Kynjabundinn mafíustuðningur og afsal milljarðatuga króna?

Sannleikurinn um svindl Europol Carbon Creditskolefnislosunarkvótans og ástand þeirra samningamála kom nú í ljós, en á meðan fórnar Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra stöðu Íslands og kallar það að tryggja samning“.  Morgunblaðið birti frétt um risasvindlið í kring um kolefnislosunarkvótann í gærmorgun, en sá 16.500.000.000.000 króna (já, 16.500 milljarða kr.) árlegi markaður er svo heiftarlega þjakaður af skipulögðu glæpasvindli  allt að 90% viðskipta hjá einstökum þjóðum í þessum glæpakvóta tengjast svikum.  

Sleppum við fyrir horn, þrátt fyrir ráðherrann?

En niðurstaða Kaupmannahafnarfundarins er líkast til sú dæmalausa blessun að Svandís hafi ekki náð að afsala okkur öllum réttindum- og þó! Á lista þeirra þjóða sem hafa álpast í frumhlaupi til þess að heita lækkun kolefnislosunar er að finna Ísland, með 15% lækkun til ársins 2020. Viðmiðunarár er 1990 hjá okkur (þegar framleiðsla var minni) en BNA og Kanada miða við árin 2005 og 2006! Síðan vill hún ræna  okkur sérákvæðinu frá Kyoto, sem var það eina sem viðurkenndi umhverfissérstöðu Íslands. Engin ástæða var til þess að skuldbinda sig, en þetta gera Vinstri Grænir fyrir ESB, ótrúlegt en satt.

COP15 agreement developedRéttindum samt afsalað

Þegar við teflum fram svona samningafólki í alþjóðlegum gjörðum, þá er það ávísun á vandræði, nema þegar lukkan leikur við landann eins og í gærkveldi og aðrar þjóðir ná ekki að verða sammála og samningaruglið verður ekki lagallega bindandi, sem betur fer. En samt tekst umhverfisráðherra að binda okkur í báða skó með einhliða afsali réttinda okkar.

Heim ósáttir

Nú halda þjóðarleiðtogar um 200 ríkja heim frá Kaupmannahöfn, enn ósáttari en áður, þar sem friðarspillirinn og spillingarfóstrið kolefnislosunarheimildir færði þjóðir heims hratt nær stríði en fyrr. Nú eru ófarir hvers lands hinum löndunum að kenna, en ekki breytilegri náttúru og manns eigin þjóð!

 mbl_losunarheimildir_svindl.jpg


mbl.is Talað í alla nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Svandís er einhver versti ódráttur sem Íslendsk stjórnmál hafa fengið. Það er með ólíkindum hvernig hún veður fram með gæluverkefni sín, sem öll snúast um að fórna hagsmunum þjóðarinnar. Af ótta við að missa meirihluta fyrir Icesave-glæpnum, lokar Svika Móri blinda auganu og þykist ekki sjá framferði Svandísar.

 

Stjórnarandstaðan á Alþingi er ekki nógu vakandi fyrir skemmdarverkum Svandísar. Auðvitað ætti að vera komin fram tillaga um vantraust á kerluna. Sjá menn ekki, að hún er að brjóta Stjórnarskrána með afsali á réttindum sem áunnust í Kyota ? Hvaðan kom sú fullyrðing hennar, að við þyrftum að sækja til Evrópusambandsins ef við og kýrnar vildum anda frá okkur Lífsanda ?

 

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.12.2009 kl. 13:17

2 Smámynd: Þórdís Bachmann

Danir samt ekki búnir að missa húmorinn.

Blöðin kalla þetta núna: Flop15!

Og Obama er sagður hafa rekist á Kínamúrinn.

En þetta var sannarlega minnsti mögulegi árangur sem um getur.

Verður þetta heit SS um 15% lækkun á kolefnislosun næsta Flop15? Og enn einn klafi Íslands barna?

Þórdís Bachmann, 19.12.2009 kl. 13:23

3 identicon

COP15: Rammi heimsríkisstjórnar og fjármögnun hennar

Látið ekki blekkjast af leikritinu, fundurinn náði markmiðum sínum.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 20.12.2009 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband