Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

BNA Íslandi til bjargar

Ef Bandaríkin hefðu álpast til þess að skrifa undir bindandi yfirlýsingu núna, þá hefði ósanngjarna kvótakerfið hans Gores hrokkið verulega í gírinn og Ísland neyðst til þess að teljast í hópi „mengandi“ iðnríkja sem borga fyrir 80% af losuninni á meðan Kína mun greiða fyrir 20% en losa samt langmest í heimi hér. Losunin okkar (ekki á mann, það vita allir hvað við erum fá) er hvort eð er ekki upp í nösina á dvergvöxnum ketti.

Takk, Bandaríkin, fyrir þessa lotu. Vonandi finnur Þórunn afsemjari ekki nýja leið til þess að láta okkur blæða í framtíðinni fyrir að vera svona vistvæn þegar árið 1990.


mbl.is Bandaríkin skrifa ekki undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláfjöllin vakna

Bláfjöll vakna til lífsBláfjöllin lifna öll við þegar snjórinn er kominn og árvökult starfsfólkið búið að troða þann snjó sem kom síðustu daga. Ég tók þessa mynd til hægri núna áðan yfir fjöllin, sem lofa góðu og hafa reynst hin mesta skemmtan. Það vekur furðu hve fáir virðast gera sér grein fyrir lífsgæðunum sem felast í því að geta smellt sér á skíði eða í vetrar- fjallgöngutúr svona nálægt heimilinu.

Á hverju ári mæti ég bjartsýnismaðurinn og kaupi árskort fyrir flesta í fjölskyldunni. Það hefur að vísu ekki borgað sig, en það gerir það örugglega í ár!

Bláfjöll veturinn 2006-2007


mbl.is Skíðasvæðin opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðventa á Reynistað í Skerjafirði

Aðventuljósin voru tendruð víða áðan. Ég tók þessar myndir af því þegar ljósin voru sett upp að Reynistað í Skerjafirði. Friðarsúlan logar enn til 8. desember.

 

 

 

Ýta þarf þrisvar á myndina,

 

 

 Hér  er friðarljósið sýnilegt og ljós bíls sem fer hjá.


mbl.is Ljósin tendruð á Óslóartrénu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróunarlaus aðstoð

Utanríkis-, her- og varnarmálaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem sækist eftir sæti í Öryggisráðinu, UN HDI highest 2007segir ábyrgð okkar Íslendinga vera aðallega gagnvart þeim löndum Afríku, þar sem þróun mannlegs lífs er komin skemmst á veg skv. lista Sameinuðu þjóðanna. „Við eigum að horfa á þau í dag“, segir Ingibjörg í viðtali á mbl.is. Þessi ríki eru Síerra Leone, Búrkina Fasó, Gínea- Bissá, Níger, Malí, Mósambík, Mið- Afríku Lýðveldið, Tsjad, Eþíópía og Lýðræðis- lýðveldið Kongó! Stríð og spilling er viðvarandi ástand í þessum löndum, ættbálkaveldi, galdratrú, þurrkar og nægileg eymd til þess að halda þeim neðst á listanum. UN HDI Lowest 2007Ingibjörg vill auka þróunaraðstoð í einhverja milljarða til þess að við öxlum ábyrgð á stöðu þessara landa. Hvers vegna þessir milljarðar okkar nýtast betur í stríðsherra og ættbálkahöfðingja þar en hér heima t.d. til þess að sjúkrahúsin geti loks borgað birgjum sínum er flestum hulin ráðgáta.

UN HDI Human development 2007Milljarðar til óþurftar

En hversu vel nýtast milljarðarnir til þarfra verka í þessum löndum? Hjónin Sigríður Snæbjörnsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Sigurður Guðmundsson landlæknir eru nýkomin heim eftir eins árs dvöl í Malaví í Afríku (16. neðst á listanum) og ættu að þykja dómbær á slíkt. „Við eigum að hætta að gefa fátækum peninga“, segja þau meðal annars í viðtali við Fréttablaðið þann 4. nóv. sl. (bls. 12, pdf hér). Þau segja einnig:

 „Þarna er til dæmis spillingin í öllu sínu veldi og það er dyggð að hygla sínum nánustu. Um 70 prósent rekstrartekna ríkisins kemur í formi gjafa erlendis frá og í Malaví er mikið ættbálka- og höfðingjaveldi. Standi fólk frammi fyrir tveimur kostum, að fara að lögum eða fara eftir aldagamalli hefð, þá velur það hefðina og stelur peningunum til að gefa ættingjum. Og það virðist engu máli skipta hvort það eru hvítingjar eða heimafólk; það er alltaf gaman að dreifa peningum og láta aðra sitja og standa eftir skipun.“Hvít kona til bjargar

Eftirlitið með þessu fé er greinilega ekki nógu skilvirkt,“ segja þau. Til dæmis fari 30 til 40 prósent gefinna lyfja beint til sjálftökufólks í öllum stigum samfélagsins. Hvað þá peningarnir. „Einn höfðinginn þarna sagði „hættið að gefa okkur peninga og gefið okkur menntun í staðinn“ umfram allt hætta að dreifa ölmusu!“

„Þarna er dulið kynferðislegt ofbeldi frá hendi alls konar karla sem fer fram í skjóli galdurs og siðvenja sem eru ekki eftir hafandi,“ segir Sigurður alvarlegur í bragði og þagnar.

Er það þetta sem Íslendingurinn vill styðja til þess að minnka krónískan móral sinn í afstæðum vellystingum sínum? Af hverju ekki Mæðrastyrksnefnd eða helst nágrannann sem vitað er um að á í megnustu vandræðum með fé og heilsu? Eða bara að gera sér grein fyrir því að stöðugar fégjafir frá þjóðum til annarra þjóða snúast nánast alltaf upp í andhverfu sína.

Stuðningur við mannfjölgun í örbirgð

Svo er eitt sem má aldrei minnast á, án þess að fá reiði himnanna yfir sig: Ef við bætum hag fólks í þessum löndum, þá fjölgar það sér nægilega til þess að hagur þess verði jafn ömurlegur og hann var. Skiljanlega sendum við  ljósmæður á þessa staði til þess að minnka barnadauða, enda ætti hann ekki að líðast. Samt fjölgar fólk sér þar nær óháð slíku. Ofangreind hjón minntust á mannfjölgun:Poor boy

Landið hafði verið laust við hungursneyð síðustu tvö árin, en það ber einfaldlega ekki þegnana vegna mikillar fólksfjölgunar. Það er karlmennskumerki að eignast mörg börn þarna og meðalkonan eignast sex afkvæmi á lífsleiðinni,“ segir læknirinn. Einnig: „Þegar búið er að kenna þjóðinni að rétta bara út hendurnar er sjálfsbjargarviðleitnin lítil. Fólk virðist oft bara sitja og bíða eftir að lífið renni hjá.“

Aðstoð til nokkurra útvaldra

Þróunaraðstoðin í Malaví er ekkert einsdæmi. Þessi málaflokkur fær verulegar úthlutanir frá öllum Vesturlöndum, en flest þeirra eiga í vandræðum með að ná því að finna verðug verkefni til úthlutunar, amk. þau lönd sem stunda úttektir á virkni slíkar „aðstoðar“. Niðurstaðan er gjarnan sú að örfáar réttmætar hræður nýta milljarðana þegar grannt er skoðað og þá hlýtur t.d. vatnssopinn að kosta þúsundir króna eða grunnskólaárið í menntun á við Harvard- menntun. Batteríið sjálft tekur oft svo mikið til sín, að helmingur fjárins í slíkt þykir ekki tiltökumál.

 

AfrikaMedVelbyssuUpplýsing og gegnsæi stöðvar vitleysuna

Kynnið ykkur þessi mál vel áður en þið samþykkið aukna „þróunar“aðstoð Ingibjargar Sólrúnar úr vösum okkar. Krefjist upplýsinga um það hvernig milljarðarnir nýtast. Yfirlæknir á spítala hér þarf að gera grein fyrir hverri krónu og skera niður eins og landlæknir þekkir, en þegar peningum er hent til ættbálkahöfðingja á miðbaug þá er eitthvað minna um skýrslur, gegnsæi og skilvirkni.

Látið í ykkur heyra um þetta! Eilífðarþögnin um þessi mál er óþolandi. Fæstir segja múkk um málið. Finnst þér þetta bara allt í fína?  

Þörf grein meistarapenna um þetta efni mál er hér: (alger skyldulesning með góðum tenglum):

„Gagnslaus aðstoð“  http://hannesgi.blog.is/blog/hannesgi/

Athugið: Ýtið þrisvar á myndir og töflur til þess að ná þeim skýrum. 


« Fyrri síða

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband