkur hina, sem erum vaxandi og gerum hlutina aðeins öðruvísu, ekki með ríkisvarðri einokun og duldri ríkisaðstoð.

Fjármálastjóri Hamborgar hélt eitt sinn fyrirlestur hér og lýsti því hvernig þau uppgötvuðu lausnir sinna vandamála þegar munað var eftir lítilmagnanum, að smærri fyrirtæki fengju jöfn tækifæri á við hin stærri (sem vöru mörg í vanda stödd). Það tók skamma stund að sveifla hagkerfinu af stað. 

Munum að helstu þættir sem halda smærri fyrirtækjum virkum eru gjarnan: Hraði, svörun, sveigjanleiki og aðlögunarhæfileiki.  Stór, skuldug batterí hafa þetta síður. En ef þeim tekst það, fínt, bara ekki með ábyrgðum og lánum frá skattpíndum þegnum landsins.

Ívar Pálsson, 25.11.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband